Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar 4. apríl 2025 10:30 Yfirlit og niðurstöður í máli Ásthildar Lóu samkvæmt mínum skilningi á málavöxtum. Ég hef fylgst með máli sem í daglegu tali er kennt við Ásthildi Lóu Þórsdóttur fyrrverandi menntamála- og barnamálaráðherra með vaxandi furðu. Málið byrjar á því að frétt kemur í Ríkissjónvarpinu um að Ásthildur Lóa Þórsdóttir Mennta- og barnamálaráðherra hefði átt barn fyrir 35 árum síðan eftir ástarsamband við 15 ára pilt þegar hún var sjálf 22 ára. Það hafi byrjað í trúarsöfnuði þar sem hún var leiðbeinandi og hann undir hennar leiðsögn. Mikið var gert úr því í fréttinni að það varðaði allt að þriggja ára fangelsi að leiðbeinandi hefði mök við þann sem hann leiðbeindi. Haft var eftir barnsföðurnum (piltinum) að hún hefði tálmað aðgang sinn að barninu við tvær klst. á mánuði. Hún hefði samt krafið sig um meðgjöld með barninu í 18 ár. Fram kom í fréttinni að ekki hefði náðst í Ásthildi við vinnslu hennar þannig að ekki hefði tekist að spyrja hana um hennar hlið á málinu. Morgunblaðið birti fréttina strax morguninn eftir og boðaði frekari umfjöllun. Ásthildur Lóa hélt því fram í sjónvarpsviðtali á RÚV að hún hefði ekki verið leiðbeinandi í trúarsöfnuðinum heldur verið þátttakandi eins og barnsfaðirinn. Hún sagði sambandið hafa byrjað eftir að hann hafi verið orðinn sextán ára þannig að hann hefur væntanlega verið tæplega 17 ára þegar barnið fæddist. Hún segir hann hafa sótt á sig. Hann segist telja að ekki hafi verið á sér brotið. Hún taldi sig ekki hafa tálmað aðgang hans að barninu heldur hvatt til hans. Hann hefði hins vegar lítinn áhuga sýnt á honum. Undantekningin frá því var að hann var kominn með kröfu fyrir dómi um samveru við barnið tvær helgar í mánuði án þess að leita fyrst eftir samkomulagi við hana um það. Hún sagðist ekki hafa viljað gera barnungum syni sínum það að fara svo oft á milli heimila til fólks sem hann hefði aldrei séð. Barnið hefði þá verið tveggja ára. Hún sagði að samkomulag hefði orðið um ofangreint fyrirkomulag til þess að byrja með sem síðar mætti auka og útfæra í áttina að því sem hann hefði verið með kröfur um. Hann hefði þó nánast ekkert sinnt umgengninni og því hefði ekkert frekar orðið úr málinu. Fram kom að Ásthildur Lóa hefði bankað upp á hjá konu sem sögð var fyrrverandi tengdamóðir barnsföðurins sem ég fjalla um sem uppljóstrarann hér á eftir. Tilgangurinn hefði verið að afla upplýsinga eftir að hafa rætt við hana um málið í síma. Í því hefði verið talað um að ræða betur saman en hún ekki svarað símhringingum. Fréttamenn frá öðrum miðlum en RÚV hringdu einfaldlega í trúfélagið sem virtist staðfesta frásögn Ásthildar um stöðu hennar í því. Þeir höfðu einnig komist að því í gegnum netið að í skilningi laga tilheyrði meðlagið barninu þannig að það væri ekki valkvætt að fella það niður. Sonur hennar og heimildarmanns RÚV (barnsföðurins) virtist styðja hennar frásögn af „tálmunarþættinum.“ Hann sagðist einu sinni hafa hitt blóðföður sinn af tilviljun og þá átt ágæta stund með honum og hálfsystkynum sínum en um annan samgang hefði varla verið að ræða. Ég skil málið þannig að barnsfaðirinn hafi lítt nýtt sér þann umgengnisrétt sem hann hafði.Þarna er komin mikið leiðrétt saga sem að því er mér finnst vera allt önnur en sú sem upprunalega var birt hjá fréttadeild RÚV. Því má bæta við hana að kynferðislegur lögaldur var á þessum tíma 14 ár en er núna 15 ár þannig að ekki var haft í frammi neitt ólöglegt. Stjórnarandstæðingar á þingi fóru hamförum í málinu, einkum varðandi það að brotinn hefði verið trúnaður á uppljóstraranum. Hún sagðist hafa reynt í heila viku að fá fund með forsætisráðherra um Mennta- og barnamálaráðherrann sem mætti sitja fundinn ef hún vildi. Hún sagðist hafa fengið loforð um trúnað í málinu. Hún sagði að tilgangurinn með því að fara fram á það hafi meðal annars verið að vernda Ásthildi Lóu. Skýringin virtist vera sú að Ásthildur Lóa hefði væntanlega sagt af sér eftir fundinn og getað borið fyrir sig að það væri vegna einkamála án þess að nokkur vissi um raunverulegar ástæður?Fréttin og ofangreindar skýringar ollu úlfúð í þjóðfélaginu þar sem mörgum þótti hún tilhæfulaus og illa vegið að æru Ásthildar Lóu. Næsti kafli málsins fór fram í sjónvarpsþættinum Silfrinu sem var helgaður málinu. Auk þáttarstjórnandans var mættur talsmaður fréttastofu RÚV og tveir aðrir sem mér virtust vera eins konar klapplið fyrir hann auk eins þátttakanda sem hafði áður skrifað grein þar sem frétt RÚV af málinu var gagnrýnd. Mér fannst uppstillingin vera fjórir á móti honum einum þar sem mér virtist hann fá jafnvel innan við 20% tímans til útskýringar á sínum málstað. Mér fannst það merkilegast í umræðunum að talsmaður RÚV hélt því fram að Ásthildur Lóa hefði bara aðra sýn á ofangreinda sögu heldur en uppljóstrarinn og barnsfaðirinn sem væri algengt í fréttamálum af þessu tagi. Með tilvísun til kannana ofangreindra fréttamanna frá öðrum miðlum virðist hins vegar mikilvægir þættir í sögu Áshildar Lóu af málinu staðfestir með allavega ill hrekjanlegum umsögnum. Um svipað leyti held ég að talsmaður Stígamóta hafi svarað spurningu sama eðlis að svör Ásthildar Lóu væru í stíl við svör þeirra sem væru í kynferðislegu sambandi við börn. Fréttastjóri RÚV sendi frá sér yfirlýsingu um málið. Hann bar sig illa yfir tilhæfulausum árásum á fréttamiðilinn og hve illa fréttamenn væru leiknir í þjóðfélaginu. Taldi hann miðilinn vera að veita ráðamönnum aðhald eins og skylda bæri til. Hann rakti það sem hann sagði staðreyndir í málinu. Hann minntist í þeim varla á meginkjarna þess, það er ofangreinda sögu málsins, að öðru leyti en því að hann nefndi heimsókn Ásthildar Lóu til uppljóstrarans og að algengt væri að aðilar máls hefðu ekki sömu sögu að segja eins og talsmaður RÚV í Silfrinu gerði. Eftir þetta frétti ég að fréttastofa útvarpsins hjá RÚV hefði beðist afsökunar á fréttaflutningnum. Mér er ekki kunnugt um hvort afsökunin hefði verið gerð fyrir hönd ríkisútvarpsins í heild eða bara fyrir hana sjálfa. Heldur hefur nú farið lítið fyrir henni. Á meðan þessu fór fram hélt stormurinn áfram í Alþingi. Forsætisráðherra var mest til andsvara og neitaði því að trúnaður hefði verið brotinn á uppljóstraranum en taldi að Ásthildur Lóa hefði ekki átt að berja að dyrum hjá honum. Auk þess fannst mér hún vega að aldursmuninum milli hennar og ungum aldri hins svokallaða pilts. Því virðist einnig bregða fyrir í orðum Ásthildar Lóu sjálfrar þegar hún segir að hún sé önnur manneskja í dag en fyrir 35 árum síðan. Ásthildur Lóa segist hafa sagt af sér til þess að vernda ríkisstjórnina og sinn flokk þar sem málið myndi halda áfram og áfram. Ég býst reyndar við því að henni hafi ekki litist á að halda áfram með svona einkamál milli tannanna á fólki og í fjölmiðlum þannig að hún hefði ekki síður verið að reyna að vernda sína fjölskyldu. Þegar um einkamál er að ræða sýnist mér að sá sem verður fyrir árás af þessu tagi eigi sjaldan annarra kosta völ. Einhvers staðar mun hafa komið fram að uppljóstrarinn hefði verið í sambandi við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins. Ég vona að ég fari þar rétt með. Einnig varð ég þess var í Spursmálum í Morgunblaðinu að vegið var að henni í alls óskyldu máli. Það fær mig til að hugsa hvort verið hafi í bígerð miklu víðtækari aðför og að barnsfaðirinn og uppljóstrarinn hafi einungis verið peð en ekki aðalleikendur eins og lýst hefur verið hér að ofan. Sá hluti sögunnar sem varðar hinn svokallaða pilt finnst mér afar ógeðfelldur. Margar stúlkur, einnig barnungar, hafa átt í ástarævintýrum sem getið hafa af sér barn sem þær fæddu og urðu að sitja uppi með og bera ábyrgð á óháð aldri barnsföðurins, stundum með aðstoð foreldra og annarra skyldmenna sem hefur gjörbreytt tilveru fjölskyldnanna. Ég man allavega ekki eftir því að komið hafi einhversstaðar fram að barnsfaðirinn hafi þurft að gjalda þess, að minnsta kosti ekki hvað varðar störf eða verkefni. Þarna finnst mér, samkvæmt hinni leiðréttu sögu, barnsfaðirinn hafa kvartað undan því að verða að sinna skyldum sínum. Hann virðist samkvæmt henni telja sig hafa rétt á því. Meira að segja rétt til þess að hefna sín út af því að hann hafi ekki verið gjörsamlega laus allra mála frá því barnið kom í heiminn. Athyglisvert er að hann virðist alltaf vera 15-16 ára í umfjöllun um málið og vera það ennþá. Ég veit ekki betur en að hann sé um fimmtugt. Þetta finnst mér einnig hafa verið einkennandi í málflutningi uppljóstrarans. Hann virðist telja á sér brotið að hafa þurft að greiða meðlag. Hann virðist telja á sér brotið að hann ráði ekki einn, eftir eigin hentugleikum, hvernig umgengnisrétt hann hafi óháð vilja móðurinnar sem sinnti sínum skyldum við umönnun barnsins hvernig sem á stóð. Þingheimur Alþingis og ráðherrar virðast vera honum sammála. Ég hef að minnsta kosti hvergi tekist að sjá eða heyra neitt frá neinum þar á bæ sem borið hefur brigður á það. Ég hef heldur ekki séð eða heyrt neitt frá svokölluðum jafnréttissinnum eða femínistum. Meira að segja talskona Stígamóta virtist „höggva að þeim sem hlífa skyldi.“ Hvar er núna allt það fólk sem hingað til hefur predikað jafnrétti kynjanna. Þögn þeirra segir mér að þeir séu sammála hinum svokallaða pilti sem enn virðist vera piltur. Ég held að það sé afar sjaldgæft að barnsfeður hagi sér eins og hann. Vont er hins vegar að hvatt sé til þess. Þann hluta sögunnar þar sem fjallað er um trúnað skil ég ekki frekar en svo margir aðrir, sérstaklega hvernig hann var mögulegur með tilliti til þess að boða átti Ásthildi Lóu á fund uppljóstrarans og forsætisráðherra (ef hún vildi). Að það hafi verið gert til þess að vernda hana finnst mér afar ótrúverðugt. Hið eina sem mér getur dottið í hug er að tilgangurinn hafi verið að uppljóstrarinn hafi viljað vernda sig sjálfa. Áætlunin hafi verið að hún hafi átt að vera einhvers konar skuggi sem enginn hefði átt að vita um. Athyglisvert er hve stjórnarandstaðan var hneyksluð á því að það tækist ekki. Ég var að heyra að umboðsmaður Alþingis, fulltrúi dómskerfisins, hafi boðað að hann vilji skoða þetta mál. Skyldi það enda á upphafningu uppljóstrarans sem mér virðist sekur um misfærslu á réttu máli. Mér kæmi það ekki mjög á óvart. Forsætisráðherrann hefur í umfjöllun um málið sagt að Ásthildur Lóa hafi ekki mátt banka upp á hjá uppljóstraranum til þess að fá upplýsingar um hvað væri eiginlega að gerast. Í mínum huga vantar skýringar á því í hverju brotið fólst. Kannski hefur það eitthvað að gera með ofangreindan meintan trúnaðarbrest í ráðuneytinu. Stungið hefur verið upp á því við mig að ráðherra eigi ekki að banka upp á hjá fólki. Mig vantar skilning á því. Ég verð hins vegar að viðurkenna að ég hef engar betri skýringar en þessar. Vonandi hefur ásökunin ekkert með það að gera að Ásthildur Lóa lét þau orð falla fyrir stuttu að hún ætti ekki von á réttlæti hjá dómstólum landsins. Eftir fordæmingu dómsmálaráðherrans tók hún það til baka og sagði eitthvað á þá leið að hún hefði ekki átt að tala svona almennt um dómskerfið í heild. Vel má vera að dómskerfið dugi alveg sæmilega stórfyrirtækjum og fyrirmennum í landinu. Það dugar hins vegar illa almenningi, sem á þar mjög undir högg að sækja ekki síst gegn fjársterkum og valdamiklum aðilum auk misindismanna. Lögin eru meðal annars einfaldlega búin þannig til. Þetta reyndi ég að útskýra í grein hér á Vísi föstudaginn 21. mars síðastliðinn og reyndar í bókinni Réttur hins sterka og í mörgum greinum þar á undan. Þar er bæði við að sakast dómskerfið sjálft, Alþingi og hina ýmsu dómsmálaráðherra. Alveg er ótrúlegt hve auðvelt virðist að níða æruna af fólki í pólitík. Það virðist ekki þurfa annað en konu úti í bæ undir klappliði stjórnarandstöðunnar á Alþingi. Til skamms tíma hefur mér fundist að menn græfu sína eigin gröf þegar um svokallaða skandala hafi verið að ræða. Í þessu tilfelli finnst mér hún hins vegar vera grafin fyrirfram, fórnarlambinu hent út í hana og mokað yfir. Ég hélt satt að segja að það væri sátt um það meðal ráðamanna að vega ekki hver að öðrum vegna einka- og fjölskyldumála svo sem kynhneigðar- eða barnamála. Þessari sátt virðist nú hafa verið sagt upp. Er þetta framtíð sem við viljum? Því miður er það þannig að vald skemmir, einnig þegar það er í seilingarfjarlægð. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Yfirlit og niðurstöður í máli Ásthildar Lóu samkvæmt mínum skilningi á málavöxtum. Ég hef fylgst með máli sem í daglegu tali er kennt við Ásthildi Lóu Þórsdóttur fyrrverandi menntamála- og barnamálaráðherra með vaxandi furðu. Málið byrjar á því að frétt kemur í Ríkissjónvarpinu um að Ásthildur Lóa Þórsdóttir Mennta- og barnamálaráðherra hefði átt barn fyrir 35 árum síðan eftir ástarsamband við 15 ára pilt þegar hún var sjálf 22 ára. Það hafi byrjað í trúarsöfnuði þar sem hún var leiðbeinandi og hann undir hennar leiðsögn. Mikið var gert úr því í fréttinni að það varðaði allt að þriggja ára fangelsi að leiðbeinandi hefði mök við þann sem hann leiðbeindi. Haft var eftir barnsföðurnum (piltinum) að hún hefði tálmað aðgang sinn að barninu við tvær klst. á mánuði. Hún hefði samt krafið sig um meðgjöld með barninu í 18 ár. Fram kom í fréttinni að ekki hefði náðst í Ásthildi við vinnslu hennar þannig að ekki hefði tekist að spyrja hana um hennar hlið á málinu. Morgunblaðið birti fréttina strax morguninn eftir og boðaði frekari umfjöllun. Ásthildur Lóa hélt því fram í sjónvarpsviðtali á RÚV að hún hefði ekki verið leiðbeinandi í trúarsöfnuðinum heldur verið þátttakandi eins og barnsfaðirinn. Hún sagði sambandið hafa byrjað eftir að hann hafi verið orðinn sextán ára þannig að hann hefur væntanlega verið tæplega 17 ára þegar barnið fæddist. Hún segir hann hafa sótt á sig. Hann segist telja að ekki hafi verið á sér brotið. Hún taldi sig ekki hafa tálmað aðgang hans að barninu heldur hvatt til hans. Hann hefði hins vegar lítinn áhuga sýnt á honum. Undantekningin frá því var að hann var kominn með kröfu fyrir dómi um samveru við barnið tvær helgar í mánuði án þess að leita fyrst eftir samkomulagi við hana um það. Hún sagðist ekki hafa viljað gera barnungum syni sínum það að fara svo oft á milli heimila til fólks sem hann hefði aldrei séð. Barnið hefði þá verið tveggja ára. Hún sagði að samkomulag hefði orðið um ofangreint fyrirkomulag til þess að byrja með sem síðar mætti auka og útfæra í áttina að því sem hann hefði verið með kröfur um. Hann hefði þó nánast ekkert sinnt umgengninni og því hefði ekkert frekar orðið úr málinu. Fram kom að Ásthildur Lóa hefði bankað upp á hjá konu sem sögð var fyrrverandi tengdamóðir barnsföðurins sem ég fjalla um sem uppljóstrarann hér á eftir. Tilgangurinn hefði verið að afla upplýsinga eftir að hafa rætt við hana um málið í síma. Í því hefði verið talað um að ræða betur saman en hún ekki svarað símhringingum. Fréttamenn frá öðrum miðlum en RÚV hringdu einfaldlega í trúfélagið sem virtist staðfesta frásögn Ásthildar um stöðu hennar í því. Þeir höfðu einnig komist að því í gegnum netið að í skilningi laga tilheyrði meðlagið barninu þannig að það væri ekki valkvætt að fella það niður. Sonur hennar og heimildarmanns RÚV (barnsföðurins) virtist styðja hennar frásögn af „tálmunarþættinum.“ Hann sagðist einu sinni hafa hitt blóðföður sinn af tilviljun og þá átt ágæta stund með honum og hálfsystkynum sínum en um annan samgang hefði varla verið að ræða. Ég skil málið þannig að barnsfaðirinn hafi lítt nýtt sér þann umgengnisrétt sem hann hafði.Þarna er komin mikið leiðrétt saga sem að því er mér finnst vera allt önnur en sú sem upprunalega var birt hjá fréttadeild RÚV. Því má bæta við hana að kynferðislegur lögaldur var á þessum tíma 14 ár en er núna 15 ár þannig að ekki var haft í frammi neitt ólöglegt. Stjórnarandstæðingar á þingi fóru hamförum í málinu, einkum varðandi það að brotinn hefði verið trúnaður á uppljóstraranum. Hún sagðist hafa reynt í heila viku að fá fund með forsætisráðherra um Mennta- og barnamálaráðherrann sem mætti sitja fundinn ef hún vildi. Hún sagðist hafa fengið loforð um trúnað í málinu. Hún sagði að tilgangurinn með því að fara fram á það hafi meðal annars verið að vernda Ásthildi Lóu. Skýringin virtist vera sú að Ásthildur Lóa hefði væntanlega sagt af sér eftir fundinn og getað borið fyrir sig að það væri vegna einkamála án þess að nokkur vissi um raunverulegar ástæður?Fréttin og ofangreindar skýringar ollu úlfúð í þjóðfélaginu þar sem mörgum þótti hún tilhæfulaus og illa vegið að æru Ásthildar Lóu. Næsti kafli málsins fór fram í sjónvarpsþættinum Silfrinu sem var helgaður málinu. Auk þáttarstjórnandans var mættur talsmaður fréttastofu RÚV og tveir aðrir sem mér virtust vera eins konar klapplið fyrir hann auk eins þátttakanda sem hafði áður skrifað grein þar sem frétt RÚV af málinu var gagnrýnd. Mér fannst uppstillingin vera fjórir á móti honum einum þar sem mér virtist hann fá jafnvel innan við 20% tímans til útskýringar á sínum málstað. Mér fannst það merkilegast í umræðunum að talsmaður RÚV hélt því fram að Ásthildur Lóa hefði bara aðra sýn á ofangreinda sögu heldur en uppljóstrarinn og barnsfaðirinn sem væri algengt í fréttamálum af þessu tagi. Með tilvísun til kannana ofangreindra fréttamanna frá öðrum miðlum virðist hins vegar mikilvægir þættir í sögu Áshildar Lóu af málinu staðfestir með allavega ill hrekjanlegum umsögnum. Um svipað leyti held ég að talsmaður Stígamóta hafi svarað spurningu sama eðlis að svör Ásthildar Lóu væru í stíl við svör þeirra sem væru í kynferðislegu sambandi við börn. Fréttastjóri RÚV sendi frá sér yfirlýsingu um málið. Hann bar sig illa yfir tilhæfulausum árásum á fréttamiðilinn og hve illa fréttamenn væru leiknir í þjóðfélaginu. Taldi hann miðilinn vera að veita ráðamönnum aðhald eins og skylda bæri til. Hann rakti það sem hann sagði staðreyndir í málinu. Hann minntist í þeim varla á meginkjarna þess, það er ofangreinda sögu málsins, að öðru leyti en því að hann nefndi heimsókn Ásthildar Lóu til uppljóstrarans og að algengt væri að aðilar máls hefðu ekki sömu sögu að segja eins og talsmaður RÚV í Silfrinu gerði. Eftir þetta frétti ég að fréttastofa útvarpsins hjá RÚV hefði beðist afsökunar á fréttaflutningnum. Mér er ekki kunnugt um hvort afsökunin hefði verið gerð fyrir hönd ríkisútvarpsins í heild eða bara fyrir hana sjálfa. Heldur hefur nú farið lítið fyrir henni. Á meðan þessu fór fram hélt stormurinn áfram í Alþingi. Forsætisráðherra var mest til andsvara og neitaði því að trúnaður hefði verið brotinn á uppljóstraranum en taldi að Ásthildur Lóa hefði ekki átt að berja að dyrum hjá honum. Auk þess fannst mér hún vega að aldursmuninum milli hennar og ungum aldri hins svokallaða pilts. Því virðist einnig bregða fyrir í orðum Ásthildar Lóu sjálfrar þegar hún segir að hún sé önnur manneskja í dag en fyrir 35 árum síðan. Ásthildur Lóa segist hafa sagt af sér til þess að vernda ríkisstjórnina og sinn flokk þar sem málið myndi halda áfram og áfram. Ég býst reyndar við því að henni hafi ekki litist á að halda áfram með svona einkamál milli tannanna á fólki og í fjölmiðlum þannig að hún hefði ekki síður verið að reyna að vernda sína fjölskyldu. Þegar um einkamál er að ræða sýnist mér að sá sem verður fyrir árás af þessu tagi eigi sjaldan annarra kosta völ. Einhvers staðar mun hafa komið fram að uppljóstrarinn hefði verið í sambandi við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins. Ég vona að ég fari þar rétt með. Einnig varð ég þess var í Spursmálum í Morgunblaðinu að vegið var að henni í alls óskyldu máli. Það fær mig til að hugsa hvort verið hafi í bígerð miklu víðtækari aðför og að barnsfaðirinn og uppljóstrarinn hafi einungis verið peð en ekki aðalleikendur eins og lýst hefur verið hér að ofan. Sá hluti sögunnar sem varðar hinn svokallaða pilt finnst mér afar ógeðfelldur. Margar stúlkur, einnig barnungar, hafa átt í ástarævintýrum sem getið hafa af sér barn sem þær fæddu og urðu að sitja uppi með og bera ábyrgð á óháð aldri barnsföðurins, stundum með aðstoð foreldra og annarra skyldmenna sem hefur gjörbreytt tilveru fjölskyldnanna. Ég man allavega ekki eftir því að komið hafi einhversstaðar fram að barnsfaðirinn hafi þurft að gjalda þess, að minnsta kosti ekki hvað varðar störf eða verkefni. Þarna finnst mér, samkvæmt hinni leiðréttu sögu, barnsfaðirinn hafa kvartað undan því að verða að sinna skyldum sínum. Hann virðist samkvæmt henni telja sig hafa rétt á því. Meira að segja rétt til þess að hefna sín út af því að hann hafi ekki verið gjörsamlega laus allra mála frá því barnið kom í heiminn. Athyglisvert er að hann virðist alltaf vera 15-16 ára í umfjöllun um málið og vera það ennþá. Ég veit ekki betur en að hann sé um fimmtugt. Þetta finnst mér einnig hafa verið einkennandi í málflutningi uppljóstrarans. Hann virðist telja á sér brotið að hafa þurft að greiða meðlag. Hann virðist telja á sér brotið að hann ráði ekki einn, eftir eigin hentugleikum, hvernig umgengnisrétt hann hafi óháð vilja móðurinnar sem sinnti sínum skyldum við umönnun barnsins hvernig sem á stóð. Þingheimur Alþingis og ráðherrar virðast vera honum sammála. Ég hef að minnsta kosti hvergi tekist að sjá eða heyra neitt frá neinum þar á bæ sem borið hefur brigður á það. Ég hef heldur ekki séð eða heyrt neitt frá svokölluðum jafnréttissinnum eða femínistum. Meira að segja talskona Stígamóta virtist „höggva að þeim sem hlífa skyldi.“ Hvar er núna allt það fólk sem hingað til hefur predikað jafnrétti kynjanna. Þögn þeirra segir mér að þeir séu sammála hinum svokallaða pilti sem enn virðist vera piltur. Ég held að það sé afar sjaldgæft að barnsfeður hagi sér eins og hann. Vont er hins vegar að hvatt sé til þess. Þann hluta sögunnar þar sem fjallað er um trúnað skil ég ekki frekar en svo margir aðrir, sérstaklega hvernig hann var mögulegur með tilliti til þess að boða átti Ásthildi Lóu á fund uppljóstrarans og forsætisráðherra (ef hún vildi). Að það hafi verið gert til þess að vernda hana finnst mér afar ótrúverðugt. Hið eina sem mér getur dottið í hug er að tilgangurinn hafi verið að uppljóstrarinn hafi viljað vernda sig sjálfa. Áætlunin hafi verið að hún hafi átt að vera einhvers konar skuggi sem enginn hefði átt að vita um. Athyglisvert er hve stjórnarandstaðan var hneyksluð á því að það tækist ekki. Ég var að heyra að umboðsmaður Alþingis, fulltrúi dómskerfisins, hafi boðað að hann vilji skoða þetta mál. Skyldi það enda á upphafningu uppljóstrarans sem mér virðist sekur um misfærslu á réttu máli. Mér kæmi það ekki mjög á óvart. Forsætisráðherrann hefur í umfjöllun um málið sagt að Ásthildur Lóa hafi ekki mátt banka upp á hjá uppljóstraranum til þess að fá upplýsingar um hvað væri eiginlega að gerast. Í mínum huga vantar skýringar á því í hverju brotið fólst. Kannski hefur það eitthvað að gera með ofangreindan meintan trúnaðarbrest í ráðuneytinu. Stungið hefur verið upp á því við mig að ráðherra eigi ekki að banka upp á hjá fólki. Mig vantar skilning á því. Ég verð hins vegar að viðurkenna að ég hef engar betri skýringar en þessar. Vonandi hefur ásökunin ekkert með það að gera að Ásthildur Lóa lét þau orð falla fyrir stuttu að hún ætti ekki von á réttlæti hjá dómstólum landsins. Eftir fordæmingu dómsmálaráðherrans tók hún það til baka og sagði eitthvað á þá leið að hún hefði ekki átt að tala svona almennt um dómskerfið í heild. Vel má vera að dómskerfið dugi alveg sæmilega stórfyrirtækjum og fyrirmennum í landinu. Það dugar hins vegar illa almenningi, sem á þar mjög undir högg að sækja ekki síst gegn fjársterkum og valdamiklum aðilum auk misindismanna. Lögin eru meðal annars einfaldlega búin þannig til. Þetta reyndi ég að útskýra í grein hér á Vísi föstudaginn 21. mars síðastliðinn og reyndar í bókinni Réttur hins sterka og í mörgum greinum þar á undan. Þar er bæði við að sakast dómskerfið sjálft, Alþingi og hina ýmsu dómsmálaráðherra. Alveg er ótrúlegt hve auðvelt virðist að níða æruna af fólki í pólitík. Það virðist ekki þurfa annað en konu úti í bæ undir klappliði stjórnarandstöðunnar á Alþingi. Til skamms tíma hefur mér fundist að menn græfu sína eigin gröf þegar um svokallaða skandala hafi verið að ræða. Í þessu tilfelli finnst mér hún hins vegar vera grafin fyrirfram, fórnarlambinu hent út í hana og mokað yfir. Ég hélt satt að segja að það væri sátt um það meðal ráðamanna að vega ekki hver að öðrum vegna einka- og fjölskyldumála svo sem kynhneigðar- eða barnamála. Þessari sátt virðist nú hafa verið sagt upp. Er þetta framtíð sem við viljum? Því miður er það þannig að vald skemmir, einnig þegar það er í seilingarfjarlægð. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar