Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. apríl 2025 20:55 Kvikmyndaskóli Íslands hefur staðið í ströngu undanfarin misseri og var tekinn til gjaldþrotameðferðar í síðasta mánuði. Vísir/Vilhelm Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar. Í tölvupósti sem barst kennurum við Kvikmyndaskólann í dag er greint frá viðræðunum. Þá er starfsfólki og nemendum boðið á kynningarfund á þriðjudaginn í húsakynnum Rafmenntar þar sem farið verður yfir framhaldið. Alvarleg staða Kvikmyndaskólans hefur verið áberandi í umræðunni undanfarna daga. Rekstrarfélag skólans er farið í gjaldþrotameðferð og kennarar hafa unnið launalaust til að tryggja að nemendur útskrifist í vor. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur leitað eftir því að nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands fái að ljúka námi sínu frá Tækniskólanum, lausn sem stjórnendur, starfsfólk og nemendur skólans voru óánægð með. Sjá einnig: „Ég er bara örvæntingarfull“ Óvíst með framhaldið Þór Pálsson skólastjóri Rafmenntar segir samstarfið fyrst og fremst snúast um nemendur. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra sagði á dögunum að Rafmennt hefði hætt við áform sín um að ganga í samstarf við Kvikmyndaskólann. Í yfirlýsingu sem Rafmennt sendi frá sér í kjölfarið sagði að svo væri ekki. „Við teljum okkur skyldug til að bjarga nemendum og náminu sem þeir eru í. En ekki fara að stoppa það og láta þá skipta um nám eða fara að gera eitthvað annað. Eins og mér fannst tilboðið vera frá Tækniskólanum miðað við þær fréttir sem við fengum frá nemendum. Þannig að við ætlum allavega að klára önnina,“ segir Þór í samtali við fréttastofu. En hvað svo? „Það verður tíminn að leiða í ljós. Við óskum enn eftir samtali og samstarfi við menntamálayfirvöld. Það eru þessi fyrstu skref sem við tökum og svo verðum við að skoða, þegar önnin er búin, hvað svo.“ Þór segist að auki í góðu samtali við Háskólann á Bifröst, þar sem einnig er boðið upp á nám í kvikmyndagerð. Háskólinn sé tilbúinn að skoða hvernig útskriftarnemar Kvikmyndaskólans geti nýtt sér það við háskólann. Hann myndi þó fagna samtali við hvaða háskóla sem er. „Við erum bjartsýn um áframhaldandi nám í kvikmyndagerð á Íslandi. Við höfum áhuga á að það sé lifandi og byggja á því metnaðarfulla starfi sem hefur verið í Kvikmyndaskólanum hingað til.“ Miklar vendingar á skömmum tíma Hlín Jóhannesdóttir rektor Kvikmyndaskóla Íslands segir vendingar hafa gengið með miklum hraða á mjög stuttum tíma. Hún gerir sér miklar vonir um að með breytingunum sé hægt að halda náminu áfram og jafnvel bæta um betur í framhaldinu. Þá tekur hún í sama streng og Þór og segir starfsfólk fyrst og fremst vera að hugsa um nemendurna svo þeir fái að ljúka vorönninni hið minnsta. „Þetta er nám sem við þurfum að hafa og halda á Íslandi og úr því sem komið er, er þetta það besta sem okkur bauðst og mér líst ágætlega á það,“ segir Hlín í samtali við fréttastofu. Þrátt fyrir óvissu um framtíð skólans kveðst hún bjartsýn. Kvikmyndagerð á Íslandi Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Gjaldþrot Háskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir „Við erum tilbúin í samstarf“ Forsvarsmenn þekkingarfyrirtækisins Rafmenntar segjast vera tilbúin í samastarf við mennta- og barnamálaráðuneytið vegna reksturs Kvikmyndaskóla Íslands. Ráðherra sagði í viðtali við RÚV að Rafmennt hafi hætt við áformin. 13. apríl 2025 19:47 Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Einstaklingar sem komið hafa að Kvikmyndaskóla Íslands keppast um að senda mennta- og barnamálaráðherra opin bréf þar sem tillaga ráðherrans um að nemendur fái inn hjá Tækniskólanum er harðlega gagnrýnd. 13. apríl 2025 18:00 Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands hafa afþakkað boð um að halda námi sínu áfram í Tækniskólanum og segja tillögurnar um áframhaldandi nám óljósar og illa ígrundaðar. 14. apríl 2025 21:30 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Sjá meira
Í tölvupósti sem barst kennurum við Kvikmyndaskólann í dag er greint frá viðræðunum. Þá er starfsfólki og nemendum boðið á kynningarfund á þriðjudaginn í húsakynnum Rafmenntar þar sem farið verður yfir framhaldið. Alvarleg staða Kvikmyndaskólans hefur verið áberandi í umræðunni undanfarna daga. Rekstrarfélag skólans er farið í gjaldþrotameðferð og kennarar hafa unnið launalaust til að tryggja að nemendur útskrifist í vor. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur leitað eftir því að nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands fái að ljúka námi sínu frá Tækniskólanum, lausn sem stjórnendur, starfsfólk og nemendur skólans voru óánægð með. Sjá einnig: „Ég er bara örvæntingarfull“ Óvíst með framhaldið Þór Pálsson skólastjóri Rafmenntar segir samstarfið fyrst og fremst snúast um nemendur. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra sagði á dögunum að Rafmennt hefði hætt við áform sín um að ganga í samstarf við Kvikmyndaskólann. Í yfirlýsingu sem Rafmennt sendi frá sér í kjölfarið sagði að svo væri ekki. „Við teljum okkur skyldug til að bjarga nemendum og náminu sem þeir eru í. En ekki fara að stoppa það og láta þá skipta um nám eða fara að gera eitthvað annað. Eins og mér fannst tilboðið vera frá Tækniskólanum miðað við þær fréttir sem við fengum frá nemendum. Þannig að við ætlum allavega að klára önnina,“ segir Þór í samtali við fréttastofu. En hvað svo? „Það verður tíminn að leiða í ljós. Við óskum enn eftir samtali og samstarfi við menntamálayfirvöld. Það eru þessi fyrstu skref sem við tökum og svo verðum við að skoða, þegar önnin er búin, hvað svo.“ Þór segist að auki í góðu samtali við Háskólann á Bifröst, þar sem einnig er boðið upp á nám í kvikmyndagerð. Háskólinn sé tilbúinn að skoða hvernig útskriftarnemar Kvikmyndaskólans geti nýtt sér það við háskólann. Hann myndi þó fagna samtali við hvaða háskóla sem er. „Við erum bjartsýn um áframhaldandi nám í kvikmyndagerð á Íslandi. Við höfum áhuga á að það sé lifandi og byggja á því metnaðarfulla starfi sem hefur verið í Kvikmyndaskólanum hingað til.“ Miklar vendingar á skömmum tíma Hlín Jóhannesdóttir rektor Kvikmyndaskóla Íslands segir vendingar hafa gengið með miklum hraða á mjög stuttum tíma. Hún gerir sér miklar vonir um að með breytingunum sé hægt að halda náminu áfram og jafnvel bæta um betur í framhaldinu. Þá tekur hún í sama streng og Þór og segir starfsfólk fyrst og fremst vera að hugsa um nemendurna svo þeir fái að ljúka vorönninni hið minnsta. „Þetta er nám sem við þurfum að hafa og halda á Íslandi og úr því sem komið er, er þetta það besta sem okkur bauðst og mér líst ágætlega á það,“ segir Hlín í samtali við fréttastofu. Þrátt fyrir óvissu um framtíð skólans kveðst hún bjartsýn.
Kvikmyndagerð á Íslandi Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Gjaldþrot Háskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir „Við erum tilbúin í samstarf“ Forsvarsmenn þekkingarfyrirtækisins Rafmenntar segjast vera tilbúin í samastarf við mennta- og barnamálaráðuneytið vegna reksturs Kvikmyndaskóla Íslands. Ráðherra sagði í viðtali við RÚV að Rafmennt hafi hætt við áformin. 13. apríl 2025 19:47 Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Einstaklingar sem komið hafa að Kvikmyndaskóla Íslands keppast um að senda mennta- og barnamálaráðherra opin bréf þar sem tillaga ráðherrans um að nemendur fái inn hjá Tækniskólanum er harðlega gagnrýnd. 13. apríl 2025 18:00 Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands hafa afþakkað boð um að halda námi sínu áfram í Tækniskólanum og segja tillögurnar um áframhaldandi nám óljósar og illa ígrundaðar. 14. apríl 2025 21:30 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Sjá meira
„Við erum tilbúin í samstarf“ Forsvarsmenn þekkingarfyrirtækisins Rafmenntar segjast vera tilbúin í samastarf við mennta- og barnamálaráðuneytið vegna reksturs Kvikmyndaskóla Íslands. Ráðherra sagði í viðtali við RÚV að Rafmennt hafi hætt við áformin. 13. apríl 2025 19:47
Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Einstaklingar sem komið hafa að Kvikmyndaskóla Íslands keppast um að senda mennta- og barnamálaráðherra opin bréf þar sem tillaga ráðherrans um að nemendur fái inn hjá Tækniskólanum er harðlega gagnrýnd. 13. apríl 2025 18:00
Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands hafa afþakkað boð um að halda námi sínu áfram í Tækniskólanum og segja tillögurnar um áframhaldandi nám óljósar og illa ígrundaðar. 14. apríl 2025 21:30