Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Kjartan Kjartansson skrifar 27. mars 2025 12:06 Karl Steinar Valsson vill opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi. Vísir/Vilhelm Yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra segir tímabært að opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi þótt þær séu viðkvæmt mál. Í nýju stöðumati um öryggisáskoranir er óvissa sögð ríkja um starfsemi kínverskrar norðurljósarannsóknarstöðvar í Þingeyjarsýslu. Stöðumatið var kynnt á ráðstefnu um öryggis- og varnarmál sem ríkislögreglustjóri stóð fyrir í dag. Þar sagð Karl Steinar Valsson, yfirmaður öryggis og greiningarsviðs embættisins, að Kína stundaði njósnir í Evrópu og þar með á Íslandi. „Það hefur verið viðkvæmt efni að fjalla um en að okkar mati er mjög tímabært að opna um það umræðu,“ sagði Karl Steinar. Kínversk fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar hafi skyldu til þess að veita kínversku leyniþjónustunni upplýsingar ef hún telur þær varða þjóðaröryggi samkvæmt lögum sem voru samþykkt þar í landi árið 2017. Karl Steinar sagði Kínverja þannig stunda svonefnda tvöfalda notkun á upplýsingum. Þeirra væri aflað í ákveðnum tilgangi en þær síðan nýttar í hernaðarlegum tilgangi. Stöðumatið sjálft verður ekki birt opinberlega fyrr en í fyrsta lagi í maí, samkvæmt upplýsingum embættis ríkislögreglustjóra. Tölvuteikning af Norðurljósarannsóknastöð Heimskautastofnunar Kína á Norðurlandi.Grafík/Aurora Observatory. Óvissa um starfsemina á Kárhóli Vísaði Karl Steinar sérstaklega til Kárhóls í Þingeyjarsýslu á Norðurlandi þar sem kínversk rannsóknarstofnun hefur haft aðstöðu til þess að rannsaka norðurljósin frá 2012. Í stöðumatinu sem var kynnt í dag sé fjallað um óvissu um starfsemi rannsóknarstöðvarinnar. Heimildin sagði frá því fyrir tveimur árum að fulltrúar Atlantshafsbandalagsins hefðu lýst áhyggjum af starfseminni á Kárhóli þar sem mögulegt væri að nota stöðina til fjarskiptanjósna. Grundvöllur rannsóknarmiðstöðvarinnar er rammasamningur á milli Heimskautastofnunar Kína og Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Ekki fór fram sértakt mat á starfseminni út frá mögulegum áhrifum á þjóðaröryggi á þeim tíma samkvæmt svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, þáverandi utanríkisráðherra, við fyrirspurn á Alþingi á síðasta kjörtímabili. Í svarinu kom ennfremur fram að utanríkisráðuneytið hefði engar lagaheimildir til þess að setja rekstri rannsóknastöðvarinnar skilyrði. Öryggislög sem nágrannaríkin hefðu til þess að tryggja þjóðaröryggishagsmuni væru ekki til á Íslandi. Sendiherra Kína vildi ekki tjá sig um stöðina árið 2023 en sagði að hún kæmi bæði Íslendingum og Kínverjum til góða. Íranir beiti sér gegn þjóðum sem láti í sér heyra Karl Steinar tók einnig undir áhyggjur Evrópuríkja af aukinni hryðjuverka- og ofbeldisógn sem stafaði af klerkastjórninni í Íran. Stjórnvöld þar beittu sér hart til þess að fá Írani til að vinna verk sem þau teldu nauðsynleg. Slík verk beindust ekki síst gegn stjórnvöldum sem þyrðu að standa upp og segja sína skoðun. „Það er atriði sem við verðum að hafa í huga hér,“ sagði Karl Steinar. Öryggis- og varnarmál Lögreglan Utanríkismál Fjarskipti Kína Þingeyjarsveit Háskólar Vísindi Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Stöðumatið var kynnt á ráðstefnu um öryggis- og varnarmál sem ríkislögreglustjóri stóð fyrir í dag. Þar sagð Karl Steinar Valsson, yfirmaður öryggis og greiningarsviðs embættisins, að Kína stundaði njósnir í Evrópu og þar með á Íslandi. „Það hefur verið viðkvæmt efni að fjalla um en að okkar mati er mjög tímabært að opna um það umræðu,“ sagði Karl Steinar. Kínversk fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar hafi skyldu til þess að veita kínversku leyniþjónustunni upplýsingar ef hún telur þær varða þjóðaröryggi samkvæmt lögum sem voru samþykkt þar í landi árið 2017. Karl Steinar sagði Kínverja þannig stunda svonefnda tvöfalda notkun á upplýsingum. Þeirra væri aflað í ákveðnum tilgangi en þær síðan nýttar í hernaðarlegum tilgangi. Stöðumatið sjálft verður ekki birt opinberlega fyrr en í fyrsta lagi í maí, samkvæmt upplýsingum embættis ríkislögreglustjóra. Tölvuteikning af Norðurljósarannsóknastöð Heimskautastofnunar Kína á Norðurlandi.Grafík/Aurora Observatory. Óvissa um starfsemina á Kárhóli Vísaði Karl Steinar sérstaklega til Kárhóls í Þingeyjarsýslu á Norðurlandi þar sem kínversk rannsóknarstofnun hefur haft aðstöðu til þess að rannsaka norðurljósin frá 2012. Í stöðumatinu sem var kynnt í dag sé fjallað um óvissu um starfsemi rannsóknarstöðvarinnar. Heimildin sagði frá því fyrir tveimur árum að fulltrúar Atlantshafsbandalagsins hefðu lýst áhyggjum af starfseminni á Kárhóli þar sem mögulegt væri að nota stöðina til fjarskiptanjósna. Grundvöllur rannsóknarmiðstöðvarinnar er rammasamningur á milli Heimskautastofnunar Kína og Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Ekki fór fram sértakt mat á starfseminni út frá mögulegum áhrifum á þjóðaröryggi á þeim tíma samkvæmt svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, þáverandi utanríkisráðherra, við fyrirspurn á Alþingi á síðasta kjörtímabili. Í svarinu kom ennfremur fram að utanríkisráðuneytið hefði engar lagaheimildir til þess að setja rekstri rannsóknastöðvarinnar skilyrði. Öryggislög sem nágrannaríkin hefðu til þess að tryggja þjóðaröryggishagsmuni væru ekki til á Íslandi. Sendiherra Kína vildi ekki tjá sig um stöðina árið 2023 en sagði að hún kæmi bæði Íslendingum og Kínverjum til góða. Íranir beiti sér gegn þjóðum sem láti í sér heyra Karl Steinar tók einnig undir áhyggjur Evrópuríkja af aukinni hryðjuverka- og ofbeldisógn sem stafaði af klerkastjórninni í Íran. Stjórnvöld þar beittu sér hart til þess að fá Írani til að vinna verk sem þau teldu nauðsynleg. Slík verk beindust ekki síst gegn stjórnvöldum sem þyrðu að standa upp og segja sína skoðun. „Það er atriði sem við verðum að hafa í huga hér,“ sagði Karl Steinar.
Öryggis- og varnarmál Lögreglan Utanríkismál Fjarskipti Kína Þingeyjarsveit Háskólar Vísindi Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira