Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. apríl 2025 20:30 Benedikt Gíslason bankastjóri Arionbanki Skattar, gjöld og tekjur ríkisins af íslenskum bönkum námu rúmum sautján hundruð milljörðum á síðustu fimmtán árum. Það samsvarar kostnaði við um átta nýja Landspítala. Formaður samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu telur tilefni til að létta á álögum ríkisins, sem að miklu leyti lendi á almenningi. Árið 2010 voru settir á sértækir bankaskattar sem meðal annars höfðu það að markmiði að endurheimta þann kostnað sem féll á ríkið í hruninu 2008. Samkvæmt nýlegri samantekt Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu sem kynnt var í vikunni hefur ríkinu þegar tekist að endurheimta þann kostnað og gott betur. „Í rauninni eru bara sértækir skattar, frá því að ríkið endurheimti allan þennan kostnað 2016 tæplega 200 milljarðar, 190 milljarðar. Fyrir utan auðvitað stórt skattspor þessa geira, hann er með nokkur þúsund starfsmenn í vinnu og er að borga tekjuskatta af sinni starfsemi,“ segir Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka og formaður SFF. Þá nema heildartekjur ríkisins af hlut hins opinbera í bönkum, og sérstakir og almennir bankaskattar frá 2010, ríflega sautján hundruð milljörðum samkvæmt samantekt SFF sem byggir á ýmsum gögnum. Það er nemur rúmlega fjárlögum ríkisins allt þetta ár, eða sem jafngildir kostnaði við átta nýja Landspítala. „Við viljum benda á að það er kannski tækifæri til að fara að létta á þessum álögum því að einhver borgar þessa skatta. Annað hvort eru það hlutahafarnir eða viðskiptavinir og okkur sýnist að báðir aðilar séu að borga þessa skatta. Og þá má ekki gleyma því að hluthafarnir eru að þremur fjórðu hlutum til almenningur í landinu,“ segir Benedikt. Þá bendir Benedikt á að mikið fjármagn sé bundið í íslensku bönkunum í erlendum samanburði. „Bara þrír kerfislega mikilvægu bankarnir eru með 760 milljarða af eigið fé bundið í sína starfsemi. Sem er annað Íslandsálag, það er töluvert meira eigið fé bundið í þessari starfsemi á Íslandi heldur en í nágrannalöndunum.“ Fjármálafyrirtæki Skattar og tollar Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Árið 2010 voru settir á sértækir bankaskattar sem meðal annars höfðu það að markmiði að endurheimta þann kostnað sem féll á ríkið í hruninu 2008. Samkvæmt nýlegri samantekt Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu sem kynnt var í vikunni hefur ríkinu þegar tekist að endurheimta þann kostnað og gott betur. „Í rauninni eru bara sértækir skattar, frá því að ríkið endurheimti allan þennan kostnað 2016 tæplega 200 milljarðar, 190 milljarðar. Fyrir utan auðvitað stórt skattspor þessa geira, hann er með nokkur þúsund starfsmenn í vinnu og er að borga tekjuskatta af sinni starfsemi,“ segir Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka og formaður SFF. Þá nema heildartekjur ríkisins af hlut hins opinbera í bönkum, og sérstakir og almennir bankaskattar frá 2010, ríflega sautján hundruð milljörðum samkvæmt samantekt SFF sem byggir á ýmsum gögnum. Það er nemur rúmlega fjárlögum ríkisins allt þetta ár, eða sem jafngildir kostnaði við átta nýja Landspítala. „Við viljum benda á að það er kannski tækifæri til að fara að létta á þessum álögum því að einhver borgar þessa skatta. Annað hvort eru það hlutahafarnir eða viðskiptavinir og okkur sýnist að báðir aðilar séu að borga þessa skatta. Og þá má ekki gleyma því að hluthafarnir eru að þremur fjórðu hlutum til almenningur í landinu,“ segir Benedikt. Þá bendir Benedikt á að mikið fjármagn sé bundið í íslensku bönkunum í erlendum samanburði. „Bara þrír kerfislega mikilvægu bankarnir eru með 760 milljarða af eigið fé bundið í sína starfsemi. Sem er annað Íslandsálag, það er töluvert meira eigið fé bundið í þessari starfsemi á Íslandi heldur en í nágrannalöndunum.“
Fjármálafyrirtæki Skattar og tollar Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira