Hagnaður Arctica hækkaði í nærri 400 milljónir eftir kröftugan tekjuvöxt í fyrra

Þóknanatekjur Arctica Finance jukust um nærri fjórðung á liðnu ári, sem einkenndist af sveiflukenndu árferði á verðbréfamörkuðum, og hafa þær aldrei verið meiri. Kröftugur tekjuvöxtur verðbréfafyrirtækisins, sem hefur meðal annars verið ráðgjafi við fjármögnun og skráningu Oculis í Kauphöllina, skilaði sér í tæplega 400 milljóna hagnaði.
Tengdar fréttir

Arctic Therapeutics sækir fjóra milljarða frá innlendum og erlendum fjárfestum
Íslenska erfða- og líftæknifyrirtækið Arctic Therapeutics hefur klárað jafnvirði um fjögurra milljarða króna hlutafjáraukningu frá breiðum hópi innlendra og erlendra fjárfesta, meðal annars fjárfestingafélagi Samherja-fjölskyldunnar og norrænu rannsóknarsamsteypunni Sanos Group. Fjármögnunin mun tryggja að félagið geti hafið klínískar rannsóknir á lyfjum við heilabilun og húðbólgusjúkdómum.

Stækkuðu útboð Oculis um helming vegna eftirspurnar erlendra sjóða
Áhugi sérhæfðra erlendra fjárfestingarsjóða á að fá úthlutað meira magni af bréfum í sinn hlut í hlutafjáraukningu Oculis þýddi að útboðið var stækkað talsvert frá því sem upphaflega var ráðgert þegar líftæknifélagið kláraði jafnvirði um fjórtán milljarða fjármögnun. Erlendir fjárfestar lögðu til rétt ríflega helminginn af þeim fjármunum sem Oculis sótti sér en andvirði þess verður meðal annars nýtt til að hraða klínískri þróun á mögulega byltingarkenndu lyfi sem fékk afar jákvæðar niðurstöður úr rannsóknum í byrjun ársins.