Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. apríl 2025 10:04 Þyrla Ratcliffe flaug daglega til og frá Egilsstaðaflugvelli í síðustu viku með vistir handa fjallgönguhópi við Kverkfjöll. Vísir/Jóhann K/Sigurjón Daglegar ferðir svartrar þyrlu, sem breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe á, til og frá Egilsstöðum vöktu athygli Héraðsbúa í síðust viku. Á daginn kom að þyrlan hafði verið að ferja vistir fyrir Ratcliffe og félaga í fjallaferð á Austurlandi. Austurfrétt greindu fyrst frá máli svörtu þyrlunnar sem hefur verið notuð til ferða milli Egilsstaðaflugvallar og Vopnafjarðar. Tvær einkaþotur merktar Ineos, félagi Ratcliffe, lentu fyrir austan á miðvikudag og hefur þyrlan síðan verið daglega á ferðinni, að því er fram kemur hjá Austurfrétt. Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Six Rivers-verkefnisins, sagði við Austurfrétt að þyrlan hafi undanfarna daga verið að aðstoða hóp á vegum Ratcliffe í fjallaferð í kringum Kverkfjöll og Laugarfell. Þyrlan hafi verið notuð til að ferja vistir og vera til taks fyrir hópinn. Fólkið heldur aftur af landi brott í dag Laxveiði, jarðarkaup og fótbolti Ratcliffe stofnaði Six Rivers-verkefnið árið 2019 en markmið þess er að vernda villta Atlantshafslaxinn og sporna við fækkun hans. Verkefnið heldur utan um gögn um laxinn, stendur fyrir uppbyggingu í tengslum við laxveiði og skipuleggur fluguveiðiferðir. Ratcliffe hefur verið stórtækur í jarðarkaupum fyrir Austan. Í gegnum fyrirtæki sitt Sólarsali ehf. á Ratcliffe 29 jarðir við og í kringum Vopnafjörð. Það gerir hann að fjórða stærsta landeiganda Íslands. Samkvæmt fréttaskýringu Rúv um jarðarkaup Ratcliffe frá 2019 eru jarðir í hans eign þó nokkuð fleiri, eða 39 talsins. Hann lýsti því svo yfir 2021 að hann hygðist ekki kaupa fleiri jarðir og ætlaði að einbeita sér að verndun laxastofnsins þaðan af. Sennilega á nýjasta eign hans, Manchester United, hug hans allan þessa dagana. Egilsstaðaflugvöllur Múlaþing Jarðakaup útlendinga Fréttir af flugi Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Austurfrétt greindu fyrst frá máli svörtu þyrlunnar sem hefur verið notuð til ferða milli Egilsstaðaflugvallar og Vopnafjarðar. Tvær einkaþotur merktar Ineos, félagi Ratcliffe, lentu fyrir austan á miðvikudag og hefur þyrlan síðan verið daglega á ferðinni, að því er fram kemur hjá Austurfrétt. Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Six Rivers-verkefnisins, sagði við Austurfrétt að þyrlan hafi undanfarna daga verið að aðstoða hóp á vegum Ratcliffe í fjallaferð í kringum Kverkfjöll og Laugarfell. Þyrlan hafi verið notuð til að ferja vistir og vera til taks fyrir hópinn. Fólkið heldur aftur af landi brott í dag Laxveiði, jarðarkaup og fótbolti Ratcliffe stofnaði Six Rivers-verkefnið árið 2019 en markmið þess er að vernda villta Atlantshafslaxinn og sporna við fækkun hans. Verkefnið heldur utan um gögn um laxinn, stendur fyrir uppbyggingu í tengslum við laxveiði og skipuleggur fluguveiðiferðir. Ratcliffe hefur verið stórtækur í jarðarkaupum fyrir Austan. Í gegnum fyrirtæki sitt Sólarsali ehf. á Ratcliffe 29 jarðir við og í kringum Vopnafjörð. Það gerir hann að fjórða stærsta landeiganda Íslands. Samkvæmt fréttaskýringu Rúv um jarðarkaup Ratcliffe frá 2019 eru jarðir í hans eign þó nokkuð fleiri, eða 39 talsins. Hann lýsti því svo yfir 2021 að hann hygðist ekki kaupa fleiri jarðir og ætlaði að einbeita sér að verndun laxastofnsins þaðan af. Sennilega á nýjasta eign hans, Manchester United, hug hans allan þessa dagana.
Egilsstaðaflugvöllur Múlaþing Jarðakaup útlendinga Fréttir af flugi Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira