Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Atli Ísleifsson skrifar 9. apríl 2025 11:24 Una Jónsdóttir er hagfræðingur Landsbankans. Í greiningu bankans segir að hagvöxturinn hafi ekki síst verið drifinn áfram af aukinni fjárfestingu, bæði í atvinnuvegum og íbúðauppbyggingu. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagvöxtur verði 1,4 prósent í ár og 2,1 prósent á næsta ári. Þá spáir bankinn að verðbólga muni halda áfram að hjaðna til ársins 2027. Hagkerfið hefur kólnað eftir kröftugt vaxtarskeið fyrstu árin eftir Covid-faraldurinn og telur bakinn að það fari nú hægt af stað á ný. Þetta kemur fram í nýrri Hagspá bankans sem nær til ársins 2027 og ber nafnið „Ágætis horfur en allt getur breyst“. Síðasta haust gaf greiningardeildin út „Hagkerfið nær andanum“ þar sem spáð var lítils háttar samdrætti árið 2024 og um tveggja prósenta hagvexti árin á eftir. „Hitastigið í hagkerfinu reyndist hærra en við héldum og í stað samdráttar mældist 0,5% hagvöxtur í fyrra. Hagvöxturinn var ekki síst drifinn áfram af aukinni fjárfestingu, bæði í atvinnuvegum og íbúðauppbyggingu. Nú spáum við því að hagkerfið fari hægt af stað og vaxi smám saman út spátímabfilið. Við gerum ráð fyrir að fjármunamyndun aukist minna á næstu árum en í fyrra, einkaneysla aukist aftur á móti hraðar eftir því sem líður á spátímabilið og útflutningur verði nokkuð myndarlegur. Vert er að nefna að blikur eru sannarlega á lofti í heimsbúskapnum og íslenska hagkerfið á mikið undir því að utanríkisverslun verði ekki fyrir miklum áföllum. Heimshagkerfið í spennutreyju Um þessar mundir tengist óvissan í spánni aðallega alþjóðaviðskiptum og efnahagshorfum í viðskiptalöndum Íslands. Bandaríkin hafa sett á umfangsmestu innflutningstolla sem sést hafa frá því snemma á síðustu öld. Enn er óvíst hvernig aðrar þjóðir bregðast við og hver staða Íslands gæti orðið. Ef tollastríð vindur upp á sig gæti hagvöxtur hæglega orðið minni en við spáum og þegar kemur að verðbólguhorfum gæti brugðið til beggja vona. Óvissan hefur sjaldan verið meiri og því má segja að hagspáin gildi þar til annað kemur í ljós. Helstu niðurstöður: Spáin gerir ráð fyrir 1,4% hagvexti á þessu ári og smám saman auknum hagvexti út spátímann, 2,1% árið 2026 og 2,3% árið 2027. Samkvæmt spánni verður hagvöxturinn á breiðum grunni og má rekja hann bæði til innlendrar neyslu og fjárfestingar, en einnig aukins útflutnings. Verðbólga heldur áfram að hjaðna á spátímanum. Hún mælist að meðaltali 3,9% á þessu ári, gangi spáin eftir, 3,5% á því næsta og 3,2% árið 2027. Fyrst um sinn teljum við að raunvextir verði háir og að stýrivextir lækki ekki mikið meira en sem nemur hjöðnun verðbólgu. Eftir því sem líður á spátímann má ætla að raunstýrivextir fari smám saman lækkandi og við teljum að þeir fari lægst í 2% við lok spátímans. Þótt háir raunvextir haldi aftur af neyslu teljum við að einkaneysla aukist öll árin, um 1,7% á yfirstandandi ári, 2,0% á því næsta og um 2,5% árið 2027. Á þessu ári má reikna með því að til Íslands komi svipaður fjöldi ferðamanna og í fyrra, í kringum 2,2 milljónir manns og að fjölgunin verði nokkuð hæg næstu ár. Útflutningur eykst aftur á móti nokkuð stöðugt, ekki síst vegna uppgangs í greinum á borð við fiskeldi og lyfjaiðnaði. Við gerum ráð fyrir að krónan verði á svipuðum stað í lok þessa árs og nú en veikist svo árin 2026 og 2027, ekki síst vegna áframhaldandi halla á viðskiptum við útlönd. Langstærstur hluti vinnumarkaðarins hefur samþykkt langtímakjarasamninga og vinnumarkaðurinn er í betra jafnvægi en áður. Við gerum ráð fyrir 6,0% hækkun launa í ár, 5,5% á næsta ári og 5,6% árið 2027. Kaupmáttur launa eykst öll árin, á bilinu 1,9-2,4% á ári. Búast má við að atvinnuleysi aukist lítillega áfram á þessu ári og verði að meðaltali 3,8%. Við teljum að atvinnuleysi haldist tiltölulega stöðugt á spátímanum en þó dragi örlítið úr því eftir því sem lifnar yfir hagkerfinu á síðari árum spátímans. Við spáum 3,7% atvinnuleysi á næsta ári og 3,5% árið 2027. Fjármunamyndun eykst hóflega í ár, enda jókst hún verulega í fyrra, bæði fjárfesting í íbúðarhúsnæði og atvinnuvegum. Í grunninn má gera ráð fyrir að fjárfesting haldi ágætis dampi í takt við batnandi fjármögnunarskilyrði. Við teljum horfur á að áfram dragi úr verðhækkunum á íbúðamarkaði, ekki síst vegna aukins íbúðaframboðs. Við spáum því að íbúðaverð hækki um 5,9% í ár, 4,8% árið 2026 og 6,4% árið 2027,“ segir í tilkynningunni. Landsbankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri Hagspá bankans sem nær til ársins 2027 og ber nafnið „Ágætis horfur en allt getur breyst“. Síðasta haust gaf greiningardeildin út „Hagkerfið nær andanum“ þar sem spáð var lítils háttar samdrætti árið 2024 og um tveggja prósenta hagvexti árin á eftir. „Hitastigið í hagkerfinu reyndist hærra en við héldum og í stað samdráttar mældist 0,5% hagvöxtur í fyrra. Hagvöxturinn var ekki síst drifinn áfram af aukinni fjárfestingu, bæði í atvinnuvegum og íbúðauppbyggingu. Nú spáum við því að hagkerfið fari hægt af stað og vaxi smám saman út spátímabfilið. Við gerum ráð fyrir að fjármunamyndun aukist minna á næstu árum en í fyrra, einkaneysla aukist aftur á móti hraðar eftir því sem líður á spátímabilið og útflutningur verði nokkuð myndarlegur. Vert er að nefna að blikur eru sannarlega á lofti í heimsbúskapnum og íslenska hagkerfið á mikið undir því að utanríkisverslun verði ekki fyrir miklum áföllum. Heimshagkerfið í spennutreyju Um þessar mundir tengist óvissan í spánni aðallega alþjóðaviðskiptum og efnahagshorfum í viðskiptalöndum Íslands. Bandaríkin hafa sett á umfangsmestu innflutningstolla sem sést hafa frá því snemma á síðustu öld. Enn er óvíst hvernig aðrar þjóðir bregðast við og hver staða Íslands gæti orðið. Ef tollastríð vindur upp á sig gæti hagvöxtur hæglega orðið minni en við spáum og þegar kemur að verðbólguhorfum gæti brugðið til beggja vona. Óvissan hefur sjaldan verið meiri og því má segja að hagspáin gildi þar til annað kemur í ljós. Helstu niðurstöður: Spáin gerir ráð fyrir 1,4% hagvexti á þessu ári og smám saman auknum hagvexti út spátímann, 2,1% árið 2026 og 2,3% árið 2027. Samkvæmt spánni verður hagvöxturinn á breiðum grunni og má rekja hann bæði til innlendrar neyslu og fjárfestingar, en einnig aukins útflutnings. Verðbólga heldur áfram að hjaðna á spátímanum. Hún mælist að meðaltali 3,9% á þessu ári, gangi spáin eftir, 3,5% á því næsta og 3,2% árið 2027. Fyrst um sinn teljum við að raunvextir verði háir og að stýrivextir lækki ekki mikið meira en sem nemur hjöðnun verðbólgu. Eftir því sem líður á spátímann má ætla að raunstýrivextir fari smám saman lækkandi og við teljum að þeir fari lægst í 2% við lok spátímans. Þótt háir raunvextir haldi aftur af neyslu teljum við að einkaneysla aukist öll árin, um 1,7% á yfirstandandi ári, 2,0% á því næsta og um 2,5% árið 2027. Á þessu ári má reikna með því að til Íslands komi svipaður fjöldi ferðamanna og í fyrra, í kringum 2,2 milljónir manns og að fjölgunin verði nokkuð hæg næstu ár. Útflutningur eykst aftur á móti nokkuð stöðugt, ekki síst vegna uppgangs í greinum á borð við fiskeldi og lyfjaiðnaði. Við gerum ráð fyrir að krónan verði á svipuðum stað í lok þessa árs og nú en veikist svo árin 2026 og 2027, ekki síst vegna áframhaldandi halla á viðskiptum við útlönd. Langstærstur hluti vinnumarkaðarins hefur samþykkt langtímakjarasamninga og vinnumarkaðurinn er í betra jafnvægi en áður. Við gerum ráð fyrir 6,0% hækkun launa í ár, 5,5% á næsta ári og 5,6% árið 2027. Kaupmáttur launa eykst öll árin, á bilinu 1,9-2,4% á ári. Búast má við að atvinnuleysi aukist lítillega áfram á þessu ári og verði að meðaltali 3,8%. Við teljum að atvinnuleysi haldist tiltölulega stöðugt á spátímanum en þó dragi örlítið úr því eftir því sem lifnar yfir hagkerfinu á síðari árum spátímans. Við spáum 3,7% atvinnuleysi á næsta ári og 3,5% árið 2027. Fjármunamyndun eykst hóflega í ár, enda jókst hún verulega í fyrra, bæði fjárfesting í íbúðarhúsnæði og atvinnuvegum. Í grunninn má gera ráð fyrir að fjárfesting haldi ágætis dampi í takt við batnandi fjármögnunarskilyrði. Við teljum horfur á að áfram dragi úr verðhækkunum á íbúðamarkaði, ekki síst vegna aukins íbúðaframboðs. Við spáum því að íbúðaverð hækki um 5,9% í ár, 4,8% árið 2026 og 6,4% árið 2027,“ segir í tilkynningunni.
Landsbankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira