Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 08:01 Selma Svavarsdóttir formaður KÍO. Elísabet Blöndal Rúmlega 200 konur komu saman til að fræðast og efla tengsl kvenna í orkugeiranum á fyrstu ráðstefnu samtakanna Konur í orkumálum. Ráðstefnan er sú fyrsta sem samtökin halda og var haldin í tilefni af Kvennaárinu. Í tilkynningu kemur fram að áhersla hafi á ráðstefnunni verið lögð á leiðtogafærni, hugrekki og sjálfbæra framtíð þar sem öflugur hópur fyrirlesara deildu á kraftmikinn en einlægan hátt sinni reynslu. Jóhann Páll Jóhannson, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, flutti opnunarávarp ráðstefnunnar og lýsti vilja ráðuneytisins til samstarfs við KÍO. „Ég hef mælt fyrir einföldun á leyfisferlum í orkumálum og er boðinn og búinn til samstarfs við KÍO um greiningar, átaksverkefni eða hvað eina sem tengist markmiðum samtakanna.“ Jóhann Páll Jóhannsson ráðherra ávarpaði samkomuna. Elísabet Blöndal Selma Svavarsdóttir, formaður stjórnar KÍO, ræddi mikilvægi tengslamyndunar, þakkaði fyrir mikinn áhuga á KÍO deginum og lýsti orkugeiranum sem spennandi og vaxandi vettvangi fyrir fjölbreyttan hóp. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis og verðandi forstjóri Landsnets kallaði eftir nýrri sýn á mistök: „Orðið ‘mistök’ er óþolandi – þau eru ekkert annað en reynsla. Við þurfum nýtt orð yfir mistök.“ Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, og verðandi forstjóri Landsnets ávarpaði fundinn. Elísabet Blöndal Þórhallur Gunnarsson og Andrés Jónsson, ráðgjafar í framkomu og leiðtogafærni, tóku undir orð Rögnu og hvöttu til þess að hætt yrði að tala um mistök. Þess í stað lögðu þeir til að orðið reynsluspor yrði tekið upp. Anna Signý Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Kolibri, minnti á hugrekki sem vöðva sem þarf að þjálfa: „Það er engin heppni í því að vera rétt manneskja – maður þarf að vinna í því og sækjast í það sem mann langar til að gera.“ Þórhallur Gunnarsson og Andrés Jónsson þáttastjórnendur Bakherbergisins. Elísabet Blöndal Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður RARIK, talaði um leiðina að stjórnarsæti og minnti á mikilvægi þess að átta sig á þeirri færni og reynslu sem við búum yfir og gagnleg er fyrirtækjum. Guðný Helga Jónsdóttir, forstjóri VÍS, talaði um mikilvægi þess að leiðtogar byggi upp jákvæða vinnustaðamenningu með heiðarleika og gleði að leiðarljósi: „Það er ekkert mál að ná skjótum árangri í mikilli árangursmenningu – en það er nánast útilokað til lengri tíma nema fólki líði vel. Vinnustaðamenning er langhlaup, ekki spretthlaup.“ Guðný Helga Jónsdóttir, forstjóri VÍS. Elísabet Blöndal Hún lagði jafnframt áherslu á að árangur og umhyggja væru ekki andstæður heldur samverkandi kraftar. „Ég hef óþol fyrir leiðindum – það er gleðin sem knýr mig áfram.“ Stjórn KÍO: Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir, Marta Rós Karlsdóttir, Elísabet Ýr Sveinsdóttir, Selma Svavarsdóttir, Ása Björk Jónsdóttir, Rauan Meribekova, Valdís Guðmundsdóttir og Heiða Halldórsdóttir. (Á myndina vantar Ásgerði K. Sigurðardóttir og Helgu Kristínu Jóhannsdóttir).Elísabet Blöndal Orkumál Jafnréttismál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að áhersla hafi á ráðstefnunni verið lögð á leiðtogafærni, hugrekki og sjálfbæra framtíð þar sem öflugur hópur fyrirlesara deildu á kraftmikinn en einlægan hátt sinni reynslu. Jóhann Páll Jóhannson, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, flutti opnunarávarp ráðstefnunnar og lýsti vilja ráðuneytisins til samstarfs við KÍO. „Ég hef mælt fyrir einföldun á leyfisferlum í orkumálum og er boðinn og búinn til samstarfs við KÍO um greiningar, átaksverkefni eða hvað eina sem tengist markmiðum samtakanna.“ Jóhann Páll Jóhannsson ráðherra ávarpaði samkomuna. Elísabet Blöndal Selma Svavarsdóttir, formaður stjórnar KÍO, ræddi mikilvægi tengslamyndunar, þakkaði fyrir mikinn áhuga á KÍO deginum og lýsti orkugeiranum sem spennandi og vaxandi vettvangi fyrir fjölbreyttan hóp. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis og verðandi forstjóri Landsnets kallaði eftir nýrri sýn á mistök: „Orðið ‘mistök’ er óþolandi – þau eru ekkert annað en reynsla. Við þurfum nýtt orð yfir mistök.“ Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, og verðandi forstjóri Landsnets ávarpaði fundinn. Elísabet Blöndal Þórhallur Gunnarsson og Andrés Jónsson, ráðgjafar í framkomu og leiðtogafærni, tóku undir orð Rögnu og hvöttu til þess að hætt yrði að tala um mistök. Þess í stað lögðu þeir til að orðið reynsluspor yrði tekið upp. Anna Signý Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Kolibri, minnti á hugrekki sem vöðva sem þarf að þjálfa: „Það er engin heppni í því að vera rétt manneskja – maður þarf að vinna í því og sækjast í það sem mann langar til að gera.“ Þórhallur Gunnarsson og Andrés Jónsson þáttastjórnendur Bakherbergisins. Elísabet Blöndal Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður RARIK, talaði um leiðina að stjórnarsæti og minnti á mikilvægi þess að átta sig á þeirri færni og reynslu sem við búum yfir og gagnleg er fyrirtækjum. Guðný Helga Jónsdóttir, forstjóri VÍS, talaði um mikilvægi þess að leiðtogar byggi upp jákvæða vinnustaðamenningu með heiðarleika og gleði að leiðarljósi: „Það er ekkert mál að ná skjótum árangri í mikilli árangursmenningu – en það er nánast útilokað til lengri tíma nema fólki líði vel. Vinnustaðamenning er langhlaup, ekki spretthlaup.“ Guðný Helga Jónsdóttir, forstjóri VÍS. Elísabet Blöndal Hún lagði jafnframt áherslu á að árangur og umhyggja væru ekki andstæður heldur samverkandi kraftar. „Ég hef óþol fyrir leiðindum – það er gleðin sem knýr mig áfram.“ Stjórn KÍO: Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir, Marta Rós Karlsdóttir, Elísabet Ýr Sveinsdóttir, Selma Svavarsdóttir, Ása Björk Jónsdóttir, Rauan Meribekova, Valdís Guðmundsdóttir og Heiða Halldórsdóttir. (Á myndina vantar Ásgerði K. Sigurðardóttir og Helgu Kristínu Jóhannsdóttir).Elísabet Blöndal
Orkumál Jafnréttismál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira