Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. mars 2025 14:31 Ásökunum á hendur Tate fjölgar enn. EPA Fyrrverandi kærasta karlrembuáhrifavaldsins Andrew Tate hefur lagt fram stefnu á hendur honum þar sem hún sakar hann um kynferðisofbeldi og líkamsárás. Hún sækir jafnframt um nálgunarbann á hann. Brianna Stern fyrirsæta er fyrrverandi kærastan sem um ræðir. Í stefnu sem lögð var fram í Los Angeles-borg í Kaliforníu lýsir hún andlegu og líkamlegu ofbeldi af hans hálfu. Joseph McBride, lögmaður Tate, segir í yfirlýsingu að umbjóðandi hans neiti sök og að ásakanirnar séu tilhæfulaust ráðabrugg sem eigi ekki við rök að styðjast. Í þessari frétt er fjallað um ofbeldi í nánu sambandi. Verðir þú fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þá má nálgast leiðarvísi fyrir þolendur slíks ofbeldis á vef Neyðarlínunnar. Í stefnunni er Tate sakaður um að hafa ráðist að Stern á hóteli í Beverly Hills í mars eftir að þau hófu að sofa saman. Hann hafi byrjað að niðurlægja Stern, eins og hann gerði reglulega, en á verri og ofbeldisfyllri hátt en yfirleitt. Þá hafi hann tekið um háls hennar og þrengt að öndunarvegi hennar. Hún hafi grátið og beðið hann um að hætta en hann tekið fastar um háls hennar með þeim afleiðingum að hún hafi nærri misst meðvitund. Í gögnum úr dómsal sem Guardian hefur undir höndum kemur fram að Tate hafi slegið Stern ítrekað utan undir og í hvirfilinn. Á meðan hafi hann hótað að drepa hana ef hún móðgaði hann aftur. Loks sakar Stern Tate um ítrekað andlegt ofbeldi yfir það tíu mánaða tímabil sem þau voru par, meðal annars með því að kalla hana eign sína og fávita. Leiðir þeirra lágu saman í fyrra þegar Stern ferðaðist til Rúmeníu til að vinna sem fyrirsæta. Tate var handtekinn ásamt bróður sínum, Tristan Tate, í Rúmeníu fyrir þremur árum og voru þeir bræður ákærðir fyrir nauðganir, mansal og peningaþvætti. Þeir eru að auki eftirlýstir í Bretlandi vegna gruns um nauðgun og mansal þar. Þá stefndi kona í Bandaríkjunum þeim í síðasta mánuði fyrir að hafa þvingað sig til kynlífsverka. Mál Andrew Tate Bandaríkin Tengdar fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu BBC greinir frá því að Andrew og Tristan Tate hafi yfirgefið Rúmeníu í einkaþotu snemma í morgun og séu á leið til Bandaríkjanna. 27. febrúar 2025 07:52 Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Kona hefur stefnt karlrembuáhrifavöldunum Andrew og Tristan Tate fyrir að hafa þvingt sig til kynlífsverka fyrir dómi í Bandaríkjunum. Bræðurnir verjast nú saka- og einkamálum bæði í Bretlandi og Rúmeníu en þetta er í fyrsta skipti sem þeim er stefnt vestanhafs. 11. febrúar 2025 14:04 Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Andrew Tate hefur verið sleppt úr stofufangelsi í Rúmeníu en hann má ekki yfirgefa ríkið. Tate er verulega umdeildur en hann og bróðir hans Tristan hafa staðið frammi fyrir ásökunum um fjölmörg brot eins og mansal og nauðgun, sem meðal annars eru sögð hafa verið framin á ólögráða stúlkum. 14. janúar 2025 16:55 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Brianna Stern fyrirsæta er fyrrverandi kærastan sem um ræðir. Í stefnu sem lögð var fram í Los Angeles-borg í Kaliforníu lýsir hún andlegu og líkamlegu ofbeldi af hans hálfu. Joseph McBride, lögmaður Tate, segir í yfirlýsingu að umbjóðandi hans neiti sök og að ásakanirnar séu tilhæfulaust ráðabrugg sem eigi ekki við rök að styðjast. Í þessari frétt er fjallað um ofbeldi í nánu sambandi. Verðir þú fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þá má nálgast leiðarvísi fyrir þolendur slíks ofbeldis á vef Neyðarlínunnar. Í stefnunni er Tate sakaður um að hafa ráðist að Stern á hóteli í Beverly Hills í mars eftir að þau hófu að sofa saman. Hann hafi byrjað að niðurlægja Stern, eins og hann gerði reglulega, en á verri og ofbeldisfyllri hátt en yfirleitt. Þá hafi hann tekið um háls hennar og þrengt að öndunarvegi hennar. Hún hafi grátið og beðið hann um að hætta en hann tekið fastar um háls hennar með þeim afleiðingum að hún hafi nærri misst meðvitund. Í gögnum úr dómsal sem Guardian hefur undir höndum kemur fram að Tate hafi slegið Stern ítrekað utan undir og í hvirfilinn. Á meðan hafi hann hótað að drepa hana ef hún móðgaði hann aftur. Loks sakar Stern Tate um ítrekað andlegt ofbeldi yfir það tíu mánaða tímabil sem þau voru par, meðal annars með því að kalla hana eign sína og fávita. Leiðir þeirra lágu saman í fyrra þegar Stern ferðaðist til Rúmeníu til að vinna sem fyrirsæta. Tate var handtekinn ásamt bróður sínum, Tristan Tate, í Rúmeníu fyrir þremur árum og voru þeir bræður ákærðir fyrir nauðganir, mansal og peningaþvætti. Þeir eru að auki eftirlýstir í Bretlandi vegna gruns um nauðgun og mansal þar. Þá stefndi kona í Bandaríkjunum þeim í síðasta mánuði fyrir að hafa þvingað sig til kynlífsverka.
Í þessari frétt er fjallað um ofbeldi í nánu sambandi. Verðir þú fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þá má nálgast leiðarvísi fyrir þolendur slíks ofbeldis á vef Neyðarlínunnar.
Mál Andrew Tate Bandaríkin Tengdar fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu BBC greinir frá því að Andrew og Tristan Tate hafi yfirgefið Rúmeníu í einkaþotu snemma í morgun og séu á leið til Bandaríkjanna. 27. febrúar 2025 07:52 Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Kona hefur stefnt karlrembuáhrifavöldunum Andrew og Tristan Tate fyrir að hafa þvingt sig til kynlífsverka fyrir dómi í Bandaríkjunum. Bræðurnir verjast nú saka- og einkamálum bæði í Bretlandi og Rúmeníu en þetta er í fyrsta skipti sem þeim er stefnt vestanhafs. 11. febrúar 2025 14:04 Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Andrew Tate hefur verið sleppt úr stofufangelsi í Rúmeníu en hann má ekki yfirgefa ríkið. Tate er verulega umdeildur en hann og bróðir hans Tristan hafa staðið frammi fyrir ásökunum um fjölmörg brot eins og mansal og nauðgun, sem meðal annars eru sögð hafa verið framin á ólögráða stúlkum. 14. janúar 2025 16:55 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu BBC greinir frá því að Andrew og Tristan Tate hafi yfirgefið Rúmeníu í einkaþotu snemma í morgun og séu á leið til Bandaríkjanna. 27. febrúar 2025 07:52
Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Kona hefur stefnt karlrembuáhrifavöldunum Andrew og Tristan Tate fyrir að hafa þvingt sig til kynlífsverka fyrir dómi í Bandaríkjunum. Bræðurnir verjast nú saka- og einkamálum bæði í Bretlandi og Rúmeníu en þetta er í fyrsta skipti sem þeim er stefnt vestanhafs. 11. febrúar 2025 14:04
Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Andrew Tate hefur verið sleppt úr stofufangelsi í Rúmeníu en hann má ekki yfirgefa ríkið. Tate er verulega umdeildur en hann og bróðir hans Tristan hafa staðið frammi fyrir ásökunum um fjölmörg brot eins og mansal og nauðgun, sem meðal annars eru sögð hafa verið framin á ólögráða stúlkum. 14. janúar 2025 16:55
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“