Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 10. apríl 2025 12:00 Í nýlegum pistli sínum, „Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs“, lýsir bæjarstjóri Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir, yfir ánægju með hagræðingaraðgerðir sínar sem hún stillir fram sem viðbragð við nýlegum kjarasamningum kennara. Þar er lögð áhersla á að fjármunum sé forgangsraðað í þágu barna. Hún skautar þó fimlega framhjá þeirri staðreynd að í þessari svokölluðu forgangsröðun felst meðal annars veruleg hækkun á gjöldum fyrir sumarnámskeið barna í okkar meinta barnvæna sveitarfélagi. Gjald fyrir hefðbundin frístundanámskeið hækkar í sumar um 53% frá því í fyrra. Gjald fyrir smíðanámskeið – þar sem börn fá að smíða sína eigin kofa – hækkar um allt að 105%. Já, þú last rétt: Það mun kosta rúmlega tvöfalt meira fyrir börn að smíða sér kofa í sumar en það gerði í fyrra. Réttlæting bæjarstjóra er sú að námskeiðin séu enn ódýrari en þau sem íþróttafélögin bjóða upp á. Það er rétt, og fyrir margar fjölskyldur eru þessi námskeið ekki bara ódýrari valkostur – þau eru eini raunverulegi möguleikinn fyrir þau til að bjóða börnum sínum upp á að sækja sumarnámskeið. Þessi hækkun er nýjasta dæmið í röð aðgerða sem bitna sérstaklega á barnafjölskyldum í Kópavogi. Á kjörtímabilinu hafa meirihlutaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, þegar hækkað leikskólagjöld um 30% fyrir 8 klukkustunda vistun. Í barnvænu samfélagi er það grundvallarregla að meta áhrif allra ákvarðana á börn. Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar höfnuðu því að vísa tillögunni til umsagnar Ungmennaráðs Kópavogs. Hlutverk ráðsins er að gæta hagsmuna barna í Kópavogi, og þessi tillaga snertir þá hagsmuni með afgerandi hætti. Kópavogsbær ber jafnframt ábyrgð sem barnvænt sveitarfélag. Áður en ákvarðanir sem varða börn eru teknar, á að meta áhrif þeirra á börn og það sem barni er fyrir bestu á alltaf að hafa forgang. Við þurfum að velta því fyrir okkur hvaða áhrif slík gjaldskrárhækkun hefur á börn í Kópavogi - Gæti hún útilokað börn úr tekjulægri fjölskyldum frá þátttöku í sumarstarfi? Takmarkar hún aðgengi barna að frístundum, sem eru lykilþáttur í félagsfærni, öryggi og vellíðan barna? Það er því í besta falli villandi hjá bæjarstjóra að tala um aðgerðir í þágu barna. Börnin eru í raun að borga fyrir hagræðinguna. Ég fordæmi þessar hækkanir og tel þær bæði óréttlátar og skammarlegar. Þetta er ekki forgangsröðun í þágu barna – þetta er forgangsröðun á kostnað þeirra. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Kópavogur Píratar Mest lesið Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í nýlegum pistli sínum, „Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs“, lýsir bæjarstjóri Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir, yfir ánægju með hagræðingaraðgerðir sínar sem hún stillir fram sem viðbragð við nýlegum kjarasamningum kennara. Þar er lögð áhersla á að fjármunum sé forgangsraðað í þágu barna. Hún skautar þó fimlega framhjá þeirri staðreynd að í þessari svokölluðu forgangsröðun felst meðal annars veruleg hækkun á gjöldum fyrir sumarnámskeið barna í okkar meinta barnvæna sveitarfélagi. Gjald fyrir hefðbundin frístundanámskeið hækkar í sumar um 53% frá því í fyrra. Gjald fyrir smíðanámskeið – þar sem börn fá að smíða sína eigin kofa – hækkar um allt að 105%. Já, þú last rétt: Það mun kosta rúmlega tvöfalt meira fyrir börn að smíða sér kofa í sumar en það gerði í fyrra. Réttlæting bæjarstjóra er sú að námskeiðin séu enn ódýrari en þau sem íþróttafélögin bjóða upp á. Það er rétt, og fyrir margar fjölskyldur eru þessi námskeið ekki bara ódýrari valkostur – þau eru eini raunverulegi möguleikinn fyrir þau til að bjóða börnum sínum upp á að sækja sumarnámskeið. Þessi hækkun er nýjasta dæmið í röð aðgerða sem bitna sérstaklega á barnafjölskyldum í Kópavogi. Á kjörtímabilinu hafa meirihlutaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, þegar hækkað leikskólagjöld um 30% fyrir 8 klukkustunda vistun. Í barnvænu samfélagi er það grundvallarregla að meta áhrif allra ákvarðana á börn. Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar höfnuðu því að vísa tillögunni til umsagnar Ungmennaráðs Kópavogs. Hlutverk ráðsins er að gæta hagsmuna barna í Kópavogi, og þessi tillaga snertir þá hagsmuni með afgerandi hætti. Kópavogsbær ber jafnframt ábyrgð sem barnvænt sveitarfélag. Áður en ákvarðanir sem varða börn eru teknar, á að meta áhrif þeirra á börn og það sem barni er fyrir bestu á alltaf að hafa forgang. Við þurfum að velta því fyrir okkur hvaða áhrif slík gjaldskrárhækkun hefur á börn í Kópavogi - Gæti hún útilokað börn úr tekjulægri fjölskyldum frá þátttöku í sumarstarfi? Takmarkar hún aðgengi barna að frístundum, sem eru lykilþáttur í félagsfærni, öryggi og vellíðan barna? Það er því í besta falli villandi hjá bæjarstjóra að tala um aðgerðir í þágu barna. Börnin eru í raun að borga fyrir hagræðinguna. Ég fordæmi þessar hækkanir og tel þær bæði óréttlátar og skammarlegar. Þetta er ekki forgangsröðun í þágu barna – þetta er forgangsröðun á kostnað þeirra. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun