Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar 3. apríl 2025 11:32 Sem ungur maður aðhylltist ég stefnu Sjálfstæðisflokksins, var skráður í flokkinn og það var varla sú kosning sem ég kaus ekki Davíð Oddsson til góðra verka fyrir borg og síðar landið okkar. Er ég tók þá ákvörðun að stofna sjónvarpsstöð árið 1997 sem svo fór í loftið tæpu ári síðar kunni ég ekki við annað en að segja mig úr flokknum til að skapa frið um að „ekki ríktu hagsmunatengsl“, enda var Silfur Egils í umsjá Egils Helgasonar þá sem umræðuvettvangur að skapa sér gott orð á stöðinni og auka trúverðugleika hennar á þessum tíma. Enda kom það á daginn að nokkur símtöl bárust frá flokksbundnum „kunningjum“ reyndar frá Framsókn líka, þar sem karl faðir minn hafði lagt þeim til krafta sína í mörg ár, sem vildu að ég hampaði hinum og þessum, en ég kaus að standa vörð um ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra þátta sem voru til sýninga á stöðinni og skipti mér ekkert af þessum þætti eða öðrum, enda ekki mitt hlutverk að mínu mati. Ég man að Össur Skarphéðinsson var dyggur kaupandi auglýsinga á stöðinni, enda farnaðist honum vel í kosningunum sem þá stóðu yfir. Þegar aðkomu minni að stöðinni lauk komu fram aðrir stjórnendur sem sífellt var hampað í málgangi flokksins, sjálfu Morgunblaðinu og oftar en einu sinni fékk ég það óþvegið frá Óla Birni Kárasyni á öldur húsum borgarinnar að ég væri nú ekki merkilegur pappír í augum Flokksins sem ég hafði stutt svo vel við og dyggilega á minn hátt. Aðrir sem koma svo síðar að stöðinni töldu hag sínum best borgið við að beita pólitískum áhrifum sínum á stöðinni. Hvort ég hafi misst spón úr aski mínum fyrir að vera nú ekki góður flokksmaður og láta að stjórn, hefur aldrei truflað mig á nokkurn hátt síðar á minni lífsleið. En fyrir nokkrum árum átti ég spjall í hótel lobbýi erlendis við „ónefndan aðila“ sem tjáði mér að bankaráð eins af stærri bönkum landsins hugnaðist ekki á þessum uppgangstíma stöðvarinnar að einhver „götustrákur“ stjórnaði miðli sem gæti mótað stefnu gagnvart almenningi og mér varð reyndar mjög brugðið við að heyra þetta. Hugmyndir voru uppi um að „ná“ stöðinni og koma mér frá og setja mun þóknanlegri kandídat í stólinn, þeir komu reyndar blessaðir nokkrir við sögu stöðvarinnar síðar. Það eru breyttir tímar í dag varðandi miðlun til almennings, sem betur fer. Fyrir mér stóð Flokkurinn ávallt fyrir hugmyndum um einstaklingsfrelsi og sjálfstæði. Ég bar óttablendna virðingu fyrir Sjálfstæðisflokknum sem stofnun í samfélaginu. Ég starfaði aðeins erlendis fyrir um 20 árum eða svo og kynntist m.a. Írlandi ágætlega og taldi mig því „evrópusinnaðan sjálfstæðismann“ og átti nokkrar samræður um hvert Sjálfstæðisflokkurinn var að stefna á þeim tíma og að mínu mati hafði flokkurinn fyrir margt löngu týnt sínum upphaflegu rótum. Frá þeim tíma sem ég sagði mig úr flokknum hef ég ekki meldað mig aftur þar inn, fyrir utan að fá símtöl í aðdraganda kosninga frá flokknum sem óskar eftir stuðningi og með kurteisi að leiðarljósi segi ég bara alltaf jú, þrátt fyrir að kjósa aðra. Í þarsíðustu kosningum kaus ég Tomma á þing fyrir Flokk Fólksins, þar áður Viðreisn og nú síðast veitti ég Kristrúnu Frostadóttur og Samfylkingunni mitt atkvæði, einfaldlega vegna þess að ég vildi sjá heilbrigðismálin tekin fastari tökum eftir að hafa sjálfur verið hýstur margoft á göngum spítala og neyðarmóttöku og vona því að fyrrverandi Landlæknir taki málin föstum tökum, því ef ekki hún hver þá? Það er ansi sorglegt í dag að sjá hvernig Sjálfstæðisflokkurinn skipar sér í beina röð með mjög svo tapsárum einstaklingum sem rakka niður allt sem aðrir eru að gera í dag í stjórnmálum og virðast ekki vera að gera neitt annað ef maður les Moggann þessa daganna en að koma fram sem varðhundur kvótakónga sem raka til sín