Árni Oddur tekur við formennsku Árni Sæberg skrifar 9. apríl 2025 16:09 Árni Oddur Þórðarson er stjórnarformaður og annar eigandi Eyris invest. Á hluthafafundi Eyris Invest hf. í gær var ný stjórn félagsins kjörin. Stjórnina skipa Atli Björn Þorbjörnsson, Árni Oddur Þórðarson og Þórður Magnússon. Stjórnin hefur komið saman og skipt með sér verkum og Árni Oddur fer nú með stjórnarformennsku. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að á aðalfundi félagins þann 27. mars 2025 hafi hluthafar samþykkt samhljóða að greiða út hlutabréf í JBT Marel annars vegar og í Fræ Capital hins vegar, sem endurgjald við lækkun hlutafjár. Stofnendur félagsins, þeir Þórður Magnússon og Árni Oddur, séu nú eigendur félagsins til helminga – Þórður í eigin nafni og Árni Oddur í gegnum eignarhaldsfélög sín, Sex álnir og 12 Fet. Þriðji maðurinn í stjórn, Atli Björn Þorbjörnsson, er lögmaður og eigandi hjá Ax lögmannsþjónustu. Þakka fráfarandi stjórn „Sérstakar þakkir fær fráfarandi stjórn undir forystu Friðriks Jóhannssonar, sem leyst hefur verkefni síðustu ára af kostgæfni. Þar ber hæst stuðningur við sameiningu JBT og Marel, stofnun Fræ Capital til að halda utan um sprotastarfssemi félagsins, og uppgjör allra skuldbindinga við lánadrottna sem var forsenda fyrir valfrjálsu tilboði til hluthafa Eyris Invest. Stjórnendur Eyris hafa staðið faglega að verkefni síðustu tveggja ára sem lauk með útgreiðslu hlutafjár, þar sem ráðgjafar félagsins voru Arctica Finance, Logos og KPMG,“ segir í tilkynningunni. Stendur á tímamótum Fráfarandi hluthöfum, sem séu fjársterkir einkafjárfestar og stofnanafjárfestar, sé þakkað fyrir ánægjulegt samstarf en sumir hverjir hafi fylgt félaginu í tvo áratugi og verið með í þeirri vegferð að styðja framúrskarandi fyrirtæki á borð við Marel og Össur til vaxtar og verðmætasköpunar. „Eyrir Invest stendur á tímamótum. Félagið fagnar 25 ára afmæli á árinu og mun stjórn félagsins á næstu mánuðum einbeita sér að því verkefni að móta endurnýjaða stefnu félagsins til framtíðar.“ JBT Marel Vistaskipti Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að á aðalfundi félagins þann 27. mars 2025 hafi hluthafar samþykkt samhljóða að greiða út hlutabréf í JBT Marel annars vegar og í Fræ Capital hins vegar, sem endurgjald við lækkun hlutafjár. Stofnendur félagsins, þeir Þórður Magnússon og Árni Oddur, séu nú eigendur félagsins til helminga – Þórður í eigin nafni og Árni Oddur í gegnum eignarhaldsfélög sín, Sex álnir og 12 Fet. Þriðji maðurinn í stjórn, Atli Björn Þorbjörnsson, er lögmaður og eigandi hjá Ax lögmannsþjónustu. Þakka fráfarandi stjórn „Sérstakar þakkir fær fráfarandi stjórn undir forystu Friðriks Jóhannssonar, sem leyst hefur verkefni síðustu ára af kostgæfni. Þar ber hæst stuðningur við sameiningu JBT og Marel, stofnun Fræ Capital til að halda utan um sprotastarfssemi félagsins, og uppgjör allra skuldbindinga við lánadrottna sem var forsenda fyrir valfrjálsu tilboði til hluthafa Eyris Invest. Stjórnendur Eyris hafa staðið faglega að verkefni síðustu tveggja ára sem lauk með útgreiðslu hlutafjár, þar sem ráðgjafar félagsins voru Arctica Finance, Logos og KPMG,“ segir í tilkynningunni. Stendur á tímamótum Fráfarandi hluthöfum, sem séu fjársterkir einkafjárfestar og stofnanafjárfestar, sé þakkað fyrir ánægjulegt samstarf en sumir hverjir hafi fylgt félaginu í tvo áratugi og verið með í þeirri vegferð að styðja framúrskarandi fyrirtæki á borð við Marel og Össur til vaxtar og verðmætasköpunar. „Eyrir Invest stendur á tímamótum. Félagið fagnar 25 ára afmæli á árinu og mun stjórn félagsins á næstu mánuðum einbeita sér að því verkefni að móta endurnýjaða stefnu félagsins til framtíðar.“
JBT Marel Vistaskipti Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira