Hann var með rándýrt teymi með sér á hliðarlínunni en þeir Jóhann Kristófer, Haraldur Ari og Sturla Atlas voru honum til halds og trausts og einnig Gréta kærasta Rafns.
Þegar Rafn hafði tryggt sér eina milljón átti hann aðeins þrjár spurningar eftir upp í þrjár milljónir. Hann fékk að sjá fyrstu spurninguna í síðasta þrepinu hljómaði hún svona: Undir hvaða nafni er hélunjóli betur þekkt?
Hann hafði í raun ekki hugmynd um rétt svar. Eftir ráðleggingar við teymið sitt var ákveðið að halda ekki áfram og fara heim með eina milljón eins og sjá má hér að neðan.