Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar 30. mars 2025 10:02 Það er ótrúlegt, eða ekki að heyra hvernig hægri öfgamenn á Íslandi afsaka það sem er að gerast í Bandaríkjunum. Sumir skrifa greinar á Vísir.is og víðar og segja að Evrópusambandið sé vont á meðan Bandaríkin hóta því að innlima Grænland, Panama og Kanada með hervaldi. Andstæðingar Evrópusambandsins eru oft á tíðum miklir stuðningsmenn öfga-hægri stjórnmála í Bandaríkjunum og réttlæta sína skoðun með því að það sé betra. Sumir andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi eru miklu verri en það þegar betur er að gáð. Margir ráðamenn í Evrópu haft sínar eigin hugmyndir um hvað Evrópusambandið eigi að vera frá upphafi og hvert það eigi að fara. Evrópusambandið verður aldrei annað en það sem er ákveðið að aðildarríkjum þess og hefur verið það frá stofnun og þróun þess í gegnum áratugina. Síðan er endurtekin rangfærslan um sex Evrópuþingmenn, sem er sami þingmannafjöldi og eftirtalin aðildarríki Evrópusambandsins hafa í dag. Þau ríki sem hafa sex Evrópuþingmenn eru Malta, Kýpur, Lúxemborg (stofnríki að Evrópusambandinu). Þessi ríki eru aðeins stærri en íslendingar í íbúarfjölda. Hægt er að skoða þingmannafjölda á Evrópuþinginu eftir ríkjum hérna. Evrópuþingið starfar hinsvegar eftir sameiginlegum Evrópskum þingmannaflokkum en ekki ríkjum. Hægt er að lesa um þá hópa hérna (vefsíða Evrópuþingsins). Það er einnig mikil rangfærsla að halda því fram að fríverslunarsamningar séu betri. Það er rangt. Fríverslunarsamningar henta fyrirtækjum, inn og útflytjendum. Þeir breyta engu í réttindum almennings á Íslandi. Andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi vilja svipta íslendinga ferðafrelsi í Evrópu með sama hætti og Bretar misstu sitt ferða og búsetufrelsi innan Evrópu þegar þeir fóru úr Evrópusambandinu. Þeir Bretar sem vilja búa á Íslandi í dag þurf að sækja um heimild til þess að fá að búa á Íslandi, atvinnuleyfi og annað eins og hver annar sem kemur frá ríkjum utan Evrópusambandsins. Öryggið í aðild að Evrópusambandinu Það er ekkert sem segir að Bandaríkin muni ekki reyna og takast að innlima Grænland, þó ekki nema í stuttan tíma á næstu árum. Þess vegna ætti Grænland einnig að ganga í Evrópusambandið sem OCT svæði nema með fullri aðild (Grænland getur sleppt ákveðnum atriðum eftir þörfum sem OCT svæði). Hvort að Grænlendingar fara þessa leið er þeirra ákvörðun en þetta er engu að síður leið sem stendur þeim til boða ef þeir kjósa svo. Vegna ákvæða í aðildarsáttmála Danmerkur að Evrópusambandinu. Þá er þessi leið ekki í boði fyrir Færeyjar. Færeyjar eru hinsvegar með þrjá samninga við Evrópusambandið en njóta ekki neinna annara réttinda hjá Evrópusambandinu. Hægt er að lesa um það hérna. Íbúar Færeyja eru danskir ríkisborgarar og njóta því frjálsrar farar innan Evrópusambandsins sem slíkir og réttinda ef þeir flytja frá Færeyjum til Danmerkur en þeir njóta ekki neinna slíkra réttinda þegar þeir búa í Færeyjum samkvæmt aðildarsáttmála Danmerkur að Evrópusambandinu. Hægt er að lesa um það hérna. Ísland þarf einnig að ganga í Evrópusambandið sem fyrst. Þar sem það er ekkert sem stöðvar Bandaríkin að innlima Ísland eftir að búið er að innlima Grænland. Sérstaklega þegar Bandaríkin verða búin að segja upp öllum samningum við Ísland. Það mun gerast eins og málin eru að þróast, en það tekur tíma að gerast. Núna er verið að koma á einræði í Bandaríkjunum og á meðan eru smáríki eins og Ísland ekki í sjónsviði þeirra sem eru að koma upp einræðinu en það kemur að þessu eins og öðru. Málflutningi andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi á að hafna enda er hann ekki byggður á neinum staðreyndum. Það sem þeir setja fram er til þess að hræða fólk í að trúa þeirra fullyrðingum. Enda er hræðsla ódýr leið til þess að ná fram pólitískum markmiðum um að halda Íslandi fyrir utan Evrópusambandið. Ísland þarf í raun ekki neinar undanþágur frá flestum lögum og reglum Evrópusambandsins og hefur í raun aldrei þurft. Meint sérstaða Íslands er ímyndun og hefur alltaf verið það. Þó þarf að fá sérreglur varðandi innflutning á lifandi dýrum vegna dýrasjúkdóma og varna gegn þeim. Það er svona eina undanþágan sem mundi þurfa að fá. Núverandi lög í Evrópusambandinu koma í veg fyrir fiskveiðar annara þjóða í íslenskri lögsögu. Það er einnig nauðsynlegt að öll aðildarríki hafa stjórn yfir sínum lögsögum og hafa alltaf gert. Hvað Evrópusambandið stjórnar og setur lög er mjög vel skilgreint og hefur verið lengi. Hægt er að skoða þann lista hérna á vefsíðu Evrópusambandsins. Evrópusambandið er búið að koma sér upp öryggisstofnun og er vefsíða hennar hérna. Þátttaka í þessu er algjörlega á grundvelli ríkjanna sjálfra. Ríki Evrópusambandsins eru ennþá að ræða og ákveða fleiri skref í þessu en ég veit ekki hver þau verða. Í þessu liggur öryggið að vera aðili að Evrópusambandinu. Auk þess sem ekki verður hægt að setja íslenskan efnahag á hliðina með einföldum aðgerðum sem Bandaríkin gætu gripið til gegn Íslandi í framtíðinni. Þar sem núverandi ríkisstjórn í Bandaríkjunum er svo miklu verri en íslendingar telja. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Evrópusambandið Öryggis- og varnarmál Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er ótrúlegt, eða ekki að heyra hvernig hægri öfgamenn á Íslandi afsaka það sem er að gerast í Bandaríkjunum. Sumir skrifa greinar á Vísir.is og víðar og segja að Evrópusambandið sé vont á meðan Bandaríkin hóta því að innlima Grænland, Panama og Kanada með hervaldi. Andstæðingar Evrópusambandsins eru oft á tíðum miklir stuðningsmenn öfga-hægri stjórnmála í Bandaríkjunum og réttlæta sína skoðun með því að það sé betra. Sumir andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi eru miklu verri en það þegar betur er að gáð. Margir ráðamenn í Evrópu haft sínar eigin hugmyndir um hvað Evrópusambandið eigi að vera frá upphafi og hvert það eigi að fara. Evrópusambandið verður aldrei annað en það sem er ákveðið að aðildarríkjum þess og hefur verið það frá stofnun og þróun þess í gegnum áratugina. Síðan er endurtekin rangfærslan um sex Evrópuþingmenn, sem er sami þingmannafjöldi og eftirtalin aðildarríki Evrópusambandsins hafa í dag. Þau ríki sem hafa sex Evrópuþingmenn eru Malta, Kýpur, Lúxemborg (stofnríki að Evrópusambandinu). Þessi ríki eru aðeins stærri en íslendingar í íbúarfjölda. Hægt er að skoða þingmannafjölda á Evrópuþinginu eftir ríkjum hérna. Evrópuþingið starfar hinsvegar eftir sameiginlegum Evrópskum þingmannaflokkum en ekki ríkjum. Hægt er að lesa um þá hópa hérna (vefsíða Evrópuþingsins). Það er einnig mikil rangfærsla að halda því fram að fríverslunarsamningar séu betri. Það er rangt. Fríverslunarsamningar henta fyrirtækjum, inn og útflytjendum. Þeir breyta engu í réttindum almennings á Íslandi. Andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi vilja svipta íslendinga ferðafrelsi í Evrópu með sama hætti og Bretar misstu sitt ferða og búsetufrelsi innan Evrópu þegar þeir fóru úr Evrópusambandinu. Þeir Bretar sem vilja búa á Íslandi í dag þurf að sækja um heimild til þess að fá að búa á Íslandi, atvinnuleyfi og annað eins og hver annar sem kemur frá ríkjum utan Evrópusambandsins. Öryggið í aðild að Evrópusambandinu Það er ekkert sem segir að Bandaríkin muni ekki reyna og takast að innlima Grænland, þó ekki nema í stuttan tíma á næstu árum. Þess vegna ætti Grænland einnig að ganga í Evrópusambandið sem OCT svæði nema með fullri aðild (Grænland getur sleppt ákveðnum atriðum eftir þörfum sem OCT svæði). Hvort að Grænlendingar fara þessa leið er þeirra ákvörðun en þetta er engu að síður leið sem stendur þeim til boða ef þeir kjósa svo. Vegna ákvæða í aðildarsáttmála Danmerkur að Evrópusambandinu. Þá er þessi leið ekki í boði fyrir Færeyjar. Færeyjar eru hinsvegar með þrjá samninga við Evrópusambandið en njóta ekki neinna annara réttinda hjá Evrópusambandinu. Hægt er að lesa um það hérna. Íbúar Færeyja eru danskir ríkisborgarar og njóta því frjálsrar farar innan Evrópusambandsins sem slíkir og réttinda ef þeir flytja frá Færeyjum til Danmerkur en þeir njóta ekki neinna slíkra réttinda þegar þeir búa í Færeyjum samkvæmt aðildarsáttmála Danmerkur að Evrópusambandinu. Hægt er að lesa um það hérna. Ísland þarf einnig að ganga í Evrópusambandið sem fyrst. Þar sem það er ekkert sem stöðvar Bandaríkin að innlima Ísland eftir að búið er að innlima Grænland. Sérstaklega þegar Bandaríkin verða búin að segja upp öllum samningum við Ísland. Það mun gerast eins og málin eru að þróast, en það tekur tíma að gerast. Núna er verið að koma á einræði í Bandaríkjunum og á meðan eru smáríki eins og Ísland ekki í sjónsviði þeirra sem eru að koma upp einræðinu en það kemur að þessu eins og öðru. Málflutningi andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi á að hafna enda er hann ekki byggður á neinum staðreyndum. Það sem þeir setja fram er til þess að hræða fólk í að trúa þeirra fullyrðingum. Enda er hræðsla ódýr leið til þess að ná fram pólitískum markmiðum um að halda Íslandi fyrir utan Evrópusambandið. Ísland þarf í raun ekki neinar undanþágur frá flestum lögum og reglum Evrópusambandsins og hefur í raun aldrei þurft. Meint sérstaða Íslands er ímyndun og hefur alltaf verið það. Þó þarf að fá sérreglur varðandi innflutning á lifandi dýrum vegna dýrasjúkdóma og varna gegn þeim. Það er svona eina undanþágan sem mundi þurfa að fá. Núverandi lög í Evrópusambandinu koma í veg fyrir fiskveiðar annara þjóða í íslenskri lögsögu. Það er einnig nauðsynlegt að öll aðildarríki hafa stjórn yfir sínum lögsögum og hafa alltaf gert. Hvað Evrópusambandið stjórnar og setur lög er mjög vel skilgreint og hefur verið lengi. Hægt er að skoða þann lista hérna á vefsíðu Evrópusambandsins. Evrópusambandið er búið að koma sér upp öryggisstofnun og er vefsíða hennar hérna. Þátttaka í þessu er algjörlega á grundvelli ríkjanna sjálfra. Ríki Evrópusambandsins eru ennþá að ræða og ákveða fleiri skref í þessu en ég veit ekki hver þau verða. Í þessu liggur öryggið að vera aðili að Evrópusambandinu. Auk þess sem ekki verður hægt að setja íslenskan efnahag á hliðina með einföldum aðgerðum sem Bandaríkin gætu gripið til gegn Íslandi í framtíðinni. Þar sem núverandi ríkisstjórn í Bandaríkjunum er svo miklu verri en íslendingar telja. Höfundur er rithöfundur.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun