Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 4. apríl 2025 13:02 Mikið er talað um eitraða karlmennsku þessa dagana. Mikils misskilnings gætir hins vegar í umræðunni og margir halda að verið sé að segja að allir karlmenn séu vondir og eitraðir. Það er alls ekki rétt en svo sem skiljanlegt að fólk haldi það ef það les ekkert nema fyrirsagnir og setur sig ekki inn í málið. Karlennska er ekki slæm og flestir karlmenn eru yndislegir og eiga að vera stoltir af sinni karlmennsku. Hún getur verið falleg og sterk. Karlmennskan eða staðalímynd karlmannsins hefur hins vegar ýmsar skuggahliðar eins og að krefja karlmenn um að loka á tilfinningar sínar og bæla þær niður. Það veit ekki á gott og getur brotist út í reiði, neyslu og ofbeldi og mögulegu sjálfsvígi. Margir karlmenn hafa orðið fyrir áföllum og ofbeldi sem börn og mikilvægt er að þeir fái rými í samfélaginu til að tjá það án þess að verða fyrir aðkasti. Femínismi sem sumir halda að sé á móti karlmönnum berst einmitt fyrir því að karlmenn geti brotist útúr þessu fangelsi eða skuggahliðum karlmennskunnar og fái að tjá sig og þora að þiggja hjálp. Því þessar skuggahliðar eru ekki góðar fyrir neinn, ekki karlmenn né konur eða aðra. En ef það eru skuggahliðar á karlmennskunni hljóta líka að vera skuggahliðar á kvenmennskunni. Minna hefur samt verið talað um það. Í kennslu minni með nemendum á framhaldsskólastigi teiknum við oft upp bleika og bláa boxið sem eru staðalímyndir kynjanna. Í bleika boxinu koma ýmsar skuggahliðar eins og hlutgerving og að líta á sig sem kynlífsviðfang karlmanna, ósjálfstæði og meðvirkni og fleira í þeim dúr. Að trúa því að tilgangur lífsins sé að þóknast karlmanni kynferðislega og hugsa um hann eins og móðir, elda fyrir hann, þvo af honum, þrífa fyrir hann og sinna börnunum fyrir hann getur því verið eitruð kvenmennska. Trad wife hugmyndafræðin er því í raun eitruð kvenmennska. Ég er ekki að segja að það séu ekki til konur sem þrá eingöngu að hugsa um börn og heimili og alls ekki að banna þeim það. En að gera þessa kröfu og reyna að hindra að konur séu sterkar og sjálfstæðar og leggi eitthvað af mörkum til samfélagsins í gegnum vísindi, pólitík,kennslu, umönnun þrif eða annað starf er alls ekki gott. Það má því segja að kona sem lítur á sig eingöngu sem kynlífsviðfang sé að birta eitraða kvenmennsku. Klámið er stútfullt af eitraðri kvenmennsku og eitraðri karlmennsku. Þetta eru skuggahliðarnar á kynhlutverkunum. Ástæðan fyrir því að það er ekki talað um þetta á sama hátt og eitraða karlmennsku er að hún er ekki að skaða beint aðra manneskju. Eitraða kvenmennskan beinist því að konunum sjálfum og þeirra sjálfsmynd. Skuggahliðar karlmennskunnar er hins vegar að beita aðra (gjarnan konur og börn) ofbeldi og þess vegna er svona miklivægt að vinna gegn henni. Það er ekki gott að 20% karlmanna finni sig knúna til að beita konur og börn ofbeldi. Við þurfum að stöðva það með öllum ráðum fyrir alla í samfélaginu. Karlmennska getur verið falleg og sterk. Hlúum að henni og misskiljum ekki baráttuna gegn skuggahliðum karlmennskunnar. Hún gagnast karlmönnum sem og konum og öðrum. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikið er talað um eitraða karlmennsku þessa dagana. Mikils misskilnings gætir hins vegar í umræðunni og margir halda að verið sé að segja að allir karlmenn séu vondir og eitraðir. Það er alls ekki rétt en svo sem skiljanlegt að fólk haldi það ef það les ekkert nema fyrirsagnir og setur sig ekki inn í málið. Karlennska er ekki slæm og flestir karlmenn eru yndislegir og eiga að vera stoltir af sinni karlmennsku. Hún getur verið falleg og sterk. Karlmennskan eða staðalímynd karlmannsins hefur hins vegar ýmsar skuggahliðar eins og að krefja karlmenn um að loka á tilfinningar sínar og bæla þær niður. Það veit ekki á gott og getur brotist út í reiði, neyslu og ofbeldi og mögulegu sjálfsvígi. Margir karlmenn hafa orðið fyrir áföllum og ofbeldi sem börn og mikilvægt er að þeir fái rými í samfélaginu til að tjá það án þess að verða fyrir aðkasti. Femínismi sem sumir halda að sé á móti karlmönnum berst einmitt fyrir því að karlmenn geti brotist útúr þessu fangelsi eða skuggahliðum karlmennskunnar og fái að tjá sig og þora að þiggja hjálp. Því þessar skuggahliðar eru ekki góðar fyrir neinn, ekki karlmenn né konur eða aðra. En ef það eru skuggahliðar á karlmennskunni hljóta líka að vera skuggahliðar á kvenmennskunni. Minna hefur samt verið talað um það. Í kennslu minni með nemendum á framhaldsskólastigi teiknum við oft upp bleika og bláa boxið sem eru staðalímyndir kynjanna. Í bleika boxinu koma ýmsar skuggahliðar eins og hlutgerving og að líta á sig sem kynlífsviðfang karlmanna, ósjálfstæði og meðvirkni og fleira í þeim dúr. Að trúa því að tilgangur lífsins sé að þóknast karlmanni kynferðislega og hugsa um hann eins og móðir, elda fyrir hann, þvo af honum, þrífa fyrir hann og sinna börnunum fyrir hann getur því verið eitruð kvenmennska. Trad wife hugmyndafræðin er því í raun eitruð kvenmennska. Ég er ekki að segja að það séu ekki til konur sem þrá eingöngu að hugsa um börn og heimili og alls ekki að banna þeim það. En að gera þessa kröfu og reyna að hindra að konur séu sterkar og sjálfstæðar og leggi eitthvað af mörkum til samfélagsins í gegnum vísindi, pólitík,kennslu, umönnun þrif eða annað starf er alls ekki gott. Það má því segja að kona sem lítur á sig eingöngu sem kynlífsviðfang sé að birta eitraða kvenmennsku. Klámið er stútfullt af eitraðri kvenmennsku og eitraðri karlmennsku. Þetta eru skuggahliðarnar á kynhlutverkunum. Ástæðan fyrir því að það er ekki talað um þetta á sama hátt og eitraða karlmennsku er að hún er ekki að skaða beint aðra manneskju. Eitraða kvenmennskan beinist því að konunum sjálfum og þeirra sjálfsmynd. Skuggahliðar karlmennskunnar er hins vegar að beita aðra (gjarnan konur og börn) ofbeldi og þess vegna er svona miklivægt að vinna gegn henni. Það er ekki gott að 20% karlmanna finni sig knúna til að beita konur og börn ofbeldi. Við þurfum að stöðva það með öllum ráðum fyrir alla í samfélaginu. Karlmennska getur verið falleg og sterk. Hlúum að henni og misskiljum ekki baráttuna gegn skuggahliðum karlmennskunnar. Hún gagnast karlmönnum sem og konum og öðrum. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun