„Það verður alltaf talað um hana“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2025 13:00 Jóhann Kristinn Gunnarsson er þjálfari Þór/KA liðsins og hann ætlar að passa upp á hina efnilegu Bríeti Fjólu Bjarnadóttur. @thorkastelpur/S2 Sport Bríet Fjóla Bjarnadóttir er enn bara fimmtán ára gömul en hefur þrátt fyrir það verið mikið á milli tannana á fólki í íslenska fótboltaheiminum. Hér er á ferðinni ein efnilegasta knattspyrnukona Íslands en Þór/KA ætlar að passa upp á sína stelpu. Baldur Sigurðsson heldur áfram að hita upp fyrir fótboltasumarið með þáttunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi. Nú var komið að því að fara til Akureyrar og hann heimsótti lið Þór/KA í síðasta þætti. Baldur spurði meðal annars þjálfarann Jóhann Kristinn Gunnarsson út í hina efnilegu Bríeti Fjólu. „Hvað getur þú sagt um Bríeti Fjólu. Ung stelpa en manni líður eins og allir í fótboltaheiminum viti núna hver hún er þrátt fyrir að hún sé bara fimmtán ára,“ sagði Baldur. „Hún er náttúrulega fimmtán ára síðan í janúar. Hún hefur mikla hæfileika og allt það. Það er það sem bæði hún og fjölskylda hennar vita að það verður alltaf talað um hana. Hún gerir sér alveg grein fyrir því,“ sagði Jóhann Kristinn. Hún á bara eftir að gera allt „Við erum ekkert að reyna að passa upp á það að það verði ekki talað um hana. Hún á bara eftir að gera allt. Hún á eftir að stinga sér alveg út í djúpu laugina fyrir allan peninginn,“ sagði Jóhann. „Það er okkar vinna hér að þessi skref hennar séu ekki of stór og að þau séu ekki vanhugsuð. Að það sé einhver pæling í því sem við erum að gera,“ sagði Jóhann. „Málið er bara að hún fer yfir allar hindranir og það er ekkert sem stoppar ennþá. Það lítur bara vel út með hana. Hún hefur hæfileika til að fara eins langt og hún vill í þessu,“ sagði Jóhann. Hún sjálf er langmest á jörðinni „Hún sjálf er langmest á jörðinni yfir þessu öllu saman. Það hreyfir ekkert við henni, bara heldur sínu striki og gerir það sem hún á að gera og henni er sagt að gera,“ sagði Jóhann. „Ekkert vesen. Hún er mjög skemmtilegur karakter hvað það varðar,“ sagði Jóhann en það má sjá þetta brot úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: LUÍH: Það verður alltaf talað um hana Lengsta undirbúningstímabil í heimi Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
Baldur Sigurðsson heldur áfram að hita upp fyrir fótboltasumarið með þáttunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi. Nú var komið að því að fara til Akureyrar og hann heimsótti lið Þór/KA í síðasta þætti. Baldur spurði meðal annars þjálfarann Jóhann Kristinn Gunnarsson út í hina efnilegu Bríeti Fjólu. „Hvað getur þú sagt um Bríeti Fjólu. Ung stelpa en manni líður eins og allir í fótboltaheiminum viti núna hver hún er þrátt fyrir að hún sé bara fimmtán ára,“ sagði Baldur. „Hún er náttúrulega fimmtán ára síðan í janúar. Hún hefur mikla hæfileika og allt það. Það er það sem bæði hún og fjölskylda hennar vita að það verður alltaf talað um hana. Hún gerir sér alveg grein fyrir því,“ sagði Jóhann Kristinn. Hún á bara eftir að gera allt „Við erum ekkert að reyna að passa upp á það að það verði ekki talað um hana. Hún á bara eftir að gera allt. Hún á eftir að stinga sér alveg út í djúpu laugina fyrir allan peninginn,“ sagði Jóhann. „Það er okkar vinna hér að þessi skref hennar séu ekki of stór og að þau séu ekki vanhugsuð. Að það sé einhver pæling í því sem við erum að gera,“ sagði Jóhann. „Málið er bara að hún fer yfir allar hindranir og það er ekkert sem stoppar ennþá. Það lítur bara vel út með hana. Hún hefur hæfileika til að fara eins langt og hún vill í þessu,“ sagði Jóhann. Hún sjálf er langmest á jörðinni „Hún sjálf er langmest á jörðinni yfir þessu öllu saman. Það hreyfir ekkert við henni, bara heldur sínu striki og gerir það sem hún á að gera og henni er sagt að gera,“ sagði Jóhann. „Ekkert vesen. Hún er mjög skemmtilegur karakter hvað það varðar,“ sagði Jóhann en það má sjá þetta brot úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: LUÍH: Það verður alltaf talað um hana
Lengsta undirbúningstímabil í heimi Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira