Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2025 15:03 Heiðar Örn Sigurfinnsson hefur verið fréttastjóri Ríkisútvarpsins frá því í febrúar 2022. Vísir/Vilhelm Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir miður að sjá ófrægingarherferðir á hendur blaðamönnum ná útbreiðslu á samfélagsmiðlum á meðal fólks sem á að vita betur. Fréttamaður RÚV hafi orðið fyrir rætnu og persónulegu áreiti vegna fréttar um samband barnamálaráðherra við táningspilt þegar ráðherrann var 22 ára gömul. Allt fór á annan endann eftir að Ríkisútvarpið greindi frá því í sexfréttum útvarps fimmtudaginn 20. mars að Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra, hefði getið barn með rúmlega sextán ára gömlum dreng þegar hún var sjálf tæplega 23 ára fyrir rúmum 35 árum. Þau kynntust í trúarsöfnuðinum Trú og líf. Ásthildur Lóa ákvað í kjölfar fundar með formönnum ríkisstjórnarflokkanna að segja af sér embætti og tilkynnti um afsögn í viðtali við RÚV um það leyti sem fréttin af sambandinu við drenginn fór í loftið. Mikil umræða hefur skapast um afsögnina og vinnubrögð fjölmiðla í kjölfarið. Hefur helst verið tekist um þau atriði nákvæmlega hve gamall drengurinn hafi verið á þeim tíma sem náin kynni hófust og hvort Ásthildur Lóa hefði leitt unglingastarf hjá söfnuðinum. Þótt álitamál sé hve gamall drengurinn var á þeim tíma sem sambandið hófst liggur fyrir að hann var nýorðinn sextán ára og sjálfráða þegar barnið kom undir. Ásthildur Lóa og fyrrverandi leiðtogi hjá Trú og líf kannast ekki við að hún hafi leitt nokkuð slíkt starf. Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, stingur niður penna í aðsendri grein á Vísi í dag. Þar segir hann fjölmiðla standa frammi fyrir nýju ógnum víða um hinn vestræna heim. Skyndilega sé hið dramatíska slagorð bandaríska dagblaðsins The Washington Post, Lýðræðið deyr í myrkrinu, farið að hljóma eins og spádómur, en ekki heróp. Segja þurfi fréttir í lýðræðissamfélögum „Árásir sumra stjórnmálamanna og skipulögð dreifing falsfrétta hafa miðað að því að grafa undan trausti almennings á hefðbundnum fjölmiðlum og í mörgum tilvikum hefur það tekist. Blaða- og fréttamenn um allan heim finna þetta á eigin skinni, og þurfa í seinni tíð að verjast rætnum, persónulegum árásum og jafnvel ógnunum vegna starfa sem áður þóttu sjálfsögð,“ segir Heiðar Örn. Það eigi að vera sjálfsagt að segja fréttir í lýðræðissamfélögum. Einkum fréttir af þeim sem fara með völd í krafti embætta sinna eða auðæfa. Eitt mikilvægasta verkefni fjölmiðla er að halda almenningi upplýstum um athafnir kjörinna fulltrúa og annarra embættismanna, veita þeim aðhald og spyrja þá erfiðra spurninga. Verkefnið hefur alltaf verið vandasamt, erfitt og vanþakklátt, en fáist enginn til að taka það að sér, og gera það vel, þá fellur myrkrið á. Lýðræðið þrífst ekki án þess.“ Reglulega barið á fjölmiðlum Hér á Íslandi sé staðan orðin sú, að sárafáir fréttamiðlar séu eftir uppistandandi, og starfandi blaðamönnum hafi fækkað til mikilla muna. Það leggi enn ríkari ábyrgð á herðar þeirra sem eftir eru að þeir standi sig og sinni störfum sínum af heilindum. „Undanfarið hefur verið barið á fjölmiðlum hérlendis fyrir að veita valdhöfum aðhald. Nú síðast hafa margir gagnrýnt fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir fréttaflutning 20. mars síðastliðinn, daginn sem Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér embætti sem barna- og menntamálaráðherra, og einnig fyrir umræðu um málið í Silfrinu mánudaginn 24. mars. Starfsfólk RÚV er auðvitað ekki óskeikult og tekur mark á málefnalegri gagnrýni. Lengi má ræða um efnistök og framsetningu einstakra frétta, einkum í málum sem þróast um leið og fréttir eru sagðar af því. Þá er betra að vera með staðreyndir málsins uppi á borðum þegar rætt er um framsetningu þeirra.“ Fréttin sem birtist fyrst í sexfréttum RÚV 20. mars og var svo uppfærð fyrir hádegi 21. mars.RÚV Hann tekur til nokkrar staðreyndir málsins eins og málið blasi við honum. 1. Ásthildur Lóa hafði sjálf ákveðið að segja af sér ráðherraembætti áður en fyrsta fréttin var flutt af ástæðum afsagnarinnar. 2. Fréttastofa RÚV byggði fyrstu frétt sína á viðtölum við barnsföður Ásthildar Lóu og fyrrverandi tengdamóður hans, sem hafði sent forsætisráðuneytinu erindi um málið. 3. Fréttastofa RÚV reyndi allan daginn að ná sambandi við Ásthildi Lóu til að fá hennar hlið á málinu. Hluta þess tíma sat hún á fundi með formönnum ríkisstjórnarflokkanna, þar sem hún ákvað sjálf að sér væri ekki sætt á ráðherrastóli. 4. Ásthildur Lóa greindi sjálf frá því í viðtali sem hún veitti fyrst kl. 18, að hún hefði ákveðið að segja af sér. Þar lýsti hún sjálf ástæðum uppsagnarinnar, þessu gamla máli, sem hún vildi ekki að skyggði á störf ríkisstjórnarinnar. Hún lýsti því sjálf sem beinagrindinni í sínum skáp. Fréttastofa RÚV hafi verið sökuð um ýmsar rangfærslur í fréttinni en engin þeirra hafi staðist skoðun. Úr frétt RÚV fimmtudaginn 20. mars Ásthildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við 15 ára pilt og eignaðist með honum barn ári síðar. Þetta var fyrir rúmum þremur áratugum, þegar hún var 22 ára. Hún kynntist piltinum þegar hún leiddi unglingastarf í trúarsöfnuði í Kópavogi, þangað sem hann leitaði vegna erfiðra aðstæðna heimafyrir. Barnsfaðir Ásthildar Lóu segir hana hafa tálmað umgengni hans við son þeirra en á sama tíma krafið hann um meðlag í 18 ár. Ásthildur Lóa leiddi unglingastarf í trúarsöfnuðnum Trú og líf þegar hún kynntist piltinum. Rætið og persónulegt áreiti „Ásthildur Lóa og barnsfaðir hennar hafa ekki verið fullkomlega á einu máli um nokkur atriði eins og nákvæman aldur hans þegar samband þeirra hófst, stöðu hennar innan trúfélagsins þar sem þau kynntust, eða samskipti þeirra varðandi umgengni við son þeirra. Slíkur ágreiningur er algengur í fréttum, einkum af persónulegum málum. Önnur atriði fréttarinnar eru óumdeild, eins og sú staðreynd að Ásthildur Lóa hringdi ítrekað í konuna sem sendi erindið og mætti óboðin heim til hennar seint um kvöld.“ Fréttamaðurinn sem vann fréttina, Sunna Karen Sigurþórsdóttir, hafir orðið fyrir rætnu og persónulegu áreiti eftir að fréttin fór í loftið, og sökuð um ýmis annarleg sjónarmið, fyrir það eitt að vinna vinnuna sína af vandvirkni, heilindum og fagmennsku, í fullu samráði við ritstjórn fréttastofunnar. „Meðal fólks sem viti betur“ „Það er miður að sjá ófrægingarherferðir á hendur blaðamönnum ná útbreiðslu á samfélagsmiðlum á meðal fólks sem á að vita betur.“ Það sé aldrei þægilegt eða þakklátt starf að segja fréttir af viðkvæmum einkahögum fólks, og þeir eigi yfirleitt takmarkað erindi í fréttir. „Það er hlutverk og tilgangur fréttamiðla að segja frá atburðum og aðstæðum sem gætu orðið til þess að ráðherra sé ekki sætt í embætti, hversu óþægilegar og dapurlegar sem þær kunna að vera. Ef fjölmiðlar sinna ekki þessu hlutverki sínu er alveg óhætt að leggja þá niður. Slökkva ljósið.“ Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Formaður Sjálfstæðisflokksins krafðist skýringar á aðkomu forsætisráðherra í máli fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra en sagðist ekki hafa fengið nein svör. Þingflokksformaður Miðflokksins segir skýrt að ráðherrann hafi verið beittur þrýstingi til að segja af sér. 24. mars 2025 21:45 „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Mál fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra var mikið til umræðu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Forsætisráðherra ítrekaði að þetta væri viðkvæmt persónulegt mál sem ætti ekki að gera pólitík úr. Forseti Alþingis þurfti ítrekað að minna á ræðutíma þar sem þingmenn og ráðherrar höfðu mikið að segja um málið. 24. mars 2025 16:55 Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Sonur Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, segist stoltur af því hvernig móðir hans hefur tekist á við málið sem hefur orðið til þess að hún sagði af sér. Móðir hans hafi verið máluð upp sem skrímsli. 23. mars 2025 12:49 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Allt fór á annan endann eftir að Ríkisútvarpið greindi frá því í sexfréttum útvarps fimmtudaginn 20. mars að Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra, hefði getið barn með rúmlega sextán ára gömlum dreng þegar hún var sjálf tæplega 23 ára fyrir rúmum 35 árum. Þau kynntust í trúarsöfnuðinum Trú og líf. Ásthildur Lóa ákvað í kjölfar fundar með formönnum ríkisstjórnarflokkanna að segja af sér embætti og tilkynnti um afsögn í viðtali við RÚV um það leyti sem fréttin af sambandinu við drenginn fór í loftið. Mikil umræða hefur skapast um afsögnina og vinnubrögð fjölmiðla í kjölfarið. Hefur helst verið tekist um þau atriði nákvæmlega hve gamall drengurinn hafi verið á þeim tíma sem náin kynni hófust og hvort Ásthildur Lóa hefði leitt unglingastarf hjá söfnuðinum. Þótt álitamál sé hve gamall drengurinn var á þeim tíma sem sambandið hófst liggur fyrir að hann var nýorðinn sextán ára og sjálfráða þegar barnið kom undir. Ásthildur Lóa og fyrrverandi leiðtogi hjá Trú og líf kannast ekki við að hún hafi leitt nokkuð slíkt starf. Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, stingur niður penna í aðsendri grein á Vísi í dag. Þar segir hann fjölmiðla standa frammi fyrir nýju ógnum víða um hinn vestræna heim. Skyndilega sé hið dramatíska slagorð bandaríska dagblaðsins The Washington Post, Lýðræðið deyr í myrkrinu, farið að hljóma eins og spádómur, en ekki heróp. Segja þurfi fréttir í lýðræðissamfélögum „Árásir sumra stjórnmálamanna og skipulögð dreifing falsfrétta hafa miðað að því að grafa undan trausti almennings á hefðbundnum fjölmiðlum og í mörgum tilvikum hefur það tekist. Blaða- og fréttamenn um allan heim finna þetta á eigin skinni, og þurfa í seinni tíð að verjast rætnum, persónulegum árásum og jafnvel ógnunum vegna starfa sem áður þóttu sjálfsögð,“ segir Heiðar Örn. Það eigi að vera sjálfsagt að segja fréttir í lýðræðissamfélögum. Einkum fréttir af þeim sem fara með völd í krafti embætta sinna eða auðæfa. Eitt mikilvægasta verkefni fjölmiðla er að halda almenningi upplýstum um athafnir kjörinna fulltrúa og annarra embættismanna, veita þeim aðhald og spyrja þá erfiðra spurninga. Verkefnið hefur alltaf verið vandasamt, erfitt og vanþakklátt, en fáist enginn til að taka það að sér, og gera það vel, þá fellur myrkrið á. Lýðræðið þrífst ekki án þess.“ Reglulega barið á fjölmiðlum Hér á Íslandi sé staðan orðin sú, að sárafáir fréttamiðlar séu eftir uppistandandi, og starfandi blaðamönnum hafi fækkað til mikilla muna. Það leggi enn ríkari ábyrgð á herðar þeirra sem eftir eru að þeir standi sig og sinni störfum sínum af heilindum. „Undanfarið hefur verið barið á fjölmiðlum hérlendis fyrir að veita valdhöfum aðhald. Nú síðast hafa margir gagnrýnt fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir fréttaflutning 20. mars síðastliðinn, daginn sem Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér embætti sem barna- og menntamálaráðherra, og einnig fyrir umræðu um málið í Silfrinu mánudaginn 24. mars. Starfsfólk RÚV er auðvitað ekki óskeikult og tekur mark á málefnalegri gagnrýni. Lengi má ræða um efnistök og framsetningu einstakra frétta, einkum í málum sem þróast um leið og fréttir eru sagðar af því. Þá er betra að vera með staðreyndir málsins uppi á borðum þegar rætt er um framsetningu þeirra.“ Fréttin sem birtist fyrst í sexfréttum RÚV 20. mars og var svo uppfærð fyrir hádegi 21. mars.RÚV Hann tekur til nokkrar staðreyndir málsins eins og málið blasi við honum. 1. Ásthildur Lóa hafði sjálf ákveðið að segja af sér ráðherraembætti áður en fyrsta fréttin var flutt af ástæðum afsagnarinnar. 2. Fréttastofa RÚV byggði fyrstu frétt sína á viðtölum við barnsföður Ásthildar Lóu og fyrrverandi tengdamóður hans, sem hafði sent forsætisráðuneytinu erindi um málið. 3. Fréttastofa RÚV reyndi allan daginn að ná sambandi við Ásthildi Lóu til að fá hennar hlið á málinu. Hluta þess tíma sat hún á fundi með formönnum ríkisstjórnarflokkanna, þar sem hún ákvað sjálf að sér væri ekki sætt á ráðherrastóli. 4. Ásthildur Lóa greindi sjálf frá því í viðtali sem hún veitti fyrst kl. 18, að hún hefði ákveðið að segja af sér. Þar lýsti hún sjálf ástæðum uppsagnarinnar, þessu gamla máli, sem hún vildi ekki að skyggði á störf ríkisstjórnarinnar. Hún lýsti því sjálf sem beinagrindinni í sínum skáp. Fréttastofa RÚV hafi verið sökuð um ýmsar rangfærslur í fréttinni en engin þeirra hafi staðist skoðun. Úr frétt RÚV fimmtudaginn 20. mars Ásthildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við 15 ára pilt og eignaðist með honum barn ári síðar. Þetta var fyrir rúmum þremur áratugum, þegar hún var 22 ára. Hún kynntist piltinum þegar hún leiddi unglingastarf í trúarsöfnuði í Kópavogi, þangað sem hann leitaði vegna erfiðra aðstæðna heimafyrir. Barnsfaðir Ásthildar Lóu segir hana hafa tálmað umgengni hans við son þeirra en á sama tíma krafið hann um meðlag í 18 ár. Ásthildur Lóa leiddi unglingastarf í trúarsöfnuðnum Trú og líf þegar hún kynntist piltinum. Rætið og persónulegt áreiti „Ásthildur Lóa og barnsfaðir hennar hafa ekki verið fullkomlega á einu máli um nokkur atriði eins og nákvæman aldur hans þegar samband þeirra hófst, stöðu hennar innan trúfélagsins þar sem þau kynntust, eða samskipti þeirra varðandi umgengni við son þeirra. Slíkur ágreiningur er algengur í fréttum, einkum af persónulegum málum. Önnur atriði fréttarinnar eru óumdeild, eins og sú staðreynd að Ásthildur Lóa hringdi ítrekað í konuna sem sendi erindið og mætti óboðin heim til hennar seint um kvöld.“ Fréttamaðurinn sem vann fréttina, Sunna Karen Sigurþórsdóttir, hafir orðið fyrir rætnu og persónulegu áreiti eftir að fréttin fór í loftið, og sökuð um ýmis annarleg sjónarmið, fyrir það eitt að vinna vinnuna sína af vandvirkni, heilindum og fagmennsku, í fullu samráði við ritstjórn fréttastofunnar. „Meðal fólks sem viti betur“ „Það er miður að sjá ófrægingarherferðir á hendur blaðamönnum ná útbreiðslu á samfélagsmiðlum á meðal fólks sem á að vita betur.“ Það sé aldrei þægilegt eða þakklátt starf að segja fréttir af viðkvæmum einkahögum fólks, og þeir eigi yfirleitt takmarkað erindi í fréttir. „Það er hlutverk og tilgangur fréttamiðla að segja frá atburðum og aðstæðum sem gætu orðið til þess að ráðherra sé ekki sætt í embætti, hversu óþægilegar og dapurlegar sem þær kunna að vera. Ef fjölmiðlar sinna ekki þessu hlutverki sínu er alveg óhætt að leggja þá niður. Slökkva ljósið.“
Úr frétt RÚV fimmtudaginn 20. mars Ásthildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við 15 ára pilt og eignaðist með honum barn ári síðar. Þetta var fyrir rúmum þremur áratugum, þegar hún var 22 ára. Hún kynntist piltinum þegar hún leiddi unglingastarf í trúarsöfnuði í Kópavogi, þangað sem hann leitaði vegna erfiðra aðstæðna heimafyrir. Barnsfaðir Ásthildar Lóu segir hana hafa tálmað umgengni hans við son þeirra en á sama tíma krafið hann um meðlag í 18 ár. Ásthildur Lóa leiddi unglingastarf í trúarsöfnuðnum Trú og líf þegar hún kynntist piltinum.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Formaður Sjálfstæðisflokksins krafðist skýringar á aðkomu forsætisráðherra í máli fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra en sagðist ekki hafa fengið nein svör. Þingflokksformaður Miðflokksins segir skýrt að ráðherrann hafi verið beittur þrýstingi til að segja af sér. 24. mars 2025 21:45 „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Mál fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra var mikið til umræðu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Forsætisráðherra ítrekaði að þetta væri viðkvæmt persónulegt mál sem ætti ekki að gera pólitík úr. Forseti Alþingis þurfti ítrekað að minna á ræðutíma þar sem þingmenn og ráðherrar höfðu mikið að segja um málið. 24. mars 2025 16:55 Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Sonur Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, segist stoltur af því hvernig móðir hans hefur tekist á við málið sem hefur orðið til þess að hún sagði af sér. Móðir hans hafi verið máluð upp sem skrímsli. 23. mars 2025 12:49 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Formaður Sjálfstæðisflokksins krafðist skýringar á aðkomu forsætisráðherra í máli fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra en sagðist ekki hafa fengið nein svör. Þingflokksformaður Miðflokksins segir skýrt að ráðherrann hafi verið beittur þrýstingi til að segja af sér. 24. mars 2025 21:45
„Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Mál fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra var mikið til umræðu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Forsætisráðherra ítrekaði að þetta væri viðkvæmt persónulegt mál sem ætti ekki að gera pólitík úr. Forseti Alþingis þurfti ítrekað að minna á ræðutíma þar sem þingmenn og ráðherrar höfðu mikið að segja um málið. 24. mars 2025 16:55
Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Sonur Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, segist stoltur af því hvernig móðir hans hefur tekist á við málið sem hefur orðið til þess að hún sagði af sér. Móðir hans hafi verið máluð upp sem skrímsli. 23. mars 2025 12:49