Hárgreiðslur hafa verið þemað í þessari þáttaröð og fara menn í mjög misjafnar klippingar. Steindi litaði á dögunum hárið á sér blátt og fékk sér svokallaða eðluklippingu, líklega ljótasta klipping heims.
En Auðunn Blöndal vildi reyna að toppa þetta allt saman í Nepal og sendi Steinda aftur í klippingu og líklega tókst honum að finna enn ljótari stíl eins og sá má hér að neðan.