Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Bjarki Sigurðsson skrifar 3. apríl 2025 20:33 Kjartan Logi Sigurjónsson er stöðuvörður. Vísir/Bjarki Bílastæðasjóður hefur tekið í notkun bíl útbúinn myndavélum sem skanna bílnúmer og þannig veita upplýsingar um hvort fólk hafi greitt í stæði eða ekki. Útgefnum sektum hefur ekki fjölgað þrátt fyrir þessi nýjung. Stöðuvörður segir starfið vera orðið mun fjölbreyttara. Bíllinn var tekinn í notkun um miðjan marsmánuð og skiptast stöðuverðir nú á að keyra hann um bæinn. Bíllinn er hluti af tæknivæðingarferli Bílastæðasjóðs en hlutverk bílsins á eftir að þróast enn meira með árunum. „Inni í bílnum er skoðað samstundis hvort þú hafir greitt. Ef þú ert búinn að greiða eða með íbúakort er ekkert gjald sett á bifreiðina, en ef þú hefur ekki greitt er það skoðað nánar í bakvinnslunni. Þar eru stöðuverðir sem skoða öll mál,“ segir Kristín Þórdís Ragnarsdóttir, sérfræðingur hjá Bílastæðasjóði. Til að byrja hefur Bílastæðasjóður ekki tekið eftir fjölgun sekta með innkomu bílsins. Kristín Þórdís Ragnarsdóttir og Rakel Elíasdóttir.Vísir/Bjarni „Þetta er eins og hefur verið í gegnum árin, það er í rauninni ekkert sem breytist. Það hefur alltaf verið eftirlit en það er bara með öðrum hætti núna. Markmið okkar er alltaf að það sé greitt fyrir gjaldskyld stæði og við þurfum ekki að leggja á gjöld,“ segir Rakel Elíasdóttir, deildarstjóri reksturs Bílastæðasjóðs. Engum stöðuvörðum er sagt upp við breytinguna. Hins vegar breytist starf þeirra verulega. Bíllinn er með myndavélakassa ofan á þakinu.Vísir/Bjarki „Í rauninni er tilbreytingin betri, en suma daga væri ég alveg til í að labba allan daginn. En þetta brýtur upp daginn,“ segir Kjartan Logi Sigurjónsson, stöðuvörður. Stöðuverðir eiga það til að verða fyrir aðkasti við störf og það hefur líka gerst á bílnum. „Það stoppaði mig einhver af og spurði „Hvað er þetta?“. Ég sagði að þetta væri nýi bíllinn og hann svaraði „Ha?!“ og var mjög ósáttur. Sagði svo: „Við erum ekki búin að gefa leyfi fyrir þessu“. Ég vissi ekkert hvað ég ætti að segja svo ég rúllaði glugganum upp og keyrði burt,“ segir Kjartan. Reykjavík Samgöngur Bílastæði Bílar Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Bíllinn var tekinn í notkun um miðjan marsmánuð og skiptast stöðuverðir nú á að keyra hann um bæinn. Bíllinn er hluti af tæknivæðingarferli Bílastæðasjóðs en hlutverk bílsins á eftir að þróast enn meira með árunum. „Inni í bílnum er skoðað samstundis hvort þú hafir greitt. Ef þú ert búinn að greiða eða með íbúakort er ekkert gjald sett á bifreiðina, en ef þú hefur ekki greitt er það skoðað nánar í bakvinnslunni. Þar eru stöðuverðir sem skoða öll mál,“ segir Kristín Þórdís Ragnarsdóttir, sérfræðingur hjá Bílastæðasjóði. Til að byrja hefur Bílastæðasjóður ekki tekið eftir fjölgun sekta með innkomu bílsins. Kristín Þórdís Ragnarsdóttir og Rakel Elíasdóttir.Vísir/Bjarni „Þetta er eins og hefur verið í gegnum árin, það er í rauninni ekkert sem breytist. Það hefur alltaf verið eftirlit en það er bara með öðrum hætti núna. Markmið okkar er alltaf að það sé greitt fyrir gjaldskyld stæði og við þurfum ekki að leggja á gjöld,“ segir Rakel Elíasdóttir, deildarstjóri reksturs Bílastæðasjóðs. Engum stöðuvörðum er sagt upp við breytinguna. Hins vegar breytist starf þeirra verulega. Bíllinn er með myndavélakassa ofan á þakinu.Vísir/Bjarki „Í rauninni er tilbreytingin betri, en suma daga væri ég alveg til í að labba allan daginn. En þetta brýtur upp daginn,“ segir Kjartan Logi Sigurjónsson, stöðuvörður. Stöðuverðir eiga það til að verða fyrir aðkasti við störf og það hefur líka gerst á bílnum. „Það stoppaði mig einhver af og spurði „Hvað er þetta?“. Ég sagði að þetta væri nýi bíllinn og hann svaraði „Ha?!“ og var mjög ósáttur. Sagði svo: „Við erum ekki búin að gefa leyfi fyrir þessu“. Ég vissi ekkert hvað ég ætti að segja svo ég rúllaði glugganum upp og keyrði burt,“ segir Kjartan.
Reykjavík Samgöngur Bílastæði Bílar Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira