Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2025 21:47 Heiða á von á því að nýr samningur um eftirlitsmyndavélakerfið í miðborginni verði kláraður í vor. Vísir/Einar Borgarstjóri segir brýnt að nýr samningur um rekstur eftirlitsmyndavéla í miðborg verði undirritaður sem fyrst og á von á að málið verði afgreitt í síðasta lagi í maí. Borgin og lögregla hafa óskað eftir aðkomu dómsmálaráðuneytisins að málinu. Greint var frá því á RÚV í vikunni að eftirlitsmyndavélakerfi miðborgarinnar hefði verið í ólestri og að fjórðungur þeirra hefði ekki verið virkur. Kom fram að þetta væri afleiðing þess að meirihlutinn í borginni ákvað að endurnýja ekki samning um rekstur myndavélanna vegna áhyggna af persónuverndarmálum. Borgin, neyðarlínan, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóri hafa komið að rekstrinum. Óljóst hvert hlutverk borgarinnar verður Borgarstjóri sagði á þriðjudag að hún hefði ekki vitað að enginn samningur væri í gildi. Hún fundaði á föstudagsmorgun með Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra, þar sem myndavélakerfið var meðal annars rætt. „Halla Bergþóra ætlar að taka málið áfram, ræða við dómsmálaráðherra og boða svo til fundar. Það er allt á hreinu varðandi Reykjavíkurborg í þessu, við vorum búin að skila af okkur. Það þarf bara að klára málið,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Enn á eftir að koma í ljóst hvert hluverk borgarinnar verður í framhaldinu. Í fyrri samningi var það hlutverk borgarinnar að kaupa myndavélarnar og setja þær upp. „Það var neyðarlínan sem rak þær og lögreglan sem síðan hafði aðgang að þeim því þetta er efni sem á ekkert erindi nema í rannsóknarlegum tilgangi. Við þurfum að koma okkur saman um það núna en á meðan höfum við verið að halda þessum vélum við og höfum gert það í fyrra og erum að klára að gera við þær sem við fengum meldingu um að væru ekki í lagi.“ Býst við að málið verði afgreitt í vor Í miðborginni eru 54 eftirlitsmyndavélar og að sögn lögreglu ekki nærri því nógu margar. Ítrekað þarf lögregla að reiða sig á eftirlitsmyndavélar í eigu fyrirtækja við rannsókn mála. Heiða segir mikilvægt að myndavélar hins opinbera séu í lagi. „Þetta er auðvitað alltaf einhver millileið sem þarf að fara því við viljum ekki að íbúarnir upplifi eins og þeir séu undir stöðugu eftirliti stóra bróður. Þarna er lína og þess vegna fannst okkur þessi persónuverndarvinkill mjög mikilvægur. Að fólk viti hvar það er um það bil í mynd, að þegar þú ert í miðbænum þá er myndbandseftirlit og myndirnar séu geymdar ákveðið lengi,“ segir Heiða. Hvenær heldurðu að nýr samningur muni liggja fyrir? „Við Halla vorum sammála um það að þetta er í raun ekki flókið. Við þurfum að fá dómsmálaráðuneytið að borðinu og mér skilst að það sé viljugt. Hún mun svo bara kalla okkur saman og ég á ekki von á að þetta taki langan tíma. Apríl, maí í síðasta lagi.“ Reykjavík Lögreglan Borgarstjórn Tengdar fréttir Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir eftirlitsmyndavélar í miðborginni geta reynst mikilvæg gögn þegar brot eigi sér stað á götum úti. Hún bindur vonir við samtal milli borgar og lögreglu um eftirlitsmyndavélar í miðborginni. 8. apríl 2025 11:36 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Sjá meira
Greint var frá því á RÚV í vikunni að eftirlitsmyndavélakerfi miðborgarinnar hefði verið í ólestri og að fjórðungur þeirra hefði ekki verið virkur. Kom fram að þetta væri afleiðing þess að meirihlutinn í borginni ákvað að endurnýja ekki samning um rekstur myndavélanna vegna áhyggna af persónuverndarmálum. Borgin, neyðarlínan, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóri hafa komið að rekstrinum. Óljóst hvert hlutverk borgarinnar verður Borgarstjóri sagði á þriðjudag að hún hefði ekki vitað að enginn samningur væri í gildi. Hún fundaði á föstudagsmorgun með Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra, þar sem myndavélakerfið var meðal annars rætt. „Halla Bergþóra ætlar að taka málið áfram, ræða við dómsmálaráðherra og boða svo til fundar. Það er allt á hreinu varðandi Reykjavíkurborg í þessu, við vorum búin að skila af okkur. Það þarf bara að klára málið,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Enn á eftir að koma í ljóst hvert hluverk borgarinnar verður í framhaldinu. Í fyrri samningi var það hlutverk borgarinnar að kaupa myndavélarnar og setja þær upp. „Það var neyðarlínan sem rak þær og lögreglan sem síðan hafði aðgang að þeim því þetta er efni sem á ekkert erindi nema í rannsóknarlegum tilgangi. Við þurfum að koma okkur saman um það núna en á meðan höfum við verið að halda þessum vélum við og höfum gert það í fyrra og erum að klára að gera við þær sem við fengum meldingu um að væru ekki í lagi.“ Býst við að málið verði afgreitt í vor Í miðborginni eru 54 eftirlitsmyndavélar og að sögn lögreglu ekki nærri því nógu margar. Ítrekað þarf lögregla að reiða sig á eftirlitsmyndavélar í eigu fyrirtækja við rannsókn mála. Heiða segir mikilvægt að myndavélar hins opinbera séu í lagi. „Þetta er auðvitað alltaf einhver millileið sem þarf að fara því við viljum ekki að íbúarnir upplifi eins og þeir séu undir stöðugu eftirliti stóra bróður. Þarna er lína og þess vegna fannst okkur þessi persónuverndarvinkill mjög mikilvægur. Að fólk viti hvar það er um það bil í mynd, að þegar þú ert í miðbænum þá er myndbandseftirlit og myndirnar séu geymdar ákveðið lengi,“ segir Heiða. Hvenær heldurðu að nýr samningur muni liggja fyrir? „Við Halla vorum sammála um það að þetta er í raun ekki flókið. Við þurfum að fá dómsmálaráðuneytið að borðinu og mér skilst að það sé viljugt. Hún mun svo bara kalla okkur saman og ég á ekki von á að þetta taki langan tíma. Apríl, maí í síðasta lagi.“
Reykjavík Lögreglan Borgarstjórn Tengdar fréttir Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir eftirlitsmyndavélar í miðborginni geta reynst mikilvæg gögn þegar brot eigi sér stað á götum úti. Hún bindur vonir við samtal milli borgar og lögreglu um eftirlitsmyndavélar í miðborginni. 8. apríl 2025 11:36 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Sjá meira
Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir eftirlitsmyndavélar í miðborginni geta reynst mikilvæg gögn þegar brot eigi sér stað á götum úti. Hún bindur vonir við samtal milli borgar og lögreglu um eftirlitsmyndavélar í miðborginni. 8. apríl 2025 11:36