Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. apríl 2025 20:32 Það er óboðlegt að fólk sem bíður brottvísunar en hefur ekki brotið af sér dúsi í fangelsi á meðan það bíður. Á sama tíma er ekki pláss fyrir aðra sem bíða þess að hefja afplánun. Þetta segir dómsmálaráðherra sem segir vinnu hafna við úrbætur, meðal annars með leit að húsnæði sem hægt væri að nýta til bráðabirgða. Þá komi til greina að horfa til Svíþjóðar þar sem þekkist að fangar deili klefa. Settur fangelsismálastjóri sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að óvenju margir hafa sætt gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins undanfarna mánuði. Á sama tíma eru boðunarlistar í afplánun langir og færst hefur í vöxt á síðustu misserum að refsingar fyrnist. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segist líta stöðuna alvarlegum augum. „Fangelsismál á Íslandi þau hafa verið vanrækt um allnokkurra ára skeið og afleiðingarnar eru að birtast okkur núna. Í gunninn snýst málið einfaldlega um það að plássin eru of fá. Við erum að skoða leiðir til úrbóta þar um,“ segir Þorbjörg. Í því sambandi skipti fyrirhuguð uppbygging nýs öryggisfangelsi miklu máli. „Það er verkefni sem er talið í árum og jafnvel eftir að það rís þá verður vandinn ekki allur leystur með því. Þannig ég er að skoða aðrar leiðir, ég er til dæmis að skoða að finna húsnæði sem þá þegar er til þar sem hægt er að vera með nokkur rými,“ nefnir hún sem dæmi. Þá komi til greina að skoða svipaðar leiðir og í Svíþjóð þar sem þekkist að tveir fangar deili klefum, það er við aðstæður þar sem það þykir í lagi. „Þannig við erum með ýmsar leiðir til þess að bregðast við nú þegar,“ segir Þorbjörg. Fangelsin megi ekki vera full af fólki sem ekki eigi þangað erindi Nokkuð er einnig um að erlendir einstaklingar sem bíða brottvísunar, en eru ekki grunaðir um refsiverða háttsemi, bíði í fangelsi þar til þeim er vísað úr landi. „Það er vegna þess að síðasta ríkisstjórn gat ekki komið sér saman um hvar geyma eða vista ætti fólk þangað til það færi úr landinu,“ segir Þorbjörg. Þetta eigi við um fólk sem er búið að fara í gegnum allar þær kæruleiðir sem fyrir hendi eru í kerfinu, fengið neitun, en er ekki samvinnufúst um að fara úr landi. „Í stað þess að eiga einhverja brottfararstöð eða brottfararúrræði fyrir þetta fólk var farin sú leið að vista þetta fólk frekar í fangelsum. Þetta hefur líka áhrif á stöðuna í fangelsunum og þess vegna þurfum við úrræði fyrir þetta fólk til þess að fangelsið sé ekki fullt af fólki sem á ekkert erindi í fangelsi,“ segir Þorbjörg. Í ljósi langra boðunarlista í afplánun er staðan sú að nokkuð algengt er að refsing fyrnist áður en dómþolar ná að hefja afplánun. Þetta segir ráðherra ekki ásættanlega stöðu. „Það er að gerast allt of oft að dómar fyrnast sem þýðir á íslensku að dómar eru einfaldlega ekki afplánaðir. Þetta gátum við séð jafnvel í alvarlegum afbrotum eins og ofbeldisbrotum og meira að segja í kynferðisbrotum. Það er auðvitað ekki í lagi, það er ekki fyrir lagi fyrir samfélagið, það er ekki boðlegt gagnvart brotaþolum,“ segir Þorbjörg. Fangelsismál Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Sjá meira
Settur fangelsismálastjóri sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að óvenju margir hafa sætt gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins undanfarna mánuði. Á sama tíma eru boðunarlistar í afplánun langir og færst hefur í vöxt á síðustu misserum að refsingar fyrnist. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segist líta stöðuna alvarlegum augum. „Fangelsismál á Íslandi þau hafa verið vanrækt um allnokkurra ára skeið og afleiðingarnar eru að birtast okkur núna. Í gunninn snýst málið einfaldlega um það að plássin eru of fá. Við erum að skoða leiðir til úrbóta þar um,“ segir Þorbjörg. Í því sambandi skipti fyrirhuguð uppbygging nýs öryggisfangelsi miklu máli. „Það er verkefni sem er talið í árum og jafnvel eftir að það rís þá verður vandinn ekki allur leystur með því. Þannig ég er að skoða aðrar leiðir, ég er til dæmis að skoða að finna húsnæði sem þá þegar er til þar sem hægt er að vera með nokkur rými,“ nefnir hún sem dæmi. Þá komi til greina að skoða svipaðar leiðir og í Svíþjóð þar sem þekkist að tveir fangar deili klefum, það er við aðstæður þar sem það þykir í lagi. „Þannig við erum með ýmsar leiðir til þess að bregðast við nú þegar,“ segir Þorbjörg. Fangelsin megi ekki vera full af fólki sem ekki eigi þangað erindi Nokkuð er einnig um að erlendir einstaklingar sem bíða brottvísunar, en eru ekki grunaðir um refsiverða háttsemi, bíði í fangelsi þar til þeim er vísað úr landi. „Það er vegna þess að síðasta ríkisstjórn gat ekki komið sér saman um hvar geyma eða vista ætti fólk þangað til það færi úr landinu,“ segir Þorbjörg. Þetta eigi við um fólk sem er búið að fara í gegnum allar þær kæruleiðir sem fyrir hendi eru í kerfinu, fengið neitun, en er ekki samvinnufúst um að fara úr landi. „Í stað þess að eiga einhverja brottfararstöð eða brottfararúrræði fyrir þetta fólk var farin sú leið að vista þetta fólk frekar í fangelsum. Þetta hefur líka áhrif á stöðuna í fangelsunum og þess vegna þurfum við úrræði fyrir þetta fólk til þess að fangelsið sé ekki fullt af fólki sem á ekkert erindi í fangelsi,“ segir Þorbjörg. Í ljósi langra boðunarlista í afplánun er staðan sú að nokkuð algengt er að refsing fyrnist áður en dómþolar ná að hefja afplánun. Þetta segir ráðherra ekki ásættanlega stöðu. „Það er að gerast allt of oft að dómar fyrnast sem þýðir á íslensku að dómar eru einfaldlega ekki afplánaðir. Þetta gátum við séð jafnvel í alvarlegum afbrotum eins og ofbeldisbrotum og meira að segja í kynferðisbrotum. Það er auðvitað ekki í lagi, það er ekki fyrir lagi fyrir samfélagið, það er ekki boðlegt gagnvart brotaþolum,“ segir Þorbjörg.
Fangelsismál Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent