Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar 12. apríl 2025 09:02 Í fyrstu kann að virðast sem Danuta Danielsson eigi fátt sameiginlegt með Bandaríkjamanninum Jello Biafra og Íranum Shane O´Brien. Danuta fæddist í Póllandi 1947 og hafði móðir hennar lifað af vist í útrýmingarbúðunum í Auscwitz. Danuta flutti árið 1982 til Svíþjóðar með sænskum kærasta sínum sem hún svo giftist. Fátt segir af Danutu þar til 13. apríl árið 1985 þegar ganga sænskra nýnasista fór fram í bænum Växjö. Fræg ljósmynd tekin af sænska ljósmyndaranum Hans Runeson sýnir Danutu slengja handtösku sinni í höfuðið á einum nýnasistanum. Stytta af atburðinum var síðar reist og stendur hún í miðbæ Alingsås í Svíþjóð. Jello Biafra söngvari pönksveitarinnar The Dead Kennedys samdi texta og söng lagið Nazi Punks fuck off árið 1981og skaut í textanum illilega á og gagnrýndi nazista/fasista kúlturinn sem ýmsir ungir menn döðruðu við á þeim tíma. Jello gaf út nýja útgáfu af laginu nú í mars og endurskýrði lagið Nazi Trumps fuck off. Deilir hann á nýju stjórnarherrana í bandaríkjunum sem leynt og þá aðallega ljóst aðhyllast margar kennisetningar fasismans/nazismans. Írinn Shane O´Brien er búsettur í Berlín og honum á nú að vísa úr landi ásamt þremur öðrum einstaklingum. Tveim frá EB löndum og einum frá bandaríkjunum. Tveir einstaklingarnir eru trans. Ástæðan fyrir brottvísununum er þátttaka í mótmælagöngum til stuðnings frjálsri Palestínu og mótmælum vegna þjóðarmorðs Zionista í ísrael á palestínsku þjóðinni. Þýska lögreglan hefur tekið mjög harkalega á mótmælendunum og hafa þýsk yfirvöld til að mynda reynt að banna setninguna „From the river to the sea, Palestine will be free“. Brottvísunin er byggð á sömu ástæðu og Trump stjórnin notar gegn námsmanninum Mahmoud Khali eða „vegna hættu á almannaöryggi og reglu“ og ætla þýsk yfirvöld að senda trans manneskju úr landi til bandaríkjanna þar sem þau hafa áður varað transfólk við að ferðast til. Þau Danuta, Jello og Shane eiga það öll sameiginlegt að hafa risið upp gegn yfirgangi nazista og fasista og það er eitthvað sem við öll sem aðhyllumst frjálst samfélag eigum að taka okkur til fyrirmyndar. Spurning hvort 13. apríl eigi að vera alþjóðlegi handtöskudagurinn þar sem sem flestir láti nasista og fasista finna aðeins til tevatnsins. Á morgun 13. apríl eru 40 ár frá því að Danuta danglaði í nýnasista í svíþjóð og því tilefni til að halda daginn hátíðlegan og sveifla handtöskunni því þeim fer fjölgandi sem þurfa að finna til hennar. Og ekki bara þann dag heldur alla daga! „Það eina sem er nauðsynlegt til að hið illa sigri er að gott fólk geri ekki neitt“ sagði írski heimspekingurinn Edmund Burke. Höfundi er meinilla við fasisma og öfgahyggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Í fyrstu kann að virðast sem Danuta Danielsson eigi fátt sameiginlegt með Bandaríkjamanninum Jello Biafra og Íranum Shane O´Brien. Danuta fæddist í Póllandi 1947 og hafði móðir hennar lifað af vist í útrýmingarbúðunum í Auscwitz. Danuta flutti árið 1982 til Svíþjóðar með sænskum kærasta sínum sem hún svo giftist. Fátt segir af Danutu þar til 13. apríl árið 1985 þegar ganga sænskra nýnasista fór fram í bænum Växjö. Fræg ljósmynd tekin af sænska ljósmyndaranum Hans Runeson sýnir Danutu slengja handtösku sinni í höfuðið á einum nýnasistanum. Stytta af atburðinum var síðar reist og stendur hún í miðbæ Alingsås í Svíþjóð. Jello Biafra söngvari pönksveitarinnar The Dead Kennedys samdi texta og söng lagið Nazi Punks fuck off árið 1981og skaut í textanum illilega á og gagnrýndi nazista/fasista kúlturinn sem ýmsir ungir menn döðruðu við á þeim tíma. Jello gaf út nýja útgáfu af laginu nú í mars og endurskýrði lagið Nazi Trumps fuck off. Deilir hann á nýju stjórnarherrana í bandaríkjunum sem leynt og þá aðallega ljóst aðhyllast margar kennisetningar fasismans/nazismans. Írinn Shane O´Brien er búsettur í Berlín og honum á nú að vísa úr landi ásamt þremur öðrum einstaklingum. Tveim frá EB löndum og einum frá bandaríkjunum. Tveir einstaklingarnir eru trans. Ástæðan fyrir brottvísununum er þátttaka í mótmælagöngum til stuðnings frjálsri Palestínu og mótmælum vegna þjóðarmorðs Zionista í ísrael á palestínsku þjóðinni. Þýska lögreglan hefur tekið mjög harkalega á mótmælendunum og hafa þýsk yfirvöld til að mynda reynt að banna setninguna „From the river to the sea, Palestine will be free“. Brottvísunin er byggð á sömu ástæðu og Trump stjórnin notar gegn námsmanninum Mahmoud Khali eða „vegna hættu á almannaöryggi og reglu“ og ætla þýsk yfirvöld að senda trans manneskju úr landi til bandaríkjanna þar sem þau hafa áður varað transfólk við að ferðast til. Þau Danuta, Jello og Shane eiga það öll sameiginlegt að hafa risið upp gegn yfirgangi nazista og fasista og það er eitthvað sem við öll sem aðhyllumst frjálst samfélag eigum að taka okkur til fyrirmyndar. Spurning hvort 13. apríl eigi að vera alþjóðlegi handtöskudagurinn þar sem sem flestir láti nasista og fasista finna aðeins til tevatnsins. Á morgun 13. apríl eru 40 ár frá því að Danuta danglaði í nýnasista í svíþjóð og því tilefni til að halda daginn hátíðlegan og sveifla handtöskunni því þeim fer fjölgandi sem þurfa að finna til hennar. Og ekki bara þann dag heldur alla daga! „Það eina sem er nauðsynlegt til að hið illa sigri er að gott fólk geri ekki neitt“ sagði írski heimspekingurinn Edmund Burke. Höfundi er meinilla við fasisma og öfgahyggju.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun