Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2025 08:00 Rory McIlroy sést hér kominn í græna jakkann en til hliðar má sjá hann í þessu skemmtilega viðtali fyrir svo mörgum árum síðan. Getty/Harry How/Skjámynd/BBC Stórskemmtileg gömul viðtöl við Mastersmeistarann Rory McIlroy segja mikið til um á hvernig vegferð þessi stórbrotni kylfingur hefur verið á. Ellefu ára bið McIlroy eftir risatitli lauk um helgina því norður-írski kylfingurinn náði að klára alslemmu golfsins á Augusta vellinum á sunnudagskvöldið. Norður-Írinn var ekkert að ljúga þegar hann talaði um að æskudraumur sinn væri þarna að rætast. Í tilefni af sigri McIlroy á Mastersmótinu þá gróf Breska ríkisútvarpið upp gamalt viðtal við Rory þegar hann var aðeins níu ára gamall og þegar farinn að vekja athygli á golfvellinum. Það er sérstaklega gaman að sjá þetta viðtal núna þegar Rory er búinn að tryggja sér sæti í fámennum hópi þeirra sem hafa unnið öll fjögur risamótin. View this post on Instagram A post shared by BBC Northern Ireland (@bbcni) McIlroy var þarna nýkominn heim til Norður-Írlands frá Miami í Bandaríkjunum þar sem hann varð heimsmeistari tíu ára og yngri. Þjálfari hans sagði frá því að hann æfði sig á hverjum degi og markmiðin voru skýr þegar rætt var við strákinn sjálfan. „Ég ætla að verða atvinnumaður og vinna öll risamótin,“ sagði Rory kokhraustur. Viðtalið og fréttina má sjá hér fyrir ofan en fyrir neðan má sjá þegar strákurinn kominn í sjónvarpsþátt. Þar frétti þáttarstjórnandi af því að strákurinn væri að æfa sig heima hjá sér með því að vippa í þvottavél móður sinnar. Hann lét Rory leika það eftir fyrir myndavélarnar sem og hann gerði. Það má sjá það myndband líka hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports) Golf Masters-mótið Tengdar fréttir Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy er alveg tilbúinn að mæta í nýja græna jakkanum sínum á leik hjá Manchester United á næstunni ef það myndi veita uppáhaldsfótboltaliði hans innblástur. 14. apríl 2025 14:00 Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy tryggði sér sigur í Mastersmótinu í golfi í gærkvöldi eftir dramatískan sigur í umspili. 14. apríl 2025 11:33 Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Rory McIlroy viðurkenndi að hann var farinn að hugsa um það hvort að það kæmi kannski aldrei að honum eftir að hafa beðið í ellefu ár eftir að fullkomna alslemmu golfsins. Í gærkvöldi komst hann loksins í græna jakkann eftirsótta og hefur því unnið öll risamótin á ferli sínum. 14. apríl 2025 08:46 Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Rory McIlroy getur loksins kallað sig Mastersmeistara eftir dramatískan sigur hans á Mastersmótinu í golfi í gærkvöldi. 14. apríl 2025 06:45 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ellefu ára bið McIlroy eftir risatitli lauk um helgina því norður-írski kylfingurinn náði að klára alslemmu golfsins á Augusta vellinum á sunnudagskvöldið. Norður-Írinn var ekkert að ljúga þegar hann talaði um að æskudraumur sinn væri þarna að rætast. Í tilefni af sigri McIlroy á Mastersmótinu þá gróf Breska ríkisútvarpið upp gamalt viðtal við Rory þegar hann var aðeins níu ára gamall og þegar farinn að vekja athygli á golfvellinum. Það er sérstaklega gaman að sjá þetta viðtal núna þegar Rory er búinn að tryggja sér sæti í fámennum hópi þeirra sem hafa unnið öll fjögur risamótin. View this post on Instagram A post shared by BBC Northern Ireland (@bbcni) McIlroy var þarna nýkominn heim til Norður-Írlands frá Miami í Bandaríkjunum þar sem hann varð heimsmeistari tíu ára og yngri. Þjálfari hans sagði frá því að hann æfði sig á hverjum degi og markmiðin voru skýr þegar rætt var við strákinn sjálfan. „Ég ætla að verða atvinnumaður og vinna öll risamótin,“ sagði Rory kokhraustur. Viðtalið og fréttina má sjá hér fyrir ofan en fyrir neðan má sjá þegar strákurinn kominn í sjónvarpsþátt. Þar frétti þáttarstjórnandi af því að strákurinn væri að æfa sig heima hjá sér með því að vippa í þvottavél móður sinnar. Hann lét Rory leika það eftir fyrir myndavélarnar sem og hann gerði. Það má sjá það myndband líka hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports)
Golf Masters-mótið Tengdar fréttir Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy er alveg tilbúinn að mæta í nýja græna jakkanum sínum á leik hjá Manchester United á næstunni ef það myndi veita uppáhaldsfótboltaliði hans innblástur. 14. apríl 2025 14:00 Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy tryggði sér sigur í Mastersmótinu í golfi í gærkvöldi eftir dramatískan sigur í umspili. 14. apríl 2025 11:33 Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Rory McIlroy viðurkenndi að hann var farinn að hugsa um það hvort að það kæmi kannski aldrei að honum eftir að hafa beðið í ellefu ár eftir að fullkomna alslemmu golfsins. Í gærkvöldi komst hann loksins í græna jakkann eftirsótta og hefur því unnið öll risamótin á ferli sínum. 14. apríl 2025 08:46 Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Rory McIlroy getur loksins kallað sig Mastersmeistara eftir dramatískan sigur hans á Mastersmótinu í golfi í gærkvöldi. 14. apríl 2025 06:45 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy er alveg tilbúinn að mæta í nýja græna jakkanum sínum á leik hjá Manchester United á næstunni ef það myndi veita uppáhaldsfótboltaliði hans innblástur. 14. apríl 2025 14:00
Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy tryggði sér sigur í Mastersmótinu í golfi í gærkvöldi eftir dramatískan sigur í umspili. 14. apríl 2025 11:33
Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Rory McIlroy viðurkenndi að hann var farinn að hugsa um það hvort að það kæmi kannski aldrei að honum eftir að hafa beðið í ellefu ár eftir að fullkomna alslemmu golfsins. Í gærkvöldi komst hann loksins í græna jakkann eftirsótta og hefur því unnið öll risamótin á ferli sínum. 14. apríl 2025 08:46
Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Rory McIlroy getur loksins kallað sig Mastersmeistara eftir dramatískan sigur hans á Mastersmótinu í golfi í gærkvöldi. 14. apríl 2025 06:45