Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2025 07:30 Arnar og Bjarki voru á þessum tíma afar áberandi í auglýsingum og viðtölum, þegar þeir komu aftur í íslenska boltann í nokkra mánuði árið 1995. Skjáskot/A&B „Þeir koma til baka þarna ‘95 eins og einhverjar rokkstjörnur.“ Þetta segir Rósant Birgisson um æskuvini sína, tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, þegar ævintýraleg endurkoma þeirra í íslenska boltann og ekki síður kraftmikil endurkoma í íslenska dægurmenningu, árið 1995, var rifjuð upp í fyrsta þætti af A&B. Brot úr fyrsta þætti, sem frumsýndur var á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í gærkvöld, má sjá hér að neðan. Um er að ræða fjögurra þátta seríu og strax ljóst að um afar áhugaverða þætti er að ræða. Klippa: Heim til Íslands eins og súperstjörnur „Þegar þeir koma heim ’95 þá koma tvær súperstjörnur heim, það er ekki mikið flóknara,“ segir Bjarni Guðjónsson sem er sex árum yngri en tvíburarnir og man vel eftir því þegar þeir komu 22 ára í nokkuð stutt stopp heim á Akranes úr atvinnumennsku, áður en þeir héldu svo aftur út til Þýskalands. „Skagaliðið á þeim tíma var frábært, á þvílíkri siglingu í gegnum deildina, gaman á vellinum, en þeir koma samt heim og lyfta öllu. Ég held að þeir hafi ekki bara lyft fótboltanum uppi á Skaga heldur allri deildinni. Arnar var á þeim tíma sérstaklega áberandi og skoraði fimmtán mörk í sjö leikjum en svo var líka allt hitt. Auglýsingarnar, viðtölin í Séð og heyrt og þetta allt saman,“ segir Bjarni. „Fundum að við vorum í tísku“ „Það var ekkert leiðinlegt að fá athygli, ég viðurkenni það alveg. Við klæddum okkur vel upp og fundum fyrir því að við vorum í tísku,“ segir Arnar sjálfur í þættinum. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem það er nánast svona Hollywood-stjarna í íslensku deildinni,“ bendir Bjarni á. „Árið áður fóru þeir út að borða með æskuvinunum en ’95 var farið út að borða með Baltasar, Ingvari Þórðar og Helga Björns,“ segir Rósant og rifjar upp að skemmtistaðurinn Astró hafi verið aðalstaðurinn á þessum tíma. Það þótti merkilegt að komast á súluna á Astró, segir Arnar Gunnlaugs, en þar mátti meðal annars sjá nöfn söngkonunnar Mel B og grínistans Jerry Seinfeld, sem og nöfn Arnars og Bjarka.Skjáskot/A&B „Astró var einhvers konar klúbbur sem við munum aldrei sjá aftur á Íslandi. Það var að koma þessi nýja VIP-stemning. Þú keyptir stóra kampavínsflösku og fékkst nafnið þitt upp á vegg,“ segir Rósant. „Vildum ekki vera minni menn“ Jerry Seinfeld, Mel B, Fjölnir Þorgeirs og Skítamórall voru á meðal þeirra sem fengu nafnið sitt upp á súlu á Astró, með kaupum á veglegri kampavínsflösku, og að sjálfsögðu bættust nöfn Arnars og Bjarka við: „Það þótti merkilegt að komast á þessa súlu. Við vildum ekki vera minni menn en aðrar „stjörnur“ á þessum tíma. Við vorum fljótir að kaupa eina slíka [kampavínsflösku] og gott ef Eyjólfur Sverris fylgdi ekki með í kaupbæti,“ segir Arnar. „Enginn þeirra drakk sopa af þessu kampavíni en þetta var stemningin,“ segir Rósant og Bjarki tekur undir það: „Við vorum aldrei í neinu rugli. Engin drykkja á okkur eða neitt þannig. Við sóttum auðvitað skemmtistaði en fótboltinn var númer eitt, tvö og þrjú.“ Þættirnir um Arnar og Bjarka verða sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn ÍA A&B Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Sjá meira
Brot úr fyrsta þætti, sem frumsýndur var á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í gærkvöld, má sjá hér að neðan. Um er að ræða fjögurra þátta seríu og strax ljóst að um afar áhugaverða þætti er að ræða. Klippa: Heim til Íslands eins og súperstjörnur „Þegar þeir koma heim ’95 þá koma tvær súperstjörnur heim, það er ekki mikið flóknara,“ segir Bjarni Guðjónsson sem er sex árum yngri en tvíburarnir og man vel eftir því þegar þeir komu 22 ára í nokkuð stutt stopp heim á Akranes úr atvinnumennsku, áður en þeir héldu svo aftur út til Þýskalands. „Skagaliðið á þeim tíma var frábært, á þvílíkri siglingu í gegnum deildina, gaman á vellinum, en þeir koma samt heim og lyfta öllu. Ég held að þeir hafi ekki bara lyft fótboltanum uppi á Skaga heldur allri deildinni. Arnar var á þeim tíma sérstaklega áberandi og skoraði fimmtán mörk í sjö leikjum en svo var líka allt hitt. Auglýsingarnar, viðtölin í Séð og heyrt og þetta allt saman,“ segir Bjarni. „Fundum að við vorum í tísku“ „Það var ekkert leiðinlegt að fá athygli, ég viðurkenni það alveg. Við klæddum okkur vel upp og fundum fyrir því að við vorum í tísku,“ segir Arnar sjálfur í þættinum. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem það er nánast svona Hollywood-stjarna í íslensku deildinni,“ bendir Bjarni á. „Árið áður fóru þeir út að borða með æskuvinunum en ’95 var farið út að borða með Baltasar, Ingvari Þórðar og Helga Björns,“ segir Rósant og rifjar upp að skemmtistaðurinn Astró hafi verið aðalstaðurinn á þessum tíma. Það þótti merkilegt að komast á súluna á Astró, segir Arnar Gunnlaugs, en þar mátti meðal annars sjá nöfn söngkonunnar Mel B og grínistans Jerry Seinfeld, sem og nöfn Arnars og Bjarka.Skjáskot/A&B „Astró var einhvers konar klúbbur sem við munum aldrei sjá aftur á Íslandi. Það var að koma þessi nýja VIP-stemning. Þú keyptir stóra kampavínsflösku og fékkst nafnið þitt upp á vegg,“ segir Rósant. „Vildum ekki vera minni menn“ Jerry Seinfeld, Mel B, Fjölnir Þorgeirs og Skítamórall voru á meðal þeirra sem fengu nafnið sitt upp á súlu á Astró, með kaupum á veglegri kampavínsflösku, og að sjálfsögðu bættust nöfn Arnars og Bjarka við: „Það þótti merkilegt að komast á þessa súlu. Við vildum ekki vera minni menn en aðrar „stjörnur“ á þessum tíma. Við vorum fljótir að kaupa eina slíka [kampavínsflösku] og gott ef Eyjólfur Sverris fylgdi ekki með í kaupbæti,“ segir Arnar. „Enginn þeirra drakk sopa af þessu kampavíni en þetta var stemningin,“ segir Rósant og Bjarki tekur undir það: „Við vorum aldrei í neinu rugli. Engin drykkja á okkur eða neitt þannig. Við sóttum auðvitað skemmtistaði en fótboltinn var númer eitt, tvö og þrjú.“ Þættirnir um Arnar og Bjarka verða sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2 og Stöð 2 Sport.
Íslenski boltinn ÍA A&B Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Sjá meira