Á vef Veðurstofunnar segir að hiti á landinu verði víða í kringum frostmark.
„Áfram norðaustlæg átt á morgun, og þá bætir heldur í vind suðaustantil og búast má við slyddu eða snjókomu austantil. Yfirleitt þurrt vestanlands og hlýnar heldur í veðri,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Austan og norðaustan 5-13 m/s og él, en þurrt á Suðvestur- og Vesturlandi. Heldur hvassara og slydda eða snjókoma suðaustantil. Hiti 0 til 5 stig að deginum sunnan- og vestanlands, en 0 til 5 stiga frost annars staðar.
Á sunnudag: Austlæg átt 3-10 og dálítil él norðan- og austantil. Vaxandi suðaustanátt síðdegis með slyddu eða rigningu, en snjókomu norðanlands um kvöldið. Hlýnar í veðri.
Á mánudag: Suðvestan 10-18 og rigning eða slydda, en að mestu bjart norðaustantil. Hiti 0 til 6 stig, en kólnar með éljum síðdegis.
Á þriðjudag: Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-8 og víða bjart með köflum, en stöku él við vesturströndina. Víða vægt frost, en hiti að 5 stigum syðst á landinu.
Á miðvikudag: Norðlæg átt og dálítil él eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag: Norðvestanátt og lítilsháttar él fyrir norðan, en léttir til sunnan heiða. Kólnar í veðri.