„KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2025 12:30 Marcel Rømer er mættur til KA eftir að hafa lítið sem ekkert spilað síðustu mánuði með Lyngby. Stöð 2 Sport Það var ekki að heyra á sérfræðingum Stúkunnar á Stöð 2 Sport að Daninn Marcel Rømer væri lausnin við vandamálum KA og maðurinn sem gæti leitt liðið upp í efri hluta Bestu deildarinnar. Staða KA-manna, sem steinlágu gegn Víkingi um helgina 4-0 eftir 2-2 jafntefli á heimavelli við KR í fyrsta leik, var til umræðu í Stúkunni í gærkvöld. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Umræða um KA KA er nú búið að landa Rømer sem var fyrirliði Lyngby og er með mikla reynslu úr dönsku úrvalsdeildinni. Gummi Ben benti hins vegar á það í Stúkunni í gær að Rømer hefði síðast verið í byrjunarliði Lyngby 1. desember og aðeins spilað eina mínútu síðan þá. „Ef við höfum áhyggjur af hinum sem eru að koma úr meiðslum og annað, ættum við ekki að hafa stórar áhyggjur af að það taki þennan svolítinn tíma að komast í leikform?“ spurði Gummi. „Þetta er karakter, þetta er fyrirliði, og það er alltaf jákvætt að fá þannig menn inn í liðið. Ég fylgdist vel með honum, sérstaklega hjá SönderjyskE og svo sá maður margar fréttir af honum þegar hann var að spila hjá Freysa [Frey Alexanderssyni, fyrrverandi þjálfara Lyngby]. Þetta er leikmaður með mótor. Það er mikil yfirferð hjá honum. Þetta er góður leikmaður. Ég skil því þessi kaup en það er rétt að hann þarf að vera í formi,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Hann er að verða 34 ára gamall og liðið þeirra er nú þegar helvíti þungt. Hallgrímur verður 35 ára í sumar, Rodri 36, Hrannar er að verða 33, Viðar 35 ára og fer meiddur af velli [gegn Víkingi]…“ bætti Albert Brynjar Ingason við. Gummi hélt svo áfram: „Það er ekkert leyndarmál fyrir norðan og ég held að Hallgrímur Jónasson yrði fyrsti maður til að viðurkenna það, að hann myndi vilja fá leikmenn mikið fyrr norður. KA er bara búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við varðandi styrkingu. Við sáum þetta á síðustu leiktíð. Viðar kom seint og það var bara seinni partinn sem hann var kominn í stand. Það kostar meira að fá leikmenn fyrr en það kostar líka að ná ekki árangri.“ Albert benti á að KA hefði misst marga sterka leikmenn síðustu ár en ekki fengið sams konar leikmenn í staðinn. „Þá vantar alvöru innspýtingu. [Römer] er karakter, maður hefur heyrt það, en hvort þetta leysir eitthvað hjá KA veit ég ekki,“ sagði Albet. Besta deild karla KA Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Staða KA-manna, sem steinlágu gegn Víkingi um helgina 4-0 eftir 2-2 jafntefli á heimavelli við KR í fyrsta leik, var til umræðu í Stúkunni í gærkvöld. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Umræða um KA KA er nú búið að landa Rømer sem var fyrirliði Lyngby og er með mikla reynslu úr dönsku úrvalsdeildinni. Gummi Ben benti hins vegar á það í Stúkunni í gær að Rømer hefði síðast verið í byrjunarliði Lyngby 1. desember og aðeins spilað eina mínútu síðan þá. „Ef við höfum áhyggjur af hinum sem eru að koma úr meiðslum og annað, ættum við ekki að hafa stórar áhyggjur af að það taki þennan svolítinn tíma að komast í leikform?“ spurði Gummi. „Þetta er karakter, þetta er fyrirliði, og það er alltaf jákvætt að fá þannig menn inn í liðið. Ég fylgdist vel með honum, sérstaklega hjá SönderjyskE og svo sá maður margar fréttir af honum þegar hann var að spila hjá Freysa [Frey Alexanderssyni, fyrrverandi þjálfara Lyngby]. Þetta er leikmaður með mótor. Það er mikil yfirferð hjá honum. Þetta er góður leikmaður. Ég skil því þessi kaup en það er rétt að hann þarf að vera í formi,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Hann er að verða 34 ára gamall og liðið þeirra er nú þegar helvíti þungt. Hallgrímur verður 35 ára í sumar, Rodri 36, Hrannar er að verða 33, Viðar 35 ára og fer meiddur af velli [gegn Víkingi]…“ bætti Albert Brynjar Ingason við. Gummi hélt svo áfram: „Það er ekkert leyndarmál fyrir norðan og ég held að Hallgrímur Jónasson yrði fyrsti maður til að viðurkenna það, að hann myndi vilja fá leikmenn mikið fyrr norður. KA er bara búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við varðandi styrkingu. Við sáum þetta á síðustu leiktíð. Viðar kom seint og það var bara seinni partinn sem hann var kominn í stand. Það kostar meira að fá leikmenn fyrr en það kostar líka að ná ekki árangri.“ Albert benti á að KA hefði misst marga sterka leikmenn síðustu ár en ekki fengið sams konar leikmenn í staðinn. „Þá vantar alvöru innspýtingu. [Römer] er karakter, maður hefur heyrt það, en hvort þetta leysir eitthvað hjá KA veit ég ekki,“ sagði Albet.
Besta deild karla KA Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira