Fótbolti

Há­kon Arnar lék allan tímann þegar Lil­le tapaði stór­leik

Smári Jökull Jónsson skrifar
Hákon Arnar og félagar í Lille máttu sætta sig við tap í kvöld.
Hákon Arnar og félagar í Lille máttu sætta sig við tap í kvöld. Visir/AP

Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille sem mætti Lyon í afar mikilvægum leik í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Bæði lið eru í baráttu um sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Fyrir leikinn í kvöld var Lille í 5. sæti frönsku deildarinnar með 47 stig, jafnmörg og Nice sem var sæti ofar og tveimur stigum á undan Lyon.

Strax á fyrstu mínútu leiksins skoraði Bafode Diakite fyrir gestina frá Lille og kom þeim í 1-0 forystu en sjö mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks jafnaði Alexandre Lacazette metin fyrir Lyon úr vítaspyrnu.

Í síðari hálfleik skoraði síðan Ryan Cherki sigurmark Lyon eftir sendingu frá Corentin Tolisso. Lokatölur 2-1 heimaliðinu í vil og Lyon lyftir sér þar með upp í fjórða sæti deildarinnar en fjögur efstu liðin fá sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Hákon Arnar lék allan leikinn fyrir Lyon í kvöld og var einn besti maður liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×