Innlent

Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Lottómiðar.
Lottómiðar. Vísir/Vilhelm

Tveir skiptu með sér sjöföldum fyrsta lottóvinningi vikunnar og fá þeir hvor um sig rúmlega 79,2 milljónir króna. Rúmlega 20 þúsund hlutu vinning í Lottóútdrætti vikunnar.

Annar sigurvegarinn er með miðann sinn í áskrtift en hinn keypti í appinu.

Potturinn var sögulega hár eða um 160 milljónir.

Bónusvinningurinn skiptist á fjóra spilara og hlutur hvers og eins er rúmlega 530 þúsund. Einn miðinn var keyptur í Krambúðinni í Búðardal, einn í appinu og tveir á lotto.is

Enginn var með 1. vinning í Jóker kvöldsins en níu nældu sér í 2. vinning sem er upp á 125 þúsund krónur.

Miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum: Sbarro við Suðurfell í Reykjavík, Krambúðinni Selfossi, N1 við Ártúnshöfða í Reykjavík, N1 á Selfossi, tveir í appinu, tveir á lotto.is og einn var í áskrift.

Heildarfjöldi vinningshafa í þessum útdrætti var 20.487.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×