Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. apríl 2025 20:04 Sigfús er alltaf léttur í skapi og nýtur lífsins alla daga. Íslenskt skyr er uppáhalds maturinn hans. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Húsin þurfa að anda eins og mannfólkið,“ segir 93 ára byggingameistari á Selfossi, sem hefur byggt um tvö hundruð hús í bæjarfélaginu en mygla hefur aldrei greinst í þeim húsum. Þá segir hann að timbur hafi verið miklu betra í gamla daga heldur en í dag því nú sé það svo gljúpt og lélegt. Hér erum við að tala um Sigfús Kristinsson, eða Fúsa Kristins eins og hann er alltaf kallaður á Selfossi. Hann er nú sestur í helgan stein en líður best á skrifstofunni sinni þar sem hann skoðar gamla pappíra og les blöðin. Á milli 30 og 40 karlar störfuðu við smíðar hjá Fúsa þegar mest var en hann hefur byggt allar helstu byggingar á Selfossi eins og sjúkrahúsið, Landsbankann, Fjölbrautaskóla Suðurlands og fullt, fullt af einbýlishúsum. Aldrei hefur greinst mygla í húsum frá Fúsa. „Húsin þurfa að anda eins og mannfólkið, þau þurfa að anda,” segir Fúsi. En af hverju var engin mygla þegar hann var að byggja öll þessi hús? „Það var bara allt annað vinnulag og timbrið var var líka mikið, mikið betra þá en núna. Það var svo þétt vaxið, nú er það svo gljúft og lélegt og drekkur í sig vatn,” segir Fúsi. En hvað heldur þú með mygluna í húsunum, heldur þú að þetta verði áfram svona vandamál? „Það verður það svo lengi, sem þeir breyta ekki byggingaaðferðinni. Út með þetta helvítis plast því það lokar algjörlega rakann inni,” segir Fúsi og leggur áherslu á orð sín. Sigfús eyðir miklum tíma dagsins inn á skrifstofunni sinni innan um pappíra, blöð og fleira þess háttar, sem hann gluggar eitthvað í að hverjum degi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýjasta byggingin hjá Fúsa er torfbær á Selfossi, sem hann byggði fyrir nokkrum árum. En hann er ekki hrifin af öllu flötu þökunum á nýjum húsum í dag. „Mér finnst þau alveg skelfileg bara. Þau eru líka svo ljót. Þau eru mikið fallegri hin með risi og þakbrún út fyrir, sem hlífir veggjunum.” Fúsi segist þakka á hverjum degi fyrir góða heilsu en hverju þakkar hann það ? „Lífsánægja og lífsvilji og góð gen út í lífið og vera aldrei að hugsa neikvæða hugsun, vera frekar bjartsýnn í hugsun,” segir Fúsi. Sigfús hefur ekki bara byggt einbýlishús, nei, hann hefur líka byggt kirkjur eins og Laugardælakirkju í Flóahreppi rétt fyrir utan Selfoss. Laugardælakirkja í Flóahreppi, sem Fúsi byggði með sínum starfsmönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já, talandi um kirkju, Fúsi hefur mikinn áhuga á andlegum málefnum og hann segist vita nákvæmlega hvað verði um okkur þegar við deyjum. „Við förum í næstu tilveru, fáum líf alveg eins og hérna en það er nefnilega svolítið hvernig menn hafa hagað sér í lífinu, hvernig menn lenda hinum megin,” segir 93 ára byggingameistarinn. Sigfús var að ljúka við að skrifa ævisögu sína, sem er nú komin út í bók og verður gefin út formlega á næstu vikum. Mikill fróðleikur er í bókinni um ævi og störf hans.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Hús og heimili Mygla Byggingariðnaður Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Hér erum við að tala um Sigfús Kristinsson, eða Fúsa Kristins eins og hann er alltaf kallaður á Selfossi. Hann er nú sestur í helgan stein en líður best á skrifstofunni sinni þar sem hann skoðar gamla pappíra og les blöðin. Á milli 30 og 40 karlar störfuðu við smíðar hjá Fúsa þegar mest var en hann hefur byggt allar helstu byggingar á Selfossi eins og sjúkrahúsið, Landsbankann, Fjölbrautaskóla Suðurlands og fullt, fullt af einbýlishúsum. Aldrei hefur greinst mygla í húsum frá Fúsa. „Húsin þurfa að anda eins og mannfólkið, þau þurfa að anda,” segir Fúsi. En af hverju var engin mygla þegar hann var að byggja öll þessi hús? „Það var bara allt annað vinnulag og timbrið var var líka mikið, mikið betra þá en núna. Það var svo þétt vaxið, nú er það svo gljúft og lélegt og drekkur í sig vatn,” segir Fúsi. En hvað heldur þú með mygluna í húsunum, heldur þú að þetta verði áfram svona vandamál? „Það verður það svo lengi, sem þeir breyta ekki byggingaaðferðinni. Út með þetta helvítis plast því það lokar algjörlega rakann inni,” segir Fúsi og leggur áherslu á orð sín. Sigfús eyðir miklum tíma dagsins inn á skrifstofunni sinni innan um pappíra, blöð og fleira þess háttar, sem hann gluggar eitthvað í að hverjum degi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýjasta byggingin hjá Fúsa er torfbær á Selfossi, sem hann byggði fyrir nokkrum árum. En hann er ekki hrifin af öllu flötu þökunum á nýjum húsum í dag. „Mér finnst þau alveg skelfileg bara. Þau eru líka svo ljót. Þau eru mikið fallegri hin með risi og þakbrún út fyrir, sem hlífir veggjunum.” Fúsi segist þakka á hverjum degi fyrir góða heilsu en hverju þakkar hann það ? „Lífsánægja og lífsvilji og góð gen út í lífið og vera aldrei að hugsa neikvæða hugsun, vera frekar bjartsýnn í hugsun,” segir Fúsi. Sigfús hefur ekki bara byggt einbýlishús, nei, hann hefur líka byggt kirkjur eins og Laugardælakirkju í Flóahreppi rétt fyrir utan Selfoss. Laugardælakirkja í Flóahreppi, sem Fúsi byggði með sínum starfsmönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já, talandi um kirkju, Fúsi hefur mikinn áhuga á andlegum málefnum og hann segist vita nákvæmlega hvað verði um okkur þegar við deyjum. „Við förum í næstu tilveru, fáum líf alveg eins og hérna en það er nefnilega svolítið hvernig menn hafa hagað sér í lífinu, hvernig menn lenda hinum megin,” segir 93 ára byggingameistarinn. Sigfús var að ljúka við að skrifa ævisögu sína, sem er nú komin út í bók og verður gefin út formlega á næstu vikum. Mikill fróðleikur er í bókinni um ævi og störf hans.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Hús og heimili Mygla Byggingariðnaður Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira