Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. apríl 2025 14:04 Hér er dreifarinn frá Fögrusteinum í Hrunamannahreppi, sem sér um að dreifa seyrunni á landgræðslusvæði með mjög góðum árangri. Myndin var tekin síðasta sumar. Aðsend Um þúsund tonn af seyru frá sveitarfélögum og sumarbústöðum í uppsveitum Árnessýslu er nýtt til uppgræðslustarfa með góðum árangri. Á sama tíma er fólk hvatt til að henda alls ekki blauttuskum, tannþráðum eða munnpúðum í salerni. Seyruverkefnið svokallaða er rekið undir byggðasamlaginu Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita á Laugarvatni, sem sér um að halda utan um verkefnið, sem felst í móttöku á seyru, annast hreinsun á rotþróm og sjá um rekstur verkefnisins frá A til Ö. Sveitarfélögin, sem taka þátt eru Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Auk þess tekur Landgræðslan og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands þátt í verkefninu. Nanna Jónsdóttir skrifstofustjóri Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita heldur utan um seyruverkefnið og veit allt um það. „Við sem sagt sjáum um annars vegar hreinsun á rotþróm. Við erum að taka sumarhúsa rotþrær á fimm ára fresti og heimili og aðrar þrær á þriggja ára fresti. Við förum svo með efnið, sem sagt úr þrónum upp á Flúðir þar sem við erum með vinnslustöð og þar er seyran kölkuð,” segir Nanna. Eftir það er henni safnað saman í sérstakan dreifarabíl, sem fer með afurðina á afrétt í sérstaka landgræðslugirðingu þar sem seyrunni er dreift og hún nýtt til uppgræðslu með góðum árangri. Nanna Jónsdóttir, skrifstofustjóri Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita, sem heldur utan um seyruverkefnið af mikilli röggsemi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er þetta að virka vel til uppgræðslu, kúkur og piss og allt það eða hvað? „Heyrðu, þetta er að koma það vel út og okkur vantar nýtt svæði til að dreifa á og já, þetta er að skila mjög góðum árangri,” segir Nanna. En það eru alltaf einhver vandamál, sem fylgja verkefnum eins og seyruverkefninu því margir virðast nota klósettin sín, sem ruslatunnu. „Já, við þurfum alveg að fara í átak þar sameiginlega á landsvísu. Það er allt of mikið um blauttuskur til dæmis og tannþráð, fólk er að setja það og síðan eru það þessir púðar, sem er verið að nota. Þetta eru hlutir, sem mega alls ekki fara ofan í salerni,” segir Nanna, „Seyrustjóri“ uppsveita Árnessýslu. Bíll á Seyrustöðum á Flúðum þar sem móttakan á seyru er.Aðsend Hér má m.a. sjá upplýsingar um verkefnið Bláskógabyggð Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Seyruverkefnið svokallaða er rekið undir byggðasamlaginu Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita á Laugarvatni, sem sér um að halda utan um verkefnið, sem felst í móttöku á seyru, annast hreinsun á rotþróm og sjá um rekstur verkefnisins frá A til Ö. Sveitarfélögin, sem taka þátt eru Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Auk þess tekur Landgræðslan og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands þátt í verkefninu. Nanna Jónsdóttir skrifstofustjóri Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita heldur utan um seyruverkefnið og veit allt um það. „Við sem sagt sjáum um annars vegar hreinsun á rotþróm. Við erum að taka sumarhúsa rotþrær á fimm ára fresti og heimili og aðrar þrær á þriggja ára fresti. Við förum svo með efnið, sem sagt úr þrónum upp á Flúðir þar sem við erum með vinnslustöð og þar er seyran kölkuð,” segir Nanna. Eftir það er henni safnað saman í sérstakan dreifarabíl, sem fer með afurðina á afrétt í sérstaka landgræðslugirðingu þar sem seyrunni er dreift og hún nýtt til uppgræðslu með góðum árangri. Nanna Jónsdóttir, skrifstofustjóri Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita, sem heldur utan um seyruverkefnið af mikilli röggsemi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er þetta að virka vel til uppgræðslu, kúkur og piss og allt það eða hvað? „Heyrðu, þetta er að koma það vel út og okkur vantar nýtt svæði til að dreifa á og já, þetta er að skila mjög góðum árangri,” segir Nanna. En það eru alltaf einhver vandamál, sem fylgja verkefnum eins og seyruverkefninu því margir virðast nota klósettin sín, sem ruslatunnu. „Já, við þurfum alveg að fara í átak þar sameiginlega á landsvísu. Það er allt of mikið um blauttuskur til dæmis og tannþráð, fólk er að setja það og síðan eru það þessir púðar, sem er verið að nota. Þetta eru hlutir, sem mega alls ekki fara ofan í salerni,” segir Nanna, „Seyrustjóri“ uppsveita Árnessýslu. Bíll á Seyrustöðum á Flúðum þar sem móttakan á seyru er.Aðsend Hér má m.a. sjá upplýsingar um verkefnið
Bláskógabyggð Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira