Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. apríl 2025 08:52 Hítará á Mýrum skammt frá Grjótárvatni. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti að stærð 3,7 reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn á Mýrum í Borgarbyggð. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst nálægt Ljósufjallakerfinu síðan virkni hófst þar árið 2021. Samkvæmt jarðskjálftavef Veðurstofunnar átti skjálftinn átti upptök sín á töluverðu dýpi, eða 18,3 kílómetrum undir yfirborðinu. Skjálftar á þessu svæði eru nokkuð djúpir, yfirleitt á um 15-20 kílómetra dýpi. Engin önnur skjálftavirkni hefur fylgt í kjölfar þessa skjálfta. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist í byggð, meðal annars inni í Skorradal og í Borgarfirði. Steinunn Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu, sagði við Rúv að ekki um jarðskjálftahrinu að ræða þar sem aðeins einn skjálfti reið yfir. Sagði hún þó mögulegt að einhver eftirskjálftavirkni yrði á svæðinu og bendi skjálftinn til þess að áframhaldandi virkni sé á svæðinu. Um helgina mældust tugir jarðskjálfta í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi, milli Grjótárvatns og Langavatns á Vesturlandi. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, sagði að mögulega væri kvika á hreyfingu undir jarðskorpunni en hún væri ekki komin í skorpuna. Um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi í Ljósufjallakerfinu. Í byrjun árs sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur útlit fyrir að eldgosasvæðið á Snæfellsnesi væri komið í gang. Sagði hann mestar líkur á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. Eldgos og jarðhræringar Eyja- og Miklaholtshreppur Borgarbyggð Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Samkvæmt jarðskjálftavef Veðurstofunnar átti skjálftinn átti upptök sín á töluverðu dýpi, eða 18,3 kílómetrum undir yfirborðinu. Skjálftar á þessu svæði eru nokkuð djúpir, yfirleitt á um 15-20 kílómetra dýpi. Engin önnur skjálftavirkni hefur fylgt í kjölfar þessa skjálfta. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist í byggð, meðal annars inni í Skorradal og í Borgarfirði. Steinunn Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu, sagði við Rúv að ekki um jarðskjálftahrinu að ræða þar sem aðeins einn skjálfti reið yfir. Sagði hún þó mögulegt að einhver eftirskjálftavirkni yrði á svæðinu og bendi skjálftinn til þess að áframhaldandi virkni sé á svæðinu. Um helgina mældust tugir jarðskjálfta í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi, milli Grjótárvatns og Langavatns á Vesturlandi. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, sagði að mögulega væri kvika á hreyfingu undir jarðskorpunni en hún væri ekki komin í skorpuna. Um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi í Ljósufjallakerfinu. Í byrjun árs sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur útlit fyrir að eldgosasvæðið á Snæfellsnesi væri komið í gang. Sagði hann mestar líkur á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár.
Eldgos og jarðhræringar Eyja- og Miklaholtshreppur Borgarbyggð Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira