Bronshafi á ÓL kom út úr skápnum Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2025 13:30 Yared Nuguse vann brons á Ólympíuleikunum í París í fyrra. Getty/Kevin Voigt Bandaríski hlauparinn Yared Nuguse, sem til að mynda hefur keppt við Íslandsmethafann Baldvin Þór Magnússon á hlaupabrautinni, greindi frá því opinberlega í gær að hann væri samkynhneigður. Nuguse er einn fremsti millivegalengdahlaupari heims og vann til að mynda bronsverðlaun í 1.500 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París í fyrra auk silfurs í 3.000 metra hlaupi á HM innanhúss. Hann kynnti kærasta sinn Julian á Instagram-síðu sinni í gær og birti myndir af þeim saman. „Ég trúi ekki að við séum þegar búnir að vera saman í eitt ár ástin mín,“ skrifaði Nuguse og bætti við í sviga: „Ekki látast vera svona hissa“. View this post on Instagram A post shared by Yared Nuguse (@yaredthegoose) Á meðal þeirra sem óskað hafa Nuguse til hamingju er Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen, einn helsti keppinautur Bandaríkjamannsins. Nuguse var nýverið í viðtali við Athletics Weekly þar sem hann sagðist hafa sett sér það markmið fyrir árið 2025 að vera hann sjálfur, á allan hátt. „Ég hef oft haldið mig til hlés eða ekki verið alveg opinskár með það hver ég er í raun og veru, bara vegna þess að ég var stressaður yfir því hvað öðru fólki fyndist. En síðustu ár og sérstaklega á þessu ári vil ég vera algjörlega ég sjálfur, gera það sem ég sjálfur vil gera, ekki hugsa um hvað öðru fólki finnst heldur vera bara ég sjálfur því ég er sá eini sem getur verið ég,“ sagði Nuguse. Í viðtalinu kom einnig fram að Nuguse hefði ýmislegt annað en hlaup á stefnuskrá sinni í framtíðinni. Eftir Ólympíuleikana í Los Angeles 2028 væri markmiðið til að mynda að læra til tannlæknis. Nuguse á heimsmetið í míluhlaupi innanhúss sem hann setti í New York í febrúar þegar hann hljóp á 3:46,63 mínútum. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira
Nuguse er einn fremsti millivegalengdahlaupari heims og vann til að mynda bronsverðlaun í 1.500 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París í fyrra auk silfurs í 3.000 metra hlaupi á HM innanhúss. Hann kynnti kærasta sinn Julian á Instagram-síðu sinni í gær og birti myndir af þeim saman. „Ég trúi ekki að við séum þegar búnir að vera saman í eitt ár ástin mín,“ skrifaði Nuguse og bætti við í sviga: „Ekki látast vera svona hissa“. View this post on Instagram A post shared by Yared Nuguse (@yaredthegoose) Á meðal þeirra sem óskað hafa Nuguse til hamingju er Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen, einn helsti keppinautur Bandaríkjamannsins. Nuguse var nýverið í viðtali við Athletics Weekly þar sem hann sagðist hafa sett sér það markmið fyrir árið 2025 að vera hann sjálfur, á allan hátt. „Ég hef oft haldið mig til hlés eða ekki verið alveg opinskár með það hver ég er í raun og veru, bara vegna þess að ég var stressaður yfir því hvað öðru fólki fyndist. En síðustu ár og sérstaklega á þessu ári vil ég vera algjörlega ég sjálfur, gera það sem ég sjálfur vil gera, ekki hugsa um hvað öðru fólki finnst heldur vera bara ég sjálfur því ég er sá eini sem getur verið ég,“ sagði Nuguse. Í viðtalinu kom einnig fram að Nuguse hefði ýmislegt annað en hlaup á stefnuskrá sinni í framtíðinni. Eftir Ólympíuleikana í Los Angeles 2028 væri markmiðið til að mynda að læra til tannlæknis. Nuguse á heimsmetið í míluhlaupi innanhúss sem hann setti í New York í febrúar þegar hann hljóp á 3:46,63 mínútum.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira