Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2025 17:18 Dómur féll í Landsrétti í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður á 23. aldursári hefur verið sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa samræði og önnur kynferðismök við stúlku í bíl sínum þegar hún var fjórtán og fimmtán ára gömul og sömuleiðis að hafa um leið greitt fyrir vændi barns. Maðurinn fékk tveggja ára dóm í héraði en Landsréttur þyngdi dóminn sem nemur hálfu ári. Um var að ræða alls sjö skipti og áttu brotin sér stað frá október 2021 til janúar 2022. Þá var stúlkan fjórtán ára en maðurinn, Kristján Helgi Ingason, tæplega tvítugur. Kristján Helgi viðurkenndi að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við stúlkuna í gegnum Snapchat og að hann hefði hitt hana sjö sinnum á umræddu tímabili. Hann neitaði að þau hefðu haft kynferðislegt samneyti í bílnum hans. Fyrir dómi sagði hann um Snapchat-samskiptin að um hafi verið að ræða kynferðislegar hugrenningar af hans hálfu. „Fantasían“ hafi gengið út á að hún væri vændiskona. Kristján viðurkenndi að hafa afhent stúlkunni pening, en vildi meina að um lán hefði verið að ræða. Þá hefðu upphæðirnar verið lægri en þrjú hundruð þúsund krónur eins og hann var sakaður um. Þá sagðist hann hafa talið að stúlkan væri eldri en fjórtán eða fimmtán ára. Stúlkan sagðist hins vegar fullviss um að Kristján Helgi hefði verið meðvitaður um aldur hennar. Þau hefðu hist tíu til tólf sinnum á umræddu tímabili. Að sögn stúlkunnar hefði vinkona hennar verið með í fyrsta skipti sem hún hitti Kristján. Fyrir dómi greindi vinkonan frá því og sagði hún stúlkuna hafa veitt manninum munnmök gegn greiðslu. Á meðal gagna málsins voru fjölmörg samskipti mannsins og stúlkunnar sem þau áttu á Snapchat. Héraðsdómur sagði að berlega mætti ráða af samskiptunum að maðurinn hefði verið að falast eftir kynferðislegu samneyti við stúlkuna gegn greiðslu. Að mati dómsins var framburður stúlkunnar mjög trúverðugur frá upphafi og í takti við gögn málsins og framburð vitna. Hins vegar yrði það sama ekki sagt um framburð mannsins sem hefði haft yfir sér mikinn ólíkindablæ. Skýring á greiðslu til stúlkunnar hefði verið fráleit. Þótti Landsrétti tveggja og hálfs árs refsing hæfileg og ekki tilefni til að skilorðsbinda hana. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Um var að ræða alls sjö skipti og áttu brotin sér stað frá október 2021 til janúar 2022. Þá var stúlkan fjórtán ára en maðurinn, Kristján Helgi Ingason, tæplega tvítugur. Kristján Helgi viðurkenndi að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við stúlkuna í gegnum Snapchat og að hann hefði hitt hana sjö sinnum á umræddu tímabili. Hann neitaði að þau hefðu haft kynferðislegt samneyti í bílnum hans. Fyrir dómi sagði hann um Snapchat-samskiptin að um hafi verið að ræða kynferðislegar hugrenningar af hans hálfu. „Fantasían“ hafi gengið út á að hún væri vændiskona. Kristján viðurkenndi að hafa afhent stúlkunni pening, en vildi meina að um lán hefði verið að ræða. Þá hefðu upphæðirnar verið lægri en þrjú hundruð þúsund krónur eins og hann var sakaður um. Þá sagðist hann hafa talið að stúlkan væri eldri en fjórtán eða fimmtán ára. Stúlkan sagðist hins vegar fullviss um að Kristján Helgi hefði verið meðvitaður um aldur hennar. Þau hefðu hist tíu til tólf sinnum á umræddu tímabili. Að sögn stúlkunnar hefði vinkona hennar verið með í fyrsta skipti sem hún hitti Kristján. Fyrir dómi greindi vinkonan frá því og sagði hún stúlkuna hafa veitt manninum munnmök gegn greiðslu. Á meðal gagna málsins voru fjölmörg samskipti mannsins og stúlkunnar sem þau áttu á Snapchat. Héraðsdómur sagði að berlega mætti ráða af samskiptunum að maðurinn hefði verið að falast eftir kynferðislegu samneyti við stúlkuna gegn greiðslu. Að mati dómsins var framburður stúlkunnar mjög trúverðugur frá upphafi og í takti við gögn málsins og framburð vitna. Hins vegar yrði það sama ekki sagt um framburð mannsins sem hefði haft yfir sér mikinn ólíkindablæ. Skýring á greiðslu til stúlkunnar hefði verið fráleit. Þótti Landsrétti tveggja og hálfs árs refsing hæfileg og ekki tilefni til að skilorðsbinda hana.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent