Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Atli Ísleifsson skrifar 3. apríl 2025 12:29 Mál Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani, var mikið til umræðu á síðasta ári. Vísir Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani, um áfrýjun. Því stendur átta ára fangelsisdómur yfir manninum, en hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars á síðasta ári og fjölda annarra brota. Kourani byggði mál sitt á því að það hefði verulega þýðingu fyrir hann auk þess að mat hans væri að niðurstaða Landsréttar væri röng að efni og formi til. Í beiðninni vísaði hinn dæmdi til þess að við þinghald í Landsrétti hafi fimm lögreglumenn gætt hans í salnum hverja stund og að það hafi leitt til þess að dómendur hafi hræðst hann. Vildi hann því meina að þeir hafi verið vanhæfir til að dæma í málinu. Þar að auki vildi hann meina að niðurstaða Landsréttar hafi verið efnislega röng og að borin von væri til að fangelsisrefsing myndi skila árangri. Einsýnt sé að fangelsisdvöl muni ýta undir andleg veikindi, vistin sé honum verulega skaðleg og brjóti gegn alþjóðlegum skuldbindingum. Hæstiréttur mat það að virtum gögnum að það verði ekki séð að málið lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar. Beiðninni er því hafnað. Landréttur kvað upp dóm í máli Kouranis 6. febrúar og staðfesti þar dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Hann var meðal annars sakfelldur fyrir að hafa reynt að ráða Mustafa Al Hamoodi, eiganda OK Market, af dögum með hnífi í mars á síðasta, sem og fyrir önnur brot, líkt og fyrir að hóta lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti, og kasta hlandi á fangaverði. Mál mannsins hefur mikið verið til umræðu í samfélaginu frá því að það kom upp, meðal annars þar sem hann hafði ítrekað hótað saksóknara og svo þegar hann hann breytti nafni sínu í Mohamad Th. Jóhannesson. Hann var sagður hafa litið til fyrrverandi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, þegar hann valdi nafnið og því var tekið illa af ýmsum. Mál Mohamad Kourani Dómsmál Tengdar fréttir Átta ára fangelsisvist staðfest Landsréttur hefur staðfest átta ára fangelsisdóm Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani. Hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars í fyrra og fjölda annarra brota. 6. febrúar 2025 15:10 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Kourani byggði mál sitt á því að það hefði verulega þýðingu fyrir hann auk þess að mat hans væri að niðurstaða Landsréttar væri röng að efni og formi til. Í beiðninni vísaði hinn dæmdi til þess að við þinghald í Landsrétti hafi fimm lögreglumenn gætt hans í salnum hverja stund og að það hafi leitt til þess að dómendur hafi hræðst hann. Vildi hann því meina að þeir hafi verið vanhæfir til að dæma í málinu. Þar að auki vildi hann meina að niðurstaða Landsréttar hafi verið efnislega röng og að borin von væri til að fangelsisrefsing myndi skila árangri. Einsýnt sé að fangelsisdvöl muni ýta undir andleg veikindi, vistin sé honum verulega skaðleg og brjóti gegn alþjóðlegum skuldbindingum. Hæstiréttur mat það að virtum gögnum að það verði ekki séð að málið lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar. Beiðninni er því hafnað. Landréttur kvað upp dóm í máli Kouranis 6. febrúar og staðfesti þar dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Hann var meðal annars sakfelldur fyrir að hafa reynt að ráða Mustafa Al Hamoodi, eiganda OK Market, af dögum með hnífi í mars á síðasta, sem og fyrir önnur brot, líkt og fyrir að hóta lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti, og kasta hlandi á fangaverði. Mál mannsins hefur mikið verið til umræðu í samfélaginu frá því að það kom upp, meðal annars þar sem hann hafði ítrekað hótað saksóknara og svo þegar hann hann breytti nafni sínu í Mohamad Th. Jóhannesson. Hann var sagður hafa litið til fyrrverandi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, þegar hann valdi nafnið og því var tekið illa af ýmsum.
Mál Mohamad Kourani Dómsmál Tengdar fréttir Átta ára fangelsisvist staðfest Landsréttur hefur staðfest átta ára fangelsisdóm Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani. Hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars í fyrra og fjölda annarra brota. 6. febrúar 2025 15:10 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Átta ára fangelsisvist staðfest Landsréttur hefur staðfest átta ára fangelsisdóm Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani. Hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars í fyrra og fjölda annarra brota. 6. febrúar 2025 15:10