Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Árni Sæberg skrifar 10. apríl 2025 14:09 Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri í Kópavogi. Rekstur Kópavogsbæjar styrktist verulega árið 2024 og var afkoman sú besta í fjölda ára. Rekstrarafgangur samstæðu bæjarins var 4,5 milljarðar króna. Áhersla á traustan rekstur og fyrsta úthlutun í nýju hverfi í Vatnsendahvarfi er meginskýring niðurstöðu ársreiknings, sem lagður var fram í bæjarráði Kópavogs í morgun. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að rekstrarniðurstaða A-hluta hafi verið jákvæð um 6,5 milljarða króna fyrir fjármagnsliði og rekstrarafgangur 4,2 milljarðar króna en áætlun hafi gert ráð fyrir að afkoman yrði neikvæð um 146 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta fyrir fjármagnsliði hafi verið jákvæð um 7,4 milljarða og rekstrarafgangur samstæðunnar 4,5 milljarðar króna. Heildarskuldir og skuldbindingar hafi lækkað að raunvirði. Þá hafi skuldaviðmið lækkað í 77 prósent úr 92 prósentum og sé vel undir lögbundnu hámarki, sem er 150 prósent samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Ekki reiknað með lóðaúthlutun Lóðum í fyrsta áfanga í Vatnsendahvarfi hafi verið úthlutað árið 2024, sem skili sér inn í ársreikninginn, en samkvæmt venju sé ekki gert ráð fyrir lóðaúthlutun í fjárhagsáætlun. Í ár verði lokið við úthlutun í Vatnsendahvarfi sem muni skila sér inn í niðurstöðu ársreiknings fyrir 2025. „Rekstur Kópavogsbæjar styrkist umtalsvert milli ára sem endurspeglar ríka áherslu okkar á traustan rekstur. Afgangur af rekstri bæjarins er 4,5 milljarðar króna og afkoman því sú besta í 17 ár. Veltufé frá rekstri er 4,8 milljarðar króna sem endurspeglar það svigrúm sem reksturinn gefur til að standa undir framkvæmdum og afborgunum lána,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. Þrátt fyrir miklar fjárfestingar í leik- og grunnskólum og öðrum nauðsynlegum innviðum sveitarfélagsins séu heildarskuldir og skuldbindingar að lækka að raunvirði. Þá haldi skuldahlutfall Kópavogsbæjar áfram að lækka og sé langt undir lögbundnu skuldaviðmiði. „Kópavogsbær er stækkandi bæjarfélag og standa nú yfir úthlutanir í nýju hverfi í efri byggðum Kópavogs. Mikill áhugi er á hverfinu og var fyrsta úthlutun á árinu 2024. Við klárum úthlutanir á þessu ári. Ábyrg fjármálastjórn er forsenda þess að unnt sé að veita framúrskarandi þjónustu til bæjarbúa. Verkefnið nú sem endranær er að standa vörð um góðan rekstur þannig að áfram sé unnt að skila ábatanum til bæjarbúa í formi lægri skatta og bættrar þjónustu.“ Umfangsmiklar framkvæmdir Í tilkynningu segir að fjárfestingar og framkvæmdir í leik- og grunnskólum ásamt öðrum mannvirkjum hafi numið um 5,7 milljörðum króna. Tekjur vegna lóðaúthlutunar í Vatnsendahvarfi þýði að verulega dregur úr þörf fyrir lántöku vegna framkvæmda. Viðamesta framkvæmdin sé bygging við Barnaskóla Kársness við Skólagerði en kostnaður við hana hafi numið um 2,3 milljörðum árið 2024. Kostnaður við viðhald og framkvæmdir við aðra leik- og grunnskóla hafi numið á annan milljarð króna. Aðrar stórar fjárfestingar hafi meðal annars bygging nýs íbúðakjarna við Kleifakór þar sem kostnaður hafi verið um 300 milljónir króna. Auk þess hafi verið framkvæmdir við Kópavogsvöll og Kórinn sem nemi um 330 milljónum króna. 240 milljónum hafi verið varið í nýtt hjúkrunarheimili í Boðaþingi og 100 milljónum í húsnæði velferðarsviðs við Vallakór. Þá hafi um 600 milljónum króna berið varið í gatnagerð. Kópavogur Rekstur hins opinbera Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að rekstrarniðurstaða A-hluta hafi verið jákvæð um 6,5 milljarða króna fyrir fjármagnsliði og rekstrarafgangur 4,2 milljarðar króna en áætlun hafi gert ráð fyrir að afkoman yrði neikvæð um 146 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta fyrir fjármagnsliði hafi verið jákvæð um 7,4 milljarða og rekstrarafgangur samstæðunnar 4,5 milljarðar króna. Heildarskuldir og skuldbindingar hafi lækkað að raunvirði. Þá hafi skuldaviðmið lækkað í 77 prósent úr 92 prósentum og sé vel undir lögbundnu hámarki, sem er 150 prósent samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Ekki reiknað með lóðaúthlutun Lóðum í fyrsta áfanga í Vatnsendahvarfi hafi verið úthlutað árið 2024, sem skili sér inn í ársreikninginn, en samkvæmt venju sé ekki gert ráð fyrir lóðaúthlutun í fjárhagsáætlun. Í ár verði lokið við úthlutun í Vatnsendahvarfi sem muni skila sér inn í niðurstöðu ársreiknings fyrir 2025. „Rekstur Kópavogsbæjar styrkist umtalsvert milli ára sem endurspeglar ríka áherslu okkar á traustan rekstur. Afgangur af rekstri bæjarins er 4,5 milljarðar króna og afkoman því sú besta í 17 ár. Veltufé frá rekstri er 4,8 milljarðar króna sem endurspeglar það svigrúm sem reksturinn gefur til að standa undir framkvæmdum og afborgunum lána,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. Þrátt fyrir miklar fjárfestingar í leik- og grunnskólum og öðrum nauðsynlegum innviðum sveitarfélagsins séu heildarskuldir og skuldbindingar að lækka að raunvirði. Þá haldi skuldahlutfall Kópavogsbæjar áfram að lækka og sé langt undir lögbundnu skuldaviðmiði. „Kópavogsbær er stækkandi bæjarfélag og standa nú yfir úthlutanir í nýju hverfi í efri byggðum Kópavogs. Mikill áhugi er á hverfinu og var fyrsta úthlutun á árinu 2024. Við klárum úthlutanir á þessu ári. Ábyrg fjármálastjórn er forsenda þess að unnt sé að veita framúrskarandi þjónustu til bæjarbúa. Verkefnið nú sem endranær er að standa vörð um góðan rekstur þannig að áfram sé unnt að skila ábatanum til bæjarbúa í formi lægri skatta og bættrar þjónustu.“ Umfangsmiklar framkvæmdir Í tilkynningu segir að fjárfestingar og framkvæmdir í leik- og grunnskólum ásamt öðrum mannvirkjum hafi numið um 5,7 milljörðum króna. Tekjur vegna lóðaúthlutunar í Vatnsendahvarfi þýði að verulega dregur úr þörf fyrir lántöku vegna framkvæmda. Viðamesta framkvæmdin sé bygging við Barnaskóla Kársness við Skólagerði en kostnaður við hana hafi numið um 2,3 milljörðum árið 2024. Kostnaður við viðhald og framkvæmdir við aðra leik- og grunnskóla hafi numið á annan milljarð króna. Aðrar stórar fjárfestingar hafi meðal annars bygging nýs íbúðakjarna við Kleifakór þar sem kostnaður hafi verið um 300 milljónir króna. Auk þess hafi verið framkvæmdir við Kópavogsvöll og Kórinn sem nemi um 330 milljónum króna. 240 milljónum hafi verið varið í nýtt hjúkrunarheimili í Boðaþingi og 100 milljónum í húsnæði velferðarsviðs við Vallakór. Þá hafi um 600 milljónum króna berið varið í gatnagerð.
Kópavogur Rekstur hins opinbera Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Sjá meira