Hinir handteknu alveg ótengdir Bjarki Sigurðsson skrifar 2. apríl 2025 18:56 Bylgja Hrönn Baldursdóttir er yfirlögregluþjónn í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Bjarni Tveir voru handteknir hér á landi í síðasta mánuði í alþjóðlegri lögregluaðgerð vegna vefsíðu þar sem finna mátti barnaníðsefni. Mennirnir eru grunaðir um að hafa deilt barnaníðsefni í gegnum síðuna. Á fjórða tug ríkja tóku þátt í aðgerðinni. Á áttunda tug voru handteknir í aðgerðinni, sem ber heitið Operation Stream, allir grunaðir um að hafa deilt efni á vefsíðunni Kidflix. Á þremur árum höfðu tæplega tvær milljónir nýrra notenda skráð sig þar inn og deilt rúmlega 91 þúsund myndskeiðum með öðrum notendum. Um er að ræða umfangsmestu aðgerð sögu Europol í baráttunni gegn barnaníði á netinu. Rannsóknin hófst árið 2022 og búið er að bera kennsl á fjórtán hundruð notendur og bjarga 39 börnum úr hættulegum aðstæðum. Meirihluti þeirra sem búið er að bera kennsl á, hefur áður gerst sekur um að brjóta gegn börnum. Á síðunni gátu notendur keypt aðgang að efninu með rafmyntum, eða með því að hlaða sjálfir upp efni. Tveir hinna handteknu eru búsettir hér á landi að sögn Bylgju Hrannar Baldursdóttur, yfirlögregluþjóns í kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Í raun og veru eru skipulagðir aðgerðardagar. Núna 10. mars fórum við í aðgerðir þar sem farið var í handtökur á tveimur einstaklingum, sem eru alveg ótengdir, teknar skýrslur af þeim og farið í húsleitir,“ segir Bylgja. Útilokar ekki frekari aðgerðir Bylgja segir aðgerðina hafa gengið vel en rannsókninni er hvergi nærri lokið. „Þó svo að aðgerðin hafi farið af stað þarna 10. mars er ekki þar með sagt að búið sé að fara í allt. Við eigum eftir að sjá betur fram á veginn með það þegar líður á,“ segir Bylgja. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Á áttunda tug voru handteknir í aðgerðinni, sem ber heitið Operation Stream, allir grunaðir um að hafa deilt efni á vefsíðunni Kidflix. Á þremur árum höfðu tæplega tvær milljónir nýrra notenda skráð sig þar inn og deilt rúmlega 91 þúsund myndskeiðum með öðrum notendum. Um er að ræða umfangsmestu aðgerð sögu Europol í baráttunni gegn barnaníði á netinu. Rannsóknin hófst árið 2022 og búið er að bera kennsl á fjórtán hundruð notendur og bjarga 39 börnum úr hættulegum aðstæðum. Meirihluti þeirra sem búið er að bera kennsl á, hefur áður gerst sekur um að brjóta gegn börnum. Á síðunni gátu notendur keypt aðgang að efninu með rafmyntum, eða með því að hlaða sjálfir upp efni. Tveir hinna handteknu eru búsettir hér á landi að sögn Bylgju Hrannar Baldursdóttur, yfirlögregluþjóns í kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Í raun og veru eru skipulagðir aðgerðardagar. Núna 10. mars fórum við í aðgerðir þar sem farið var í handtökur á tveimur einstaklingum, sem eru alveg ótengdir, teknar skýrslur af þeim og farið í húsleitir,“ segir Bylgja. Útilokar ekki frekari aðgerðir Bylgja segir aðgerðina hafa gengið vel en rannsókninni er hvergi nærri lokið. „Þó svo að aðgerðin hafi farið af stað þarna 10. mars er ekki þar með sagt að búið sé að fara í allt. Við eigum eftir að sjá betur fram á veginn með það þegar líður á,“ segir Bylgja.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira