Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Árni Sæberg skrifar 4. apríl 2025 11:10 Jóhannes Felixsson, Jói Fel, rak bakarí um árabil. Vísir/Vilhelm Einungis fjórtán prósent fengust upp í samþykktar kröfur í þrotabú Bakarís Jóa Fel. Lýstar kröfur námu 330 milljónum króna. Bakarí Jóa Fel var tekið til gjaldþrotaskipta í september árið 2020 að kröfu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sem var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Krafan um gjaldþrot var lögð fram á grundvelli vangoldinna iðgjalda. Þau hafi verið innheimt af launum starfsfólks en ekki skilað til sjóðsins. Þá mun fyrirtækið ekki hafa greitt mótframlag af launum starfsfólks til lífeyrissjóðsins. Tæpar tuttugu milljónir fengust Í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu um skiptalok búsins segir að skiptum hafi lokið í júní árið 2022 með úthlutunargerð. Lýstar kröfur í búið hafi numið 333,4 milljónum króna en samþykktar kröfur 140,6 milljónum króna. Skiptatrygging að fjárhæð 350 þúsund krónu hafi fengist að gullu endurgreidd, 18,9 milljónir króna hafi fengist upp í veðkröfur og 935 þúsund krónur upp í forgangskröfur. Meðal forgangskrafna eru launakröfur. Samtals hafi því fengist greiddar 19,8 milljónir króna upp í samþykktar kröfur, eða 14,1 prósent. Leiða má líkur að því að fjármunir í þrotabúinu hafi helst verið tilkomnir vegna sölu á tækjum og tólum bakarísins til Bakarameistarans. Bakarameistarinn opnaði tvö útibú þar sem Bakarí Jóa Fel höfðu verið, í Holtagörðum og Spönginni. Mistök við birtingu Einhverjum kynni að koma spánskt fyrir sjónir að fréttir hafi ekki verið fluttar af skiptalokum árið 2022 fyrr en nú. Ástæðan er einföld, mistök voru gerð við birtingu auglýsingar um skiptalok á sínum tíma og því var hún ekki birt fyrr en í gær. Gjaldþrot Veitingastaðir Bakarí Tengdar fréttir Aðeins tvö bakarí opin og Jói Fel segist ekkert vita Jóhannes Felixson bakari, sem rekið hefur bakarí Jóa Fel undanfarin ár, segist funda stöðugt vegna resktrarerfiðleika bakarísins. Aðeins tvö bakarí eru opin sem stendur en fjórum hefur verið lokað. 21. september 2020 11:29 Jói Fel lokar á landsbyggðinni og fjölgar útibúum í Reykjavík Bakarinn Jói Fel hefur lokað Guðnabakaríi á Selfossi og Kökuvali á Hellu. 6. september 2019 11:09 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Bakarí Jóa Fel var tekið til gjaldþrotaskipta í september árið 2020 að kröfu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sem var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Krafan um gjaldþrot var lögð fram á grundvelli vangoldinna iðgjalda. Þau hafi verið innheimt af launum starfsfólks en ekki skilað til sjóðsins. Þá mun fyrirtækið ekki hafa greitt mótframlag af launum starfsfólks til lífeyrissjóðsins. Tæpar tuttugu milljónir fengust Í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu um skiptalok búsins segir að skiptum hafi lokið í júní árið 2022 með úthlutunargerð. Lýstar kröfur í búið hafi numið 333,4 milljónum króna en samþykktar kröfur 140,6 milljónum króna. Skiptatrygging að fjárhæð 350 þúsund krónu hafi fengist að gullu endurgreidd, 18,9 milljónir króna hafi fengist upp í veðkröfur og 935 þúsund krónur upp í forgangskröfur. Meðal forgangskrafna eru launakröfur. Samtals hafi því fengist greiddar 19,8 milljónir króna upp í samþykktar kröfur, eða 14,1 prósent. Leiða má líkur að því að fjármunir í þrotabúinu hafi helst verið tilkomnir vegna sölu á tækjum og tólum bakarísins til Bakarameistarans. Bakarameistarinn opnaði tvö útibú þar sem Bakarí Jóa Fel höfðu verið, í Holtagörðum og Spönginni. Mistök við birtingu Einhverjum kynni að koma spánskt fyrir sjónir að fréttir hafi ekki verið fluttar af skiptalokum árið 2022 fyrr en nú. Ástæðan er einföld, mistök voru gerð við birtingu auglýsingar um skiptalok á sínum tíma og því var hún ekki birt fyrr en í gær.
Gjaldþrot Veitingastaðir Bakarí Tengdar fréttir Aðeins tvö bakarí opin og Jói Fel segist ekkert vita Jóhannes Felixson bakari, sem rekið hefur bakarí Jóa Fel undanfarin ár, segist funda stöðugt vegna resktrarerfiðleika bakarísins. Aðeins tvö bakarí eru opin sem stendur en fjórum hefur verið lokað. 21. september 2020 11:29 Jói Fel lokar á landsbyggðinni og fjölgar útibúum í Reykjavík Bakarinn Jói Fel hefur lokað Guðnabakaríi á Selfossi og Kökuvali á Hellu. 6. september 2019 11:09 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Aðeins tvö bakarí opin og Jói Fel segist ekkert vita Jóhannes Felixson bakari, sem rekið hefur bakarí Jóa Fel undanfarin ár, segist funda stöðugt vegna resktrarerfiðleika bakarísins. Aðeins tvö bakarí eru opin sem stendur en fjórum hefur verið lokað. 21. september 2020 11:29
Jói Fel lokar á landsbyggðinni og fjölgar útibúum í Reykjavík Bakarinn Jói Fel hefur lokað Guðnabakaríi á Selfossi og Kökuvali á Hellu. 6. september 2019 11:09