Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. apríl 2025 15:20 Kristrún Frostadóttir verður áfram formaður Samfylkingarinnar en það er spurning hvort aðrar breytingar verða á forystunni. Kristrún Frostadóttir verður sjálfkjörin formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins næstu helgi. Sitjandi varaformaður gefur kost á sér og hefur ekki enn fengið nein mótframboð. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ hefur boðið sig fram í embætti ritara. Frestur til að bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar er runnin út og er Kristrún því ein í framboði. Fólki gefst hins vegar kostur á að bjóða sig fram í önnur embætti innan stjórnar til klukkan hálf fjögur á föstudag og kosið verður um þau á landsfundi sama dag. Sjá einnig: Kristrún ein í framboði til formanns Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og sitjandi varaformaður, greindi frá því í gær að hann sækist eftir endurkjöri og sagði samstarf innan stjórnar flokksins hafa gengið vel. „Góð samstaða milli okkar og stjórnarinnar allrar og ég held að það skipti máli ekki síst núna þegar við leiðum nýja ríkisstjórn að það sé stöðugleiki og festa í stærsta flokki þjóðarinnar,“ sagði Guðmundur í viðtali við fréttastofu. Ekki heyrt af mótframboði Óvíst er hvort það stefni í varaformannsslag. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og fyrrverandi varaformaður sem sóttist ekki eftir endurkjöri þegar Guðmundur Árni tók við 2022, sagði að hún ætli ekki að gefa aftur kost á sér núna. Þá ætlar Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- og loftslagsráðherra, ekki að gefa kost á sér. Guðmundur segist ekki hafa heyrt af mótframboði. „Ég held að þessi landsfundur okkar verði fagnaðarfundur og kraftmikill. Þannig ég á ekki von á heiftúðlegum átökum. Aðrir flokkar sjá um það,“ segir hann. Guðmundur hugðist sækjast eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum en dró framboð sitt til baka af heilsufarsástæðum og lýsti yfir stuðningi við Ölmu Möller, núverandi heilbrigðismálaráðherra. Hann segist nú í góðu formi. „Ég fékk krankleika sem gerði það að verkum að ég treysti mér ekki til þess að fara í þingframboð með þeim verkefnum sem þar fylgja en nú er það bara komið fyrir vind,“ sagði hann. Mikilvægt að landsbyggðin hafi fulltrúa í forystunni Arna Lára Jónsdóttir, þingmaður Norðvesturkjördæmis, er sitjandi ritari Samfylkingarinnar og hefur ekki greint frá því hvort hún hyggist gefa kost á sér áfram. Enn sem komið er hefur því bara einn boðið sig fram í embætti ritara. Guðný Birna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, tilkynnti framboð sitt til ritara á Facebook upp úr hádegi í dag. Guðný Birna vill verða ritari Samfylkingarinnar. „Ég hef tekið ákvörðun um að bjóða mig fram sem ritara í stjórn Samfylkingar á komandi landsfundi næstu helgi,“ sagði Guðný í færslunni. Guðný hefur verið setið í bæjarstjórn Reykjanesbæjar fyrir Samfylkinguna síðan 2014, hefur verið oddviti flokksins síðan í byrjun árs 2024 og er nú forseti bæjarstjórnar. „Ég tel mikilvægt að fulltrúi frá landsbyggðinni sé hluti af stjórn Samfylkingar, sér í lagi þar sem mikilvæg barátta er fram undan um sveitastjórnarkosningar. Þetta er stóra verkefnið okkar fram undan en auk þess þurfum við að halda sterkri forystu og stækka flokkinn okkar með fólki sem trúir á okkar góðu verk. Gjaldkerinn vill endurnýja umboð sitt Jón Grétar Þórsson, sitjandi gjaldkeri Samfylkingarinnar og varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði, greindi frá því á Facebook á fimmtudag að hann hygðist gefa kost á sér áfram til gjaldkera. Hann hefur gengt embættinu frá 2022 og hefur gegnt ýmsum öðrum störfum innan flokksins, svo sem formennsku í Samfylkingarfélagi Hafnarfjarðar 2016–2022 og í hafnarstjórn fyrir hönd Samfylkingarinnar frá árinu 2018. Ekki náðist í Örnu Láru við skrif fréttarinnar. Samfylkingin Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Frestur til að bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar er runnin út og er Kristrún því ein í framboði. Fólki gefst hins vegar kostur á að bjóða sig fram í önnur embætti innan stjórnar til klukkan hálf fjögur á föstudag og kosið verður um þau á landsfundi sama dag. Sjá einnig: Kristrún ein í framboði til formanns Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og sitjandi varaformaður, greindi frá því í gær að hann sækist eftir endurkjöri og sagði samstarf innan stjórnar flokksins hafa gengið vel. „Góð samstaða milli okkar og stjórnarinnar allrar og ég held að það skipti máli ekki síst núna þegar við leiðum nýja ríkisstjórn að það sé stöðugleiki og festa í stærsta flokki þjóðarinnar,“ sagði Guðmundur í viðtali við fréttastofu. Ekki heyrt af mótframboði Óvíst er hvort það stefni í varaformannsslag. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og fyrrverandi varaformaður sem sóttist ekki eftir endurkjöri þegar Guðmundur Árni tók við 2022, sagði að hún ætli ekki að gefa aftur kost á sér núna. Þá ætlar Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- og loftslagsráðherra, ekki að gefa kost á sér. Guðmundur segist ekki hafa heyrt af mótframboði. „Ég held að þessi landsfundur okkar verði fagnaðarfundur og kraftmikill. Þannig ég á ekki von á heiftúðlegum átökum. Aðrir flokkar sjá um það,“ segir hann. Guðmundur hugðist sækjast eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum en dró framboð sitt til baka af heilsufarsástæðum og lýsti yfir stuðningi við Ölmu Möller, núverandi heilbrigðismálaráðherra. Hann segist nú í góðu formi. „Ég fékk krankleika sem gerði það að verkum að ég treysti mér ekki til þess að fara í þingframboð með þeim verkefnum sem þar fylgja en nú er það bara komið fyrir vind,“ sagði hann. Mikilvægt að landsbyggðin hafi fulltrúa í forystunni Arna Lára Jónsdóttir, þingmaður Norðvesturkjördæmis, er sitjandi ritari Samfylkingarinnar og hefur ekki greint frá því hvort hún hyggist gefa kost á sér áfram. Enn sem komið er hefur því bara einn boðið sig fram í embætti ritara. Guðný Birna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, tilkynnti framboð sitt til ritara á Facebook upp úr hádegi í dag. Guðný Birna vill verða ritari Samfylkingarinnar. „Ég hef tekið ákvörðun um að bjóða mig fram sem ritara í stjórn Samfylkingar á komandi landsfundi næstu helgi,“ sagði Guðný í færslunni. Guðný hefur verið setið í bæjarstjórn Reykjanesbæjar fyrir Samfylkinguna síðan 2014, hefur verið oddviti flokksins síðan í byrjun árs 2024 og er nú forseti bæjarstjórnar. „Ég tel mikilvægt að fulltrúi frá landsbyggðinni sé hluti af stjórn Samfylkingar, sér í lagi þar sem mikilvæg barátta er fram undan um sveitastjórnarkosningar. Þetta er stóra verkefnið okkar fram undan en auk þess þurfum við að halda sterkri forystu og stækka flokkinn okkar með fólki sem trúir á okkar góðu verk. Gjaldkerinn vill endurnýja umboð sitt Jón Grétar Þórsson, sitjandi gjaldkeri Samfylkingarinnar og varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði, greindi frá því á Facebook á fimmtudag að hann hygðist gefa kost á sér áfram til gjaldkera. Hann hefur gengt embættinu frá 2022 og hefur gegnt ýmsum öðrum störfum innan flokksins, svo sem formennsku í Samfylkingarfélagi Hafnarfjarðar 2016–2022 og í hafnarstjórn fyrir hönd Samfylkingarinnar frá árinu 2018. Ekki náðist í Örnu Láru við skrif fréttarinnar.
Samfylkingin Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira