Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. apríl 2025 18:09 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play hefur þegið sáttarboð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna lögbrots í tengslum við birtingu upplýsinga um minni tekjuöflun félagsins. Í sáttinni felst að félagið greiðir 15.800.000 í sekt. Rannsóknin sneri að því hvort Play hefði brotið gegn lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum með því að senda upplýsingar um rekstrarafkomu og tekjuöflun félagsins nokkrum dögum of seint á markaðinn. Í fyrra sagði Birgir Jónsson, þáverandi forstjóri Play, að málið hefði ekki snúist um viðskipti heldur aðeins upplýsingagjöf. „FME er að skoða upplýsingagjöf hjá okkur sem átti sér stað 2022, í október og nóvember. Þeir eru að velta fyrir sér hvort það hefðu myndast innherjaupplýsingar á tilteknum degi. Þetta snýst þá bara um það að þegar stjórnendur skráðra fyrirtækja vita eitthvað, hvort þeir eru nógu fljótir að senda eitthvað út á markaðinn,“ sagði Birgir í fyrra. „En þetta snýst bara um það, hvort við hefðum átt að segja markaðnum eitthvað sem lá fyrir í rekstrinum nokkrum dögum áður en við gerðum það, eða ekki.“ Þá sagði hann að svona mál endi oft með sekt en stundum ekki með neinu. Innherjaupplýsingar eða almennar væntingar Fram kemur í tilkynningu Play til Kauphallarinanr að Play hefði haldið því fram að upplýsingarnar sem um ræðir hafi ekki verið innherjaupplýsingar, því að upphafleg spá félagsins hafi verið tiltölulega opin og falið í sér fremur almennt orðaðar væntingar. „Þá taldi félagið upplýsingarnar, í þeirri mynd sem um ræðir, ekki verðmótandi. Fjármálaeftirlitið tók þó ekki undir þá afstöðu.“ Þá segir að Play hafi frá upphafi athugunar fjármálaeftirlitsins verið samstarfsfúst og veitt eftirlitinu aðgang að öllum gögnum sem leiddu til þessarar sáttaniðurstöðu. „Í sáttinni felst að félagið greiðir kr. 15.800.000 í sekt og gengst við þeirri niðurstöðu fjármálaeftirlitsins að félagið hafi brotið gegn 1. mgr. 17. gr. MAR. Málinu er þar með lokið að fullu.“ Play Fréttir af flugi Fjármálamarkaðir Kauphöllin Tengdar fréttir Play gefur ekkert upp um rannsókn FME á mögulegri markaðsmisnotkun Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands rannsakar nú mögulegt brot Play á lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum, sem getur meðal annars varðað frestun á birtingu innherjaupplýsinga eða upplýsingagjöf í tengslum markaðsþreifingar, en flugfélagið segir málið vera „í vinnslu“ og tjáir sig ekki um hvaða atvik sé að ræða. Hlutabréfaverð Play hefur fallið um 40 prósent á nokkrum dögum í litlum viðskiptum eftir að félagið birti uppgjör sem sýndi bágborna lausafjárstöðu og boðaði því hlutafjárútboð til að styrkja hana. 13. febrúar 2024 17:07 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Rannsóknin sneri að því hvort Play hefði brotið gegn lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum með því að senda upplýsingar um rekstrarafkomu og tekjuöflun félagsins nokkrum dögum of seint á markaðinn. Í fyrra sagði Birgir Jónsson, þáverandi forstjóri Play, að málið hefði ekki snúist um viðskipti heldur aðeins upplýsingagjöf. „FME er að skoða upplýsingagjöf hjá okkur sem átti sér stað 2022, í október og nóvember. Þeir eru að velta fyrir sér hvort það hefðu myndast innherjaupplýsingar á tilteknum degi. Þetta snýst þá bara um það að þegar stjórnendur skráðra fyrirtækja vita eitthvað, hvort þeir eru nógu fljótir að senda eitthvað út á markaðinn,“ sagði Birgir í fyrra. „En þetta snýst bara um það, hvort við hefðum átt að segja markaðnum eitthvað sem lá fyrir í rekstrinum nokkrum dögum áður en við gerðum það, eða ekki.“ Þá sagði hann að svona mál endi oft með sekt en stundum ekki með neinu. Innherjaupplýsingar eða almennar væntingar Fram kemur í tilkynningu Play til Kauphallarinanr að Play hefði haldið því fram að upplýsingarnar sem um ræðir hafi ekki verið innherjaupplýsingar, því að upphafleg spá félagsins hafi verið tiltölulega opin og falið í sér fremur almennt orðaðar væntingar. „Þá taldi félagið upplýsingarnar, í þeirri mynd sem um ræðir, ekki verðmótandi. Fjármálaeftirlitið tók þó ekki undir þá afstöðu.“ Þá segir að Play hafi frá upphafi athugunar fjármálaeftirlitsins verið samstarfsfúst og veitt eftirlitinu aðgang að öllum gögnum sem leiddu til þessarar sáttaniðurstöðu. „Í sáttinni felst að félagið greiðir kr. 15.800.000 í sekt og gengst við þeirri niðurstöðu fjármálaeftirlitsins að félagið hafi brotið gegn 1. mgr. 17. gr. MAR. Málinu er þar með lokið að fullu.“
Play Fréttir af flugi Fjármálamarkaðir Kauphöllin Tengdar fréttir Play gefur ekkert upp um rannsókn FME á mögulegri markaðsmisnotkun Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands rannsakar nú mögulegt brot Play á lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum, sem getur meðal annars varðað frestun á birtingu innherjaupplýsinga eða upplýsingagjöf í tengslum markaðsþreifingar, en flugfélagið segir málið vera „í vinnslu“ og tjáir sig ekki um hvaða atvik sé að ræða. Hlutabréfaverð Play hefur fallið um 40 prósent á nokkrum dögum í litlum viðskiptum eftir að félagið birti uppgjör sem sýndi bágborna lausafjárstöðu og boðaði því hlutafjárútboð til að styrkja hana. 13. febrúar 2024 17:07 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Play gefur ekkert upp um rannsókn FME á mögulegri markaðsmisnotkun Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands rannsakar nú mögulegt brot Play á lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum, sem getur meðal annars varðað frestun á birtingu innherjaupplýsinga eða upplýsingagjöf í tengslum markaðsþreifingar, en flugfélagið segir málið vera „í vinnslu“ og tjáir sig ekki um hvaða atvik sé að ræða. Hlutabréfaverð Play hefur fallið um 40 prósent á nokkrum dögum í litlum viðskiptum eftir að félagið birti uppgjör sem sýndi bágborna lausafjárstöðu og boðaði því hlutafjárútboð til að styrkja hana. 13. febrúar 2024 17:07