JT Batson, framkvæmdastjóri bandaríska sambandsins, vill þá sjá stærsta heimsmeistaramót sögunnar.
„48 þjóðir er eitthvað sem við höfum stutt með mikilli ástríðu,“ sagði Batson við hóp blaðamanna í gær.
„Við teljum að það yrði ótrúlega gott fyrir vöxt kvennafótboltans,“ bætti Batson við. ESPN segir frá.
Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur þegar komið því í gegn að fjölga þjóðum í 48 á næsta heimsmeistaramóti karla sem fer fram á næsta ári og er hann líka einn af stuðningsmönnum þess að 64 þjóðir taki þátt í HM karla árið 2030.
Það myndi þýða að tvöfalt fleiri þjóðir tækju þátt í HM karla en í HM kvenna verði engar breytingar gerðar á kvennamótinu.
HM kvenna árið 2027 fer fram í Brasilíu og þar verða 32 þjóðir eins og heimsmeistaramótinu fjórum árum fyrr. Þátttökuliðum var fjölgað á HM kvenna úr 16 í 24 árið 2015 og svo aftur upp í 32 þjóðir í síðustu keppni.
Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei komist á heimsmeistaramótið en hefur verið nálægt það undanfarin ár. Liðið hefur aftur á móti verið með á öllum Evrópumeistaramótum undanfarin sextán ár.
Bandaríkjamenn ætla að halda HM kvenna 2031 ásamt öðrum þjóðum í Norður- og Mið-Ameríku en Batson segir að fjöldi leikja munu hafa áhrif á það hversu margrar þjóðir bætast í hóp gestgjafa.
Bandaríkin halda HM karla 2026 með Mexíkó og Kanada sem eru einnig líklegir samstarfsaðilar á kvennamótinu eftir sex ár.