Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir og Ólafur Ögmundarson skrifa 16. apríl 2025 17:30 Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands gegnir einu af meginhlutverkum í matvælaframleiðslu á Íslandi, allt frá rannsóknum og þróun til matvæla- og fæðuöryggis. Við þurfum nefnilega öll að borða, og þá helst holla og næringarríka fæðu. Samstarf Matvæla- og næringarfræðideildar við hagaðila, svo sem sjávarútveginn og Matís, hefur stuðlað að því að nýting sjávarafurða er núna allt að 100%, sem þýðir að allt sem er veitt af sjávarafurðum er nýtt og litlu sem engu er sóað. Framfarir í fullnýtingu sjávarafurða hafa stóraukið verðmæti þeirra sem hefur fleytt fram innlendri þekkingu og verðmætasköpun sem forvitnilegt væri að taka saman í krónum og aurum. Þessum árangri er hægt að miðla til dæmis til landbúnaðarins, hvort heldur sem er í grænmetis- og akuryrkju eða hefðbundnum landbúnaði þar sem nýttar eru dýraafurðir. Til að gefa lesendum innsýn inn í rannsóknaráherslur deildar er fátt okkur óviðkomandi. Öflug innlend verkefni, meðal annars styrkt af Rannís og Matvælasjóði, hafa t.d. stutt við rannsóknir á sviði sjálfbærs heilsusamlegt mataræðis, aukinnar nýtingar afurða og lífrænna hliðarstrauma í íslenskum matvælaiðnaði sem áður voru álitnir úrgangur. Stórir erlendir styrkir hafa svo gert deild kleift að auka rannsóknir og þekkingu á sviði næringar viðkvæmra hópa, svo sem barnshafandi kvenna, barna, veikra og aldraðra, ásamt því að stuðla að framþróun á líftækni í matvælaframleiðslu út frá meðal annars vöruþróun og næringargildis framtíðarfæðu. Innlendir og erlendir styrkir hafa svo stutt við rannsóknir á sjálfbærni íslenskra fæðukerfa og framtíðarfæðu. Einstaklingar útskrifaðir frá deildinni gegna lykilstöðum víðsvegar í íslensku samfélagi, og þá sérstaklega í matvælaiðnaði og heilbrigðisþjónustu. Til dæmis sem matvælafræðingar, næringarfræðingar, gæðastjórar, eru framkvæmdastjórar fyrirtækja og rannsakendur, og starfsmenn hins opinbera svo sem hjá ráðuneytum og stofnunum, svo eitthvað sé nefnt. Því má með sanni segja að án matvæla- og næringarfræðinga yrði framboð og neysla á öruggu innlendu hollu og heilsusamlegu mataræði af skornum skammti. Samtímis stendur matvæla og næringarfræðideild Háskóla Íslands frammi fyrir áskorunum. Nýtt fjármögnunarmódel háskólanna og röðun í reikniflokk leikur deildina grátt og nýtur hún ekki góðs af rannsóknarvirkni sinni og er um leið refsað fyrir hlutfallslega fáa nemendur sem þó gegna lykilhlutverki í samfélaginu eftir útskrift eins og áður var nefnt, enda er þetta eina heildstæða matvæla- og næringartengda námið á háskólastigi á Íslandi og vestnorrænu löndunum. Því sendum við út ákall til ráðherra, iðnaðar og rannsóknaraðila um að taka höndum saman og standa vörð um matvæla og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Um leið þökkum við Oddi Má Gunnarssyni og Salvöru Jónsdóttur, Axel Sigurðssyni fyrir hlý orð í garð deildar í greinum síðustu mánuði og við hvetjum aðra til að styðja við og vekja máls á mikilvægi deildarinnar. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á mat, næringu og heilsu manns og jarðar að skrá sig í nám við Matvæla- og næringarfræðideild enda munum við mannfólkið alltaf, á meðan við lifum, þurfa að borða örugg og heilsusamleg matvæli. Ólöf Guðný Geirsdóttir, deildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands Ólafur Ögmundarson, varadeildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands gegnir einu af meginhlutverkum í matvælaframleiðslu á Íslandi, allt frá rannsóknum og þróun til matvæla- og fæðuöryggis. Við þurfum nefnilega öll að borða, og þá helst holla og næringarríka fæðu. Samstarf Matvæla- og næringarfræðideildar við hagaðila, svo sem sjávarútveginn og Matís, hefur stuðlað að því að nýting sjávarafurða er núna allt að 100%, sem þýðir að allt sem er veitt af sjávarafurðum er nýtt og litlu sem engu er sóað. Framfarir í fullnýtingu sjávarafurða hafa stóraukið verðmæti þeirra sem hefur fleytt fram innlendri þekkingu og verðmætasköpun sem forvitnilegt væri að taka saman í krónum og aurum. Þessum árangri er hægt að miðla til dæmis til landbúnaðarins, hvort heldur sem er í grænmetis- og akuryrkju eða hefðbundnum landbúnaði þar sem nýttar eru dýraafurðir. Til að gefa lesendum innsýn inn í rannsóknaráherslur deildar er fátt okkur óviðkomandi. Öflug innlend verkefni, meðal annars styrkt af Rannís og Matvælasjóði, hafa t.d. stutt við rannsóknir á sviði sjálfbærs heilsusamlegt mataræðis, aukinnar nýtingar afurða og lífrænna hliðarstrauma í íslenskum matvælaiðnaði sem áður voru álitnir úrgangur. Stórir erlendir styrkir hafa svo gert deild kleift að auka rannsóknir og þekkingu á sviði næringar viðkvæmra hópa, svo sem barnshafandi kvenna, barna, veikra og aldraðra, ásamt því að stuðla að framþróun á líftækni í matvælaframleiðslu út frá meðal annars vöruþróun og næringargildis framtíðarfæðu. Innlendir og erlendir styrkir hafa svo stutt við rannsóknir á sjálfbærni íslenskra fæðukerfa og framtíðarfæðu. Einstaklingar útskrifaðir frá deildinni gegna lykilstöðum víðsvegar í íslensku samfélagi, og þá sérstaklega í matvælaiðnaði og heilbrigðisþjónustu. Til dæmis sem matvælafræðingar, næringarfræðingar, gæðastjórar, eru framkvæmdastjórar fyrirtækja og rannsakendur, og starfsmenn hins opinbera svo sem hjá ráðuneytum og stofnunum, svo eitthvað sé nefnt. Því má með sanni segja að án matvæla- og næringarfræðinga yrði framboð og neysla á öruggu innlendu hollu og heilsusamlegu mataræði af skornum skammti. Samtímis stendur matvæla og næringarfræðideild Háskóla Íslands frammi fyrir áskorunum. Nýtt fjármögnunarmódel háskólanna og röðun í reikniflokk leikur deildina grátt og nýtur hún ekki góðs af rannsóknarvirkni sinni og er um leið refsað fyrir hlutfallslega fáa nemendur sem þó gegna lykilhlutverki í samfélaginu eftir útskrift eins og áður var nefnt, enda er þetta eina heildstæða matvæla- og næringartengda námið á háskólastigi á Íslandi og vestnorrænu löndunum. Því sendum við út ákall til ráðherra, iðnaðar og rannsóknaraðila um að taka höndum saman og standa vörð um matvæla og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Um leið þökkum við Oddi Má Gunnarssyni og Salvöru Jónsdóttur, Axel Sigurðssyni fyrir hlý orð í garð deildar í greinum síðustu mánuði og við hvetjum aðra til að styðja við og vekja máls á mikilvægi deildarinnar. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á mat, næringu og heilsu manns og jarðar að skrá sig í nám við Matvæla- og næringarfræðideild enda munum við mannfólkið alltaf, á meðan við lifum, þurfa að borða örugg og heilsusamleg matvæli. Ólöf Guðný Geirsdóttir, deildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands Ólafur Ögmundarson, varadeildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun