Lífið

Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um alda­mótin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Arnór Hauksson mætti í síðasta þátt af Spurningaspretti.
Arnór Hauksson mætti í síðasta þátt af Spurningaspretti.

Arnór Hauksson tók þátt í Spurningaspretti á laugardaginn síðasta á Stöð 2. Hann var ekki lengi að tryggja sér fimmtíu þúsund krónur og þá var komið að öðru þrepi og valdi hann flokkinn enska úrvalsdeildin.

Í lokaspurningunni í þeim flokki var spurt um stjóra Newcastle tímabilið 1998-1999 og var það stolið úr höfðinu á Arnóri sem leitaði aðstoðar hjá stuðningsteymi sínu. Ekki var sá hópur alveg viss heldur og því varð Arnór í raun að giska.

Svar hans má sjá neðar í greininni.

Spurningasprettur er skemmtilegur spurningaþáttur þar sem keppandi svarar valflokkaspurningum og getur unnið sér inn allt að þrjár milljónir svari hann öllum fimmtán spurningunum. Keppandi fær þrjár líflínur og aðstoð frá stuðningsliðinu.

Klippa: Mundi ekki stjóra Newcastle United





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.