Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. apríl 2025 15:20 Kristrún Frostadóttir verður áfram formaður Samfylkingarinnar en það er spurning hvort aðrar breytingar verða á forystunni. Kristrún Frostadóttir verður sjálfkjörin formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins næstu helgi. Sitjandi varaformaður gefur kost á sér og hefur ekki enn fengið nein mótframboð. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ hefur boðið sig fram í embætti ritara. Frestur til að bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar er runnin út og er Kristrún því ein í framboði. Fólki gefst hins vegar kostur á að bjóða sig fram í önnur embætti innan stjórnar til klukkan hálf fjögur á föstudag og kosið verður um þau á landsfundi sama dag. Sjá einnig: Kristrún ein í framboði til formanns Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og sitjandi varaformaður, greindi frá því í gær að hann sækist eftir endurkjöri og sagði samstarf innan stjórnar flokksins hafa gengið vel. „Góð samstaða milli okkar og stjórnarinnar allrar og ég held að það skipti máli ekki síst núna þegar við leiðum nýja ríkisstjórn að það sé stöðugleiki og festa í stærsta flokki þjóðarinnar,“ sagði Guðmundur í viðtali við fréttastofu. Ekki heyrt af mótframboði Óvíst er hvort það stefni í varaformannsslag. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og fyrrverandi varaformaður sem sóttist ekki eftir endurkjöri þegar Guðmundur Árni tók við 2022, sagði að hún ætli ekki að gefa aftur kost á sér núna. Þá ætlar Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- og loftslagsráðherra, ekki að gefa kost á sér. Guðmundur segist ekki hafa heyrt af mótframboði. „Ég held að þessi landsfundur okkar verði fagnaðarfundur og kraftmikill. Þannig ég á ekki von á heiftúðlegum átökum. Aðrir flokkar sjá um það,“ segir hann. Guðmundur hugðist sækjast eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum en dró framboð sitt til baka af heilsufarsástæðum og lýsti yfir stuðningi við Ölmu Möller, núverandi heilbrigðismálaráðherra. Hann segist nú í góðu formi. „Ég fékk krankleika sem gerði það að verkum að ég treysti mér ekki til þess að fara í þingframboð með þeim verkefnum sem þar fylgja en nú er það bara komið fyrir vind,“ sagði hann. Mikilvægt að landsbyggðin hafi fulltrúa í forystunni Arna Lára Jónsdóttir, þingmaður Norðvesturkjördæmis, er sitjandi ritari Samfylkingarinnar og hefur ekki greint frá því hvort hún hyggist gefa kost á sér áfram. Enn sem komið er hefur því bara einn boðið sig fram í embætti ritara. Guðný Birna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, tilkynnti framboð sitt til ritara á Facebook upp úr hádegi í dag. Guðný Birna vill verða ritari Samfylkingarinnar. „Ég hef tekið ákvörðun um að bjóða mig fram sem ritara í stjórn Samfylkingar á komandi landsfundi næstu helgi,“ sagði Guðný í færslunni. Guðný hefur verið setið í bæjarstjórn Reykjanesbæjar fyrir Samfylkinguna síðan 2014, hefur verið oddviti flokksins síðan í byrjun árs 2024 og er nú forseti bæjarstjórnar. „Ég tel mikilvægt að fulltrúi frá landsbyggðinni sé hluti af stjórn Samfylkingar, sér í lagi þar sem mikilvæg barátta er fram undan um sveitastjórnarkosningar. Þetta er stóra verkefnið okkar fram undan en auk þess þurfum við að halda sterkri forystu og stækka flokkinn okkar með fólki sem trúir á okkar góðu verk. Gjaldkerinn vill endurnýja umboð sitt Jón Grétar Þórsson, sitjandi gjaldkeri Samfylkingarinnar og varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði, greindi frá því á Facebook á fimmtudag að hann hygðist gefa kost á sér áfram til gjaldkera. Hann hefur gengt embættinu frá 2022 og hefur gegnt ýmsum öðrum störfum innan flokksins, svo sem formennsku í Samfylkingarfélagi Hafnarfjarðar 2016–2022 og í hafnarstjórn fyrir hönd Samfylkingarinnar frá árinu 2018. Ekki náðist í Örnu Láru við skrif fréttarinnar. Samfylkingin Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Frestur til að bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar er runnin út og er Kristrún því ein í framboði. Fólki gefst hins vegar kostur á að bjóða sig fram í önnur embætti innan stjórnar til klukkan hálf fjögur á föstudag og kosið verður um þau á landsfundi sama dag. Sjá einnig: Kristrún ein í framboði til formanns Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og sitjandi varaformaður, greindi frá því í gær að hann sækist eftir endurkjöri og sagði samstarf innan stjórnar flokksins hafa gengið vel. „Góð samstaða milli okkar og stjórnarinnar allrar og ég held að það skipti máli ekki síst núna þegar við leiðum nýja ríkisstjórn að það sé stöðugleiki og festa í stærsta flokki þjóðarinnar,“ sagði Guðmundur í viðtali við fréttastofu. Ekki heyrt af mótframboði Óvíst er hvort það stefni í varaformannsslag. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og fyrrverandi varaformaður sem sóttist ekki eftir endurkjöri þegar Guðmundur Árni tók við 2022, sagði að hún ætli ekki að gefa aftur kost á sér núna. Þá ætlar Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- og loftslagsráðherra, ekki að gefa kost á sér. Guðmundur segist ekki hafa heyrt af mótframboði. „Ég held að þessi landsfundur okkar verði fagnaðarfundur og kraftmikill. Þannig ég á ekki von á heiftúðlegum átökum. Aðrir flokkar sjá um það,“ segir hann. Guðmundur hugðist sækjast eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum en dró framboð sitt til baka af heilsufarsástæðum og lýsti yfir stuðningi við Ölmu Möller, núverandi heilbrigðismálaráðherra. Hann segist nú í góðu formi. „Ég fékk krankleika sem gerði það að verkum að ég treysti mér ekki til þess að fara í þingframboð með þeim verkefnum sem þar fylgja en nú er það bara komið fyrir vind,“ sagði hann. Mikilvægt að landsbyggðin hafi fulltrúa í forystunni Arna Lára Jónsdóttir, þingmaður Norðvesturkjördæmis, er sitjandi ritari Samfylkingarinnar og hefur ekki greint frá því hvort hún hyggist gefa kost á sér áfram. Enn sem komið er hefur því bara einn boðið sig fram í embætti ritara. Guðný Birna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, tilkynnti framboð sitt til ritara á Facebook upp úr hádegi í dag. Guðný Birna vill verða ritari Samfylkingarinnar. „Ég hef tekið ákvörðun um að bjóða mig fram sem ritara í stjórn Samfylkingar á komandi landsfundi næstu helgi,“ sagði Guðný í færslunni. Guðný hefur verið setið í bæjarstjórn Reykjanesbæjar fyrir Samfylkinguna síðan 2014, hefur verið oddviti flokksins síðan í byrjun árs 2024 og er nú forseti bæjarstjórnar. „Ég tel mikilvægt að fulltrúi frá landsbyggðinni sé hluti af stjórn Samfylkingar, sér í lagi þar sem mikilvæg barátta er fram undan um sveitastjórnarkosningar. Þetta er stóra verkefnið okkar fram undan en auk þess þurfum við að halda sterkri forystu og stækka flokkinn okkar með fólki sem trúir á okkar góðu verk. Gjaldkerinn vill endurnýja umboð sitt Jón Grétar Þórsson, sitjandi gjaldkeri Samfylkingarinnar og varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði, greindi frá því á Facebook á fimmtudag að hann hygðist gefa kost á sér áfram til gjaldkera. Hann hefur gengt embættinu frá 2022 og hefur gegnt ýmsum öðrum störfum innan flokksins, svo sem formennsku í Samfylkingarfélagi Hafnarfjarðar 2016–2022 og í hafnarstjórn fyrir hönd Samfylkingarinnar frá árinu 2018. Ekki náðist í Örnu Láru við skrif fréttarinnar.
Samfylkingin Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira