Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Árni Sæberg skrifar 10. apríl 2025 14:09 Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri í Kópavogi. Rekstur Kópavogsbæjar styrktist verulega árið 2024 og var afkoman sú besta í fjölda ára. Rekstrarafgangur samstæðu bæjarins var 4,5 milljarðar króna. Áhersla á traustan rekstur og fyrsta úthlutun í nýju hverfi í Vatnsendahvarfi er meginskýring niðurstöðu ársreiknings, sem lagður var fram í bæjarráði Kópavogs í morgun. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að rekstrarniðurstaða A-hluta hafi verið jákvæð um 6,5 milljarða króna fyrir fjármagnsliði og rekstrarafgangur 4,2 milljarðar króna en áætlun hafi gert ráð fyrir að afkoman yrði neikvæð um 146 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta fyrir fjármagnsliði hafi verið jákvæð um 7,4 milljarða og rekstrarafgangur samstæðunnar 4,5 milljarðar króna. Heildarskuldir og skuldbindingar hafi lækkað að raunvirði. Þá hafi skuldaviðmið lækkað í 77 prósent úr 92 prósentum og sé vel undir lögbundnu hámarki, sem er 150 prósent samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Ekki reiknað með lóðaúthlutun Lóðum í fyrsta áfanga í Vatnsendahvarfi hafi verið úthlutað árið 2024, sem skili sér inn í ársreikninginn, en samkvæmt venju sé ekki gert ráð fyrir lóðaúthlutun í fjárhagsáætlun. Í ár verði lokið við úthlutun í Vatnsendahvarfi sem muni skila sér inn í niðurstöðu ársreiknings fyrir 2025. „Rekstur Kópavogsbæjar styrkist umtalsvert milli ára sem endurspeglar ríka áherslu okkar á traustan rekstur. Afgangur af rekstri bæjarins er 4,5 milljarðar króna og afkoman því sú besta í 17 ár. Veltufé frá rekstri er 4,8 milljarðar króna sem endurspeglar það svigrúm sem reksturinn gefur til að standa undir framkvæmdum og afborgunum lána,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. Þrátt fyrir miklar fjárfestingar í leik- og grunnskólum og öðrum nauðsynlegum innviðum sveitarfélagsins séu heildarskuldir og skuldbindingar að lækka að raunvirði. Þá haldi skuldahlutfall Kópavogsbæjar áfram að lækka og sé langt undir lögbundnu skuldaviðmiði. „Kópavogsbær er stækkandi bæjarfélag og standa nú yfir úthlutanir í nýju hverfi í efri byggðum Kópavogs. Mikill áhugi er á hverfinu og var fyrsta úthlutun á árinu 2024. Við klárum úthlutanir á þessu ári. Ábyrg fjármálastjórn er forsenda þess að unnt sé að veita framúrskarandi þjónustu til bæjarbúa. Verkefnið nú sem endranær er að standa vörð um góðan rekstur þannig að áfram sé unnt að skila ábatanum til bæjarbúa í formi lægri skatta og bættrar þjónustu.“ Umfangsmiklar framkvæmdir Í tilkynningu segir að fjárfestingar og framkvæmdir í leik- og grunnskólum ásamt öðrum mannvirkjum hafi numið um 5,7 milljörðum króna. Tekjur vegna lóðaúthlutunar í Vatnsendahvarfi þýði að verulega dregur úr þörf fyrir lántöku vegna framkvæmda. Viðamesta framkvæmdin sé bygging við Barnaskóla Kársness við Skólagerði en kostnaður við hana hafi numið um 2,3 milljörðum árið 2024. Kostnaður við viðhald og framkvæmdir við aðra leik- og grunnskóla hafi numið á annan milljarð króna. Aðrar stórar fjárfestingar hafi meðal annars bygging nýs íbúðakjarna við Kleifakór þar sem kostnaður hafi verið um 300 milljónir króna. Auk þess hafi verið framkvæmdir við Kópavogsvöll og Kórinn sem nemi um 330 milljónum króna. 240 milljónum hafi verið varið í nýtt hjúkrunarheimili í Boðaþingi og 100 milljónum í húsnæði velferðarsviðs við Vallakór. Þá hafi um 600 milljónum króna berið varið í gatnagerð. Kópavogur Rekstur hins opinbera Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að rekstrarniðurstaða A-hluta hafi verið jákvæð um 6,5 milljarða króna fyrir fjármagnsliði og rekstrarafgangur 4,2 milljarðar króna en áætlun hafi gert ráð fyrir að afkoman yrði neikvæð um 146 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta fyrir fjármagnsliði hafi verið jákvæð um 7,4 milljarða og rekstrarafgangur samstæðunnar 4,5 milljarðar króna. Heildarskuldir og skuldbindingar hafi lækkað að raunvirði. Þá hafi skuldaviðmið lækkað í 77 prósent úr 92 prósentum og sé vel undir lögbundnu hámarki, sem er 150 prósent samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Ekki reiknað með lóðaúthlutun Lóðum í fyrsta áfanga í Vatnsendahvarfi hafi verið úthlutað árið 2024, sem skili sér inn í ársreikninginn, en samkvæmt venju sé ekki gert ráð fyrir lóðaúthlutun í fjárhagsáætlun. Í ár verði lokið við úthlutun í Vatnsendahvarfi sem muni skila sér inn í niðurstöðu ársreiknings fyrir 2025. „Rekstur Kópavogsbæjar styrkist umtalsvert milli ára sem endurspeglar ríka áherslu okkar á traustan rekstur. Afgangur af rekstri bæjarins er 4,5 milljarðar króna og afkoman því sú besta í 17 ár. Veltufé frá rekstri er 4,8 milljarðar króna sem endurspeglar það svigrúm sem reksturinn gefur til að standa undir framkvæmdum og afborgunum lána,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. Þrátt fyrir miklar fjárfestingar í leik- og grunnskólum og öðrum nauðsynlegum innviðum sveitarfélagsins séu heildarskuldir og skuldbindingar að lækka að raunvirði. Þá haldi skuldahlutfall Kópavogsbæjar áfram að lækka og sé langt undir lögbundnu skuldaviðmiði. „Kópavogsbær er stækkandi bæjarfélag og standa nú yfir úthlutanir í nýju hverfi í efri byggðum Kópavogs. Mikill áhugi er á hverfinu og var fyrsta úthlutun á árinu 2024. Við klárum úthlutanir á þessu ári. Ábyrg fjármálastjórn er forsenda þess að unnt sé að veita framúrskarandi þjónustu til bæjarbúa. Verkefnið nú sem endranær er að standa vörð um góðan rekstur þannig að áfram sé unnt að skila ábatanum til bæjarbúa í formi lægri skatta og bættrar þjónustu.“ Umfangsmiklar framkvæmdir Í tilkynningu segir að fjárfestingar og framkvæmdir í leik- og grunnskólum ásamt öðrum mannvirkjum hafi numið um 5,7 milljörðum króna. Tekjur vegna lóðaúthlutunar í Vatnsendahvarfi þýði að verulega dregur úr þörf fyrir lántöku vegna framkvæmda. Viðamesta framkvæmdin sé bygging við Barnaskóla Kársness við Skólagerði en kostnaður við hana hafi numið um 2,3 milljörðum árið 2024. Kostnaður við viðhald og framkvæmdir við aðra leik- og grunnskóla hafi numið á annan milljarð króna. Aðrar stórar fjárfestingar hafi meðal annars bygging nýs íbúðakjarna við Kleifakór þar sem kostnaður hafi verið um 300 milljónir króna. Auk þess hafi verið framkvæmdir við Kópavogsvöll og Kórinn sem nemi um 330 milljónum króna. 240 milljónum hafi verið varið í nýtt hjúkrunarheimili í Boðaþingi og 100 milljónum í húsnæði velferðarsviðs við Vallakór. Þá hafi um 600 milljónum króna berið varið í gatnagerð.
Kópavogur Rekstur hins opinbera Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira