Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar 10. apríl 2025 09:31 Vofa fer um Evrópu. Vofa illsku, vofa ómennsku, vofan fyrirlitningar, vofa grimmdar, vofa tilfinningaleysis gagnvart þeim sem ofbeldi eru beittir. Þetta eru ekki einu sinni ýkjur. Fólki er slátrað; konum og börnum jafnvel í meira mæli en karlmönnum. Sjúkrahús eru eyðilögð með sprengjuárásum, skólum líka og tjaldbúðum þeirra sem flúið hafa árásirnar. Blaðamenn markvisst stráfelldir; þeir sem skýrt hafa umheiminum frá þeim hörmungum sem eru að gerast og hafa verið að gerast undanfarin tvö ár. Sjúkraliðar drepnir í hrönnum við að reyna að bjarga mannslífum. Skipulega komð í veg fyrir að neyðarhjálp berist þeim sem þjást. En leiðtogar Evrópu leggja með þögn sinni blessun sína yfir ódæðið, ómennskuna, illskuna. Þeir sem ekki geta á heilum sér tekið vegna innrásar Rússa í Úkraínu, mannfallinu og eyðileggingunni sem af henni hefur hlotist, þeir láta sem ekkert sé. Þyrpast jafnvel til að hrista blóðstokknar hendur fjöldamorðingjanna og faðma þá að sér blóði drifna. Og heita þeim stuðningi. Fyrsta verk nýs forsætisráðherra breska Verkamannaflokksins var að senda utanríkisráðherra sinn til Ísrael að knúsa blóðugan Netanjahú. Einhverjum kann að finnast þessi uppsetning í dramatískara lagi. En þetta er sú mynd sem blasir við. Svo óskiljanlegt sem það kann að virðast þeim sem trúa á hið góða í mannskepnunni. Ég efast ekki um að leiðtogar „hins frjálsa heims“ telja sig gott fólk, jafnvel mannvini. Þyki vænt um börnin sín og barnabörnin, klappi hundunum sínum og knúsi heimilisköttinn. En af einhverjum ástæðum leggja þeir blessun sína yfir morð á saklausum almenningi í Palestínu, endalausar sprengjuárásir sem leiða ólýsanlegar þjáningar yfir þjóð sem ekki hefur annað til saka unnið en að hafa búið í landinu sínu í árþúsundir, í friði og spekt. Engin mótmæli vegna fjöldamorða, engin mótmæli vegna allra þeirra voðaverka sem unnin eru á degi hverjum í Palestínu af fólki sem á engan þegnrétt í landinu. Sárast er að hér á Íslandi heyrist ekkert. Enginn leiðtogi hvetur til þess að Ísrael sæti viðurlögum á borð við útilokanir frá íþróttamótum heimsins og menningarviðburðum á heimsmælikvarða. Eins og t.d. Evróvisjón og heimskeppnum. Það stóð ekki á viðbrögðunum gagnvart Rússum; þeir voru útilokaðir frá nánast öllum slíkum viðburðum eftir að þeir gerðu innrás í Úkraínu. Hvað er svona miklu betra við þjóðarmorð Ísraels en innrásina í Úkraínu? Höfundur er setjari og framhaldsskólakennari á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Vofa fer um Evrópu. Vofa illsku, vofa ómennsku, vofan fyrirlitningar, vofa grimmdar, vofa tilfinningaleysis gagnvart þeim sem ofbeldi eru beittir. Þetta eru ekki einu sinni ýkjur. Fólki er slátrað; konum og börnum jafnvel í meira mæli en karlmönnum. Sjúkrahús eru eyðilögð með sprengjuárásum, skólum líka og tjaldbúðum þeirra sem flúið hafa árásirnar. Blaðamenn markvisst stráfelldir; þeir sem skýrt hafa umheiminum frá þeim hörmungum sem eru að gerast og hafa verið að gerast undanfarin tvö ár. Sjúkraliðar drepnir í hrönnum við að reyna að bjarga mannslífum. Skipulega komð í veg fyrir að neyðarhjálp berist þeim sem þjást. En leiðtogar Evrópu leggja með þögn sinni blessun sína yfir ódæðið, ómennskuna, illskuna. Þeir sem ekki geta á heilum sér tekið vegna innrásar Rússa í Úkraínu, mannfallinu og eyðileggingunni sem af henni hefur hlotist, þeir láta sem ekkert sé. Þyrpast jafnvel til að hrista blóðstokknar hendur fjöldamorðingjanna og faðma þá að sér blóði drifna. Og heita þeim stuðningi. Fyrsta verk nýs forsætisráðherra breska Verkamannaflokksins var að senda utanríkisráðherra sinn til Ísrael að knúsa blóðugan Netanjahú. Einhverjum kann að finnast þessi uppsetning í dramatískara lagi. En þetta er sú mynd sem blasir við. Svo óskiljanlegt sem það kann að virðast þeim sem trúa á hið góða í mannskepnunni. Ég efast ekki um að leiðtogar „hins frjálsa heims“ telja sig gott fólk, jafnvel mannvini. Þyki vænt um börnin sín og barnabörnin, klappi hundunum sínum og knúsi heimilisköttinn. En af einhverjum ástæðum leggja þeir blessun sína yfir morð á saklausum almenningi í Palestínu, endalausar sprengjuárásir sem leiða ólýsanlegar þjáningar yfir þjóð sem ekki hefur annað til saka unnið en að hafa búið í landinu sínu í árþúsundir, í friði og spekt. Engin mótmæli vegna fjöldamorða, engin mótmæli vegna allra þeirra voðaverka sem unnin eru á degi hverjum í Palestínu af fólki sem á engan þegnrétt í landinu. Sárast er að hér á Íslandi heyrist ekkert. Enginn leiðtogi hvetur til þess að Ísrael sæti viðurlögum á borð við útilokanir frá íþróttamótum heimsins og menningarviðburðum á heimsmælikvarða. Eins og t.d. Evróvisjón og heimskeppnum. Það stóð ekki á viðbrögðunum gagnvart Rússum; þeir voru útilokaðir frá nánast öllum slíkum viðburðum eftir að þeir gerðu innrás í Úkraínu. Hvað er svona miklu betra við þjóðarmorð Ísraels en innrásina í Úkraínu? Höfundur er setjari og framhaldsskólakennari á eftirlaunum.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun