„Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. apríl 2025 17:37 Helgi Gunnlaugsson er afbrotafræðingur. Vísir/Arnar Afbrotafræðingur segir refsihörku Íslendinga fara minnkandi samkvæmt rannsókn um viðhorf Íslendinga til refsinga og dóma. Íslendingar sækist frekar eftir endurhæfingu afbrotafólks í stað refsingar. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði og afbrotafræði við Háskóla Íslands, sagði frá nýrri rannsókn sinni um viðhorf Íslendinga til refsingu og dóma. „Þetta er norrænt verkefni sem kannar afstöðu almennings og dómara til afbrota og refsinga til að athuga hvort að það sé munur þar á milli,“ segir Helgi í viðtali í Reykjavík síðdegis. Rannsóknin fer fram á öllum Norðurlöndunum en sambærileg rannsókn var gerð á árunum 2010 til 2015. „Niðurstaða sem hefur komið fram í nýja verkefninu er að það eru ekki alveg jafn margir í dag sem telja refsingar of vægar líkt og 2010 til 2012 þegar sambærileg könnun var gerð,“ segir Helgi. „Það er ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var á þeim tíma.“ Vanmeta refsingu dómara Rannsóknin er enn í gangi og hefur verið framkvæmd spurningakönnun meðal almennings, rýnihópur fyrir fólk á aldrinum átján til 24 ára og hittist hópur íslenskra dómara sem fór yfir mál og ákvað hvernig dæmt yrði í málunum. Að sögn Helga hefur almenningur þá tilhneigingu að vanmeta hvernig dómarar dæma í málum og telji refsingarnar ekki nógu harðar. „Það er í gangi eins konar vanmat á refsingu dómara,“ segir Helgi. „Ef við skoðum ofbeldismálin sérstaklega, þar kemur það skýrt fram að almenningur telur dómstóla allt of væga. Þegar er almenningur er spurður um þetta þá kemur raunverulega ljós að þegar spurt er um refsingar er verið að hugsa um ákveðin brot, fyrst og fremst kynferðisbrot,“ segir Helgi. Íslendingar eru hins vegar flestir sammála um að refsing afbrotafólks eigi ekki að vera hefnd heldur endurhæfing. „Þá kemur fram að það er ekki bara að refsa viðkomandi eða senda skilaboð eða hefna fyrir heldur endurhæfing. Það er endurhæfingarsjónarmiðið sem er lang algengast að menn nefni það sem höfuðmarkmið refsingar hér hjá okkur,“ segir Helgi. Ekki mikill munur á milli þjóða Niðurstöður á Íslandi í fyrri rannsókninni voru þá á pari við niðurstöðurnar í hinum Norðurlöndunum. „Þær vísbendingar sem ég hef fengið frá kollegum mínum á Norðurlöndunum að það er það sama að gerast þar. Almenningur telur refsingar of vægar og þegar þeir eru spurðir hvort þær séu almennt of vægar eða þeir séu að hugsa um tiltekin brot, þá eru þeir að hugsa um tiltekin brot. Það eru ofbeldisbrotin sem fólk er að hugsa fyrst og fremst um,“ segir Helgi. Íslendingarnir eru ekki með afgerandi skoðanir miðað við hin löndin. „Við erum mjög lík Norðurlandaþjóðirnar. Við sáum ekki mikinn mun á milli þjóðanna. Við sáum að Svíarnir eru heldur harðari og Danirnir heldur mýkri. Við á Íslandi vorum svona mitt á milli.“ Helgi fer á fund með rannsakendum á Norðurlöndunum í maí þar sem fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar koma í ljós. Vísindi Reykjavík síðdegis Fangelsismál Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Sjá meira
Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði og afbrotafræði við Háskóla Íslands, sagði frá nýrri rannsókn sinni um viðhorf Íslendinga til refsingu og dóma. „Þetta er norrænt verkefni sem kannar afstöðu almennings og dómara til afbrota og refsinga til að athuga hvort að það sé munur þar á milli,“ segir Helgi í viðtali í Reykjavík síðdegis. Rannsóknin fer fram á öllum Norðurlöndunum en sambærileg rannsókn var gerð á árunum 2010 til 2015. „Niðurstaða sem hefur komið fram í nýja verkefninu er að það eru ekki alveg jafn margir í dag sem telja refsingar of vægar líkt og 2010 til 2012 þegar sambærileg könnun var gerð,“ segir Helgi. „Það er ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var á þeim tíma.“ Vanmeta refsingu dómara Rannsóknin er enn í gangi og hefur verið framkvæmd spurningakönnun meðal almennings, rýnihópur fyrir fólk á aldrinum átján til 24 ára og hittist hópur íslenskra dómara sem fór yfir mál og ákvað hvernig dæmt yrði í málunum. Að sögn Helga hefur almenningur þá tilhneigingu að vanmeta hvernig dómarar dæma í málum og telji refsingarnar ekki nógu harðar. „Það er í gangi eins konar vanmat á refsingu dómara,“ segir Helgi. „Ef við skoðum ofbeldismálin sérstaklega, þar kemur það skýrt fram að almenningur telur dómstóla allt of væga. Þegar er almenningur er spurður um þetta þá kemur raunverulega ljós að þegar spurt er um refsingar er verið að hugsa um ákveðin brot, fyrst og fremst kynferðisbrot,“ segir Helgi. Íslendingar eru hins vegar flestir sammála um að refsing afbrotafólks eigi ekki að vera hefnd heldur endurhæfing. „Þá kemur fram að það er ekki bara að refsa viðkomandi eða senda skilaboð eða hefna fyrir heldur endurhæfing. Það er endurhæfingarsjónarmiðið sem er lang algengast að menn nefni það sem höfuðmarkmið refsingar hér hjá okkur,“ segir Helgi. Ekki mikill munur á milli þjóða Niðurstöður á Íslandi í fyrri rannsókninni voru þá á pari við niðurstöðurnar í hinum Norðurlöndunum. „Þær vísbendingar sem ég hef fengið frá kollegum mínum á Norðurlöndunum að það er það sama að gerast þar. Almenningur telur refsingar of vægar og þegar þeir eru spurðir hvort þær séu almennt of vægar eða þeir séu að hugsa um tiltekin brot, þá eru þeir að hugsa um tiltekin brot. Það eru ofbeldisbrotin sem fólk er að hugsa fyrst og fremst um,“ segir Helgi. Íslendingarnir eru ekki með afgerandi skoðanir miðað við hin löndin. „Við erum mjög lík Norðurlandaþjóðirnar. Við sáum ekki mikinn mun á milli þjóðanna. Við sáum að Svíarnir eru heldur harðari og Danirnir heldur mýkri. Við á Íslandi vorum svona mitt á milli.“ Helgi fer á fund með rannsakendum á Norðurlöndunum í maí þar sem fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar koma í ljós.
Vísindi Reykjavík síðdegis Fangelsismál Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Sjá meira