„Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. apríl 2025 17:37 Helgi Gunnlaugsson er afbrotafræðingur. Vísir/Arnar Afbrotafræðingur segir refsihörku Íslendinga fara minnkandi samkvæmt rannsókn um viðhorf Íslendinga til refsinga og dóma. Íslendingar sækist frekar eftir endurhæfingu afbrotafólks í stað refsingar. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði og afbrotafræði við Háskóla Íslands, sagði frá nýrri rannsókn sinni um viðhorf Íslendinga til refsingu og dóma. „Þetta er norrænt verkefni sem kannar afstöðu almennings og dómara til afbrota og refsinga til að athuga hvort að það sé munur þar á milli,“ segir Helgi í viðtali í Reykjavík síðdegis. Rannsóknin fer fram á öllum Norðurlöndunum en sambærileg rannsókn var gerð á árunum 2010 til 2015. „Niðurstaða sem hefur komið fram í nýja verkefninu er að það eru ekki alveg jafn margir í dag sem telja refsingar of vægar líkt og 2010 til 2012 þegar sambærileg könnun var gerð,“ segir Helgi. „Það er ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var á þeim tíma.“ Vanmeta refsingu dómara Rannsóknin er enn í gangi og hefur verið framkvæmd spurningakönnun meðal almennings, rýnihópur fyrir fólk á aldrinum átján til 24 ára og hittist hópur íslenskra dómara sem fór yfir mál og ákvað hvernig dæmt yrði í málunum. Að sögn Helga hefur almenningur þá tilhneigingu að vanmeta hvernig dómarar dæma í málum og telji refsingarnar ekki nógu harðar. „Það er í gangi eins konar vanmat á refsingu dómara,“ segir Helgi. „Ef við skoðum ofbeldismálin sérstaklega, þar kemur það skýrt fram að almenningur telur dómstóla allt of væga. Þegar er almenningur er spurður um þetta þá kemur raunverulega ljós að þegar spurt er um refsingar er verið að hugsa um ákveðin brot, fyrst og fremst kynferðisbrot,“ segir Helgi. Íslendingar eru hins vegar flestir sammála um að refsing afbrotafólks eigi ekki að vera hefnd heldur endurhæfing. „Þá kemur fram að það er ekki bara að refsa viðkomandi eða senda skilaboð eða hefna fyrir heldur endurhæfing. Það er endurhæfingarsjónarmiðið sem er lang algengast að menn nefni það sem höfuðmarkmið refsingar hér hjá okkur,“ segir Helgi. Ekki mikill munur á milli þjóða Niðurstöður á Íslandi í fyrri rannsókninni voru þá á pari við niðurstöðurnar í hinum Norðurlöndunum. „Þær vísbendingar sem ég hef fengið frá kollegum mínum á Norðurlöndunum að það er það sama að gerast þar. Almenningur telur refsingar of vægar og þegar þeir eru spurðir hvort þær séu almennt of vægar eða þeir séu að hugsa um tiltekin brot, þá eru þeir að hugsa um tiltekin brot. Það eru ofbeldisbrotin sem fólk er að hugsa fyrst og fremst um,“ segir Helgi. Íslendingarnir eru ekki með afgerandi skoðanir miðað við hin löndin. „Við erum mjög lík Norðurlandaþjóðirnar. Við sáum ekki mikinn mun á milli þjóðanna. Við sáum að Svíarnir eru heldur harðari og Danirnir heldur mýkri. Við á Íslandi vorum svona mitt á milli.“ Helgi fer á fund með rannsakendum á Norðurlöndunum í maí þar sem fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar koma í ljós. Vísindi Reykjavík síðdegis Fangelsismál Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fleiri fréttir Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Sjá meira
Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði og afbrotafræði við Háskóla Íslands, sagði frá nýrri rannsókn sinni um viðhorf Íslendinga til refsingu og dóma. „Þetta er norrænt verkefni sem kannar afstöðu almennings og dómara til afbrota og refsinga til að athuga hvort að það sé munur þar á milli,“ segir Helgi í viðtali í Reykjavík síðdegis. Rannsóknin fer fram á öllum Norðurlöndunum en sambærileg rannsókn var gerð á árunum 2010 til 2015. „Niðurstaða sem hefur komið fram í nýja verkefninu er að það eru ekki alveg jafn margir í dag sem telja refsingar of vægar líkt og 2010 til 2012 þegar sambærileg könnun var gerð,“ segir Helgi. „Það er ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var á þeim tíma.“ Vanmeta refsingu dómara Rannsóknin er enn í gangi og hefur verið framkvæmd spurningakönnun meðal almennings, rýnihópur fyrir fólk á aldrinum átján til 24 ára og hittist hópur íslenskra dómara sem fór yfir mál og ákvað hvernig dæmt yrði í málunum. Að sögn Helga hefur almenningur þá tilhneigingu að vanmeta hvernig dómarar dæma í málum og telji refsingarnar ekki nógu harðar. „Það er í gangi eins konar vanmat á refsingu dómara,“ segir Helgi. „Ef við skoðum ofbeldismálin sérstaklega, þar kemur það skýrt fram að almenningur telur dómstóla allt of væga. Þegar er almenningur er spurður um þetta þá kemur raunverulega ljós að þegar spurt er um refsingar er verið að hugsa um ákveðin brot, fyrst og fremst kynferðisbrot,“ segir Helgi. Íslendingar eru hins vegar flestir sammála um að refsing afbrotafólks eigi ekki að vera hefnd heldur endurhæfing. „Þá kemur fram að það er ekki bara að refsa viðkomandi eða senda skilaboð eða hefna fyrir heldur endurhæfing. Það er endurhæfingarsjónarmiðið sem er lang algengast að menn nefni það sem höfuðmarkmið refsingar hér hjá okkur,“ segir Helgi. Ekki mikill munur á milli þjóða Niðurstöður á Íslandi í fyrri rannsókninni voru þá á pari við niðurstöðurnar í hinum Norðurlöndunum. „Þær vísbendingar sem ég hef fengið frá kollegum mínum á Norðurlöndunum að það er það sama að gerast þar. Almenningur telur refsingar of vægar og þegar þeir eru spurðir hvort þær séu almennt of vægar eða þeir séu að hugsa um tiltekin brot, þá eru þeir að hugsa um tiltekin brot. Það eru ofbeldisbrotin sem fólk er að hugsa fyrst og fremst um,“ segir Helgi. Íslendingarnir eru ekki með afgerandi skoðanir miðað við hin löndin. „Við erum mjög lík Norðurlandaþjóðirnar. Við sáum ekki mikinn mun á milli þjóðanna. Við sáum að Svíarnir eru heldur harðari og Danirnir heldur mýkri. Við á Íslandi vorum svona mitt á milli.“ Helgi fer á fund með rannsakendum á Norðurlöndunum í maí þar sem fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar koma í ljós.
Vísindi Reykjavík síðdegis Fangelsismál Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fleiri fréttir Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Sjá meira