milljarða auði en gráta nú allir í einum kór yfir væntanlegum veiðigjöldum sem vonandi renna til þarfra verka í heilbrigðismálum og bættu vegakerfi landsmanna. Þó fyrr hefði verið.. Ef nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins ætlar sér að ná til fyrrum flokksmanna eins og mín, þá þarf heldur betur að bretta fram ermar og gera „skurk“ í mörgum málum. Góð byrjun er að koma hreint fram og viðurkenna eldri mistök, stunda heilbrigða stjórnarandstöðu, en ekki slá skjaldborg um hagsmuni fárra gegn alþýðu landsins sem þarf nú meira en nokkru sinni fyrr að fá betra heilbrigðiskerfi, fjölgun íbúða, tryggja landsmönnum öllum betri afkomu og sjá til þess að lægst launuðu stéttir landsins sem halda dæminu gangandi fái mannsæmandi kaup og kjör með betri skólum, leikskólum, fríum skólamáltíðum og byggingu sjúkraheimila svo flæðisvandi spítalanna leysist og þar með koma í veg fyrir að fleiri þurfi að húka á göngunum, fleiri heimilum fyrir aldraða, því það er vel hægt að reka Ríkið fyrir fólkið í landinu. Ég vona svo sannarlega að núverandi ríkisstjórn nái að framkvæma allt það góða sem lofað hefur verið. Það væri þá í fyrsta sinn sem kosningaloforð væru efnd allavega á mínu æviskeiði og því ágætt fyrir minn gamla flokk að fylgjast vel með og temja sér að gera frekar betur við fólkið í landinu og leggja svo sín loforð í faðm komandi kjósenda og vona eftir góðri niðurstöðu, en að láta eins og frekur ofdekraður krakki sem ekki var boðið í teitið og reyna eftir megni að skíta allt út sem vel er gert hjá öðrum mun allavega ekki heilla mig til að gefa flokknum mitt atkvæði næst. Góð byrjun að fara aftur í rætur flokksins, einstaklingsfrelsi og frjáls viðskipti takk fyrir, en ekki hagsmunagæslu fyrir hina fáu og ríku á kostnað allra hinna. Og já, ég er borgandi meðlimur í félagi eldri borgara í Reykjavík. Höfundur er stofnandi og eini eigandis Skjá 1. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Sem ungur maður aðhylltist ég stefnu Sjálfstæðisflokksins, var skráður í flokkinn og það var varla sú kosning sem ég kaus ekki Davíð Oddsson til góðra verka fyrir borg og síðar landið okkar. Er ég tók þá ákvörðun að stofna sjónvarpsstöð árið 1997 sem svo fór í loftið tæpu ári síðar kunni ég ekki við annað en að segja mig úr flokknum til að skapa frið um að „ekki ríktu hagsmunatengsl“, enda var Silfur Egils í umsjá Egils Helgasonar þá sem umræðuvettvangur að skapa sér gott orð á stöðinni og auka trúverðugleika hennar á þessum tíma. Enda kom það á daginn að nokkur símtöl bárust frá flokksbundnum „kunningjum“ reyndar frá Framsókn líka, þar sem karl faðir minn hafði lagt þeim til krafta sína í mörg ár, sem vildu að ég hampaði hinum og þessum, en ég kaus að standa vörð um ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra þátta sem voru til sýninga á stöðinni og skipti mér ekkert af þessum þætti eða öðrum, enda ekki mitt hlutverk að mínu mati. Ég man að Össur Skarphéðinsson var dyggur kaupandi auglýsinga á stöðinni, enda farnaðist honum vel í kosningunum sem þá stóðu yfir. Þegar aðkomu minni að stöðinni lauk komu fram aðrir stjórnendur sem sífellt var hampað í málgangi flokksins, sjálfu Morgunblaðinu og oftar en einu sinni fékk ég það óþvegið frá Óla Birni Kárasyni á öldur húsum borgarinnar að ég væri nú ekki merkilegur pappír í augum Flokksins sem ég hafði stutt svo vel við og dyggilega á minn hátt. Aðrir sem koma svo síðar að stöðinni töldu hag sínum best borgið við að beita pólitískum áhrifum sínum á stöðinni. Hvort ég hafi misst spón úr aski mínum fyrir að vera nú ekki góður flokksmaður og láta að stjórn, hefur aldrei truflað mig á nokkurn hátt síðar á minni lífsleið. En fyrir nokkrum árum átti ég spjall í hótel lobbýi erlendis við „ónefndan aðila“ sem tjáði mér að bankaráð eins af stærri bönkum landsins hugnaðist ekki á þessum uppgangstíma stöðvarinnar að einhver „götustrákur“ stjórnaði miðli sem gæti mótað stefnu gagnvart almenningi og mér varð reyndar mjög brugðið við að heyra þetta. Hugmyndir voru uppi um að „ná“ stöðinni og koma mér frá og setja mun þóknanlegri kandídat í stólinn, þeir komu reyndar blessaðir nokkrir við sögu stöðvarinnar síðar. Það eru breyttir tímar í dag varðandi miðlun til almennings, sem betur fer. Fyrir mér stóð Flokkurinn ávallt fyrir hugmyndum um einstaklingsfrelsi og sjálfstæði. Ég bar óttablendna virðingu fyrir Sjálfstæðisflokknum sem stofnun í samfélaginu. Ég starfaði aðeins erlendis fyrir um 20 árum eða svo og kynntist m.a. Írlandi ágætlega og taldi mig því „evrópusinnaðan sjálfstæðismann“ og átti nokkrar samræður um hvert Sjálfstæðisflokkurinn var að stefna á þeim tíma og að mínu mati hafði flokkurinn fyrir margt löngu týnt sínum upphaflegu rótum. Frá þeim tíma sem ég sagði mig úr flokknum hef ég ekki meldað mig aftur þar inn, fyrir utan að fá símtöl í aðdraganda kosninga frá flokknum sem óskar eftir stuðningi og með kurteisi að leiðarljósi segi ég bara alltaf jú, þrátt fyrir að kjósa aðra. Í þarsíðustu kosningum kaus ég Tomma á þing fyrir Flokk Fólksins, þar áður Viðreisn og nú síðast veitti ég Kristrúnu Frostadóttur og Samfylkingunni mitt atkvæði, einfaldlega vegna þess að ég vildi sjá heilbrigðismálin tekin fastari tökum eftir að hafa sjálfur verið hýstur margoft á göngum spítala og neyðarmóttöku og vona því að fyrrverandi Landlæknir taki málin föstum tökum, því ef ekki hún hver þá? Það er ansi sorglegt í dag að sjá hvernig Sjálfstæðisflokkurinn skipar sér í beina röð með mjög svo tapsárum einstaklingum sem rakka niður allt sem aðrir eru að gera í dag í stjórnmálum og virðast ekki vera að gera neitt annað ef maður les Moggann þessa daganna en að koma fram sem varðhundur kvótakónga sem raka til sín milljarða auði en gráta nú allir í einum kór yfir væntanlegum veiðigjöldum sem vonandi renna til þarfra verka í heilbrigðismálum og bættu vegakerfi landsmanna. Þó fyrr hefði verið.. Ef nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins ætlar sér að ná til fyrrum flokksmanna eins og mín, þá þarf heldur betur að bretta fram ermar og gera „skurk“ í mörgum málum. Góð byrjun er að koma hreint fram og viðurkenna eldri mistök, stunda heilbrigða stjórnarandstöðu, en ekki slá skjaldborg um hagsmuni fárra gegn alþýðu landsins sem þarf nú meira en nokkru sinni fyrr að fá betra heilbrigðiskerfi, fjölgun íbúða, tryggja landsmönnum öllum betri afkomu og sjá til þess að lægst launuðu stéttir landsins sem halda dæminu gangandi fái mannsæmandi kaup og kjör með betri skólum, leikskólum, fríum skólamáltíðum og byggingu sjúkraheimila svo flæðisvandi spítalanna leysist og þar með koma í veg fyrir að fleiri þurfi að húka á göngunum, fleiri heimilum fyrir aldraða, því það er vel hægt að reka Ríkið fyrir fólkið í landinu. Ég vona svo sannarlega að núverandi ríkisstjórn nái að framkvæma allt það góða sem lofað hefur verið. Það væri þá í fyrsta sinn sem kosningaloforð væru efnd allavega á mínu æviskeiði og því ágætt fyrir minn gamla flokk að fylgjast vel með og temja sér að gera frekar betur við fólkið í landinu og leggja svo sín loforð í faðm komandi kjósenda og vona eftir góðri niðurstöðu, en að láta eins og frekur ofdekraður krakki sem ekki var boðið í teitið og reyna eftir megni að skíta allt út sem vel er gert hjá öðrum mun allavega ekki heilla mig til að gefa flokknum mitt atkvæði næst. Góð byrjun að fara aftur í rætur flokksins, einstaklingsfrelsi og frjáls viðskipti takk fyrir, en ekki hagsmunagæslu fyrir hina fáu og ríku á kostnað allra hinna. Og já, ég er borgandi meðlimur í félagi eldri borgara í Reykjavík. Höfundur er stofnandi og eini eigandis Skjá 1.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar