Handbolti

Jón Hall­dórs­son kjörinn for­maður HSÍ

Smári Jökull Jónsson skrifar
Jón Halldórsson er formaður handknattleiksdeildar Vals og eigandi KVAN.
Jón Halldórsson er formaður handknattleiksdeildar Vals og eigandi KVAN.

Jón Halldórsson var í gær kjörinn formaður Handknattleikssambands Íslands til næstu tveggja ára. Hann var einn í framboði á 68. ársþingi sambandsins í dag.

Jón verður fimmtándi formaður HSÍ síðan sambandið var stofnað. Hann tekur við af Guðmundi B. Ólafssyni sem verið hefur formaður frá árinu 2013. Ásgeir Jónsson var kjörinn varaformaður án mótframboðs.

Jón var fyrstur til að tilkynna um framboð til formanns þegar Guðmundur greindi frá því að hann myndi ekki gefa kost á sér áfram. Hann er í dag formaður handknattleiksdeildar Vals og hefur mikla reynslu af störfum innan handboltans.

Ásgeir Jónsson sem kjörinn var varaformaður HSÍ í dag hefur verið formaður handknattleiksdeildar FH undanfarin ár. 

Afhentu heiðursviðurkenningar

Fráfarandi formaður var sæmdur æðsta heiðursmerki HSÍ á ársþinginu í gær sem og heiðurskrossi ÍSÍ fyrir framúrskarandi störf fyrir HSÍ og handbolthreyfinguna. Reynir Stefánsson fráfarandi varaformaður hlaut gullmerki HSÍ og Páll Þórólfsson, sem gegnt hefur starfi formanns landsliðsnefndar, hlaut einnig gullmerki.

Auk Jóns og Ásgeirs kemur Ásgeir Sveinsson einnig nýr inn í stjórn sambandsins. Hana skipa nú auk Jóns og nafnanna Ásgeirs Jónssonar og Sveinssonar þau Sigurborg Kristinsdóttir, Bjarni Ákason, Guðríður Guðjónsdóttir, Kristín Þórðardóttir, Inga Lilja Lárusdóttir og Ólafur Örn Haraldsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×