Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. mars 2025 17:08 Þessi blettur við Sæbrautina sást vel í dag. Undarleg sjón blasti við mörgum í sjónum úti af Sæbraut í dag. Brúnir blettir úti á hafi, nokkuð reglulegir í laginu, hafa eflaust vakið furðu einhverra sem sáu þá. Upplýsingafulltrúi Veitna segir hann þó eiga sér alvanalegar skýringar. „Það var svo mikil úrkoma í dag, sem kom bara snögglega. Hún var það mikil á stuttum tíma að kerfin þurfa að nýta yfirfall. Það gerist sjálfkrafa þegar álagið er svo mikið að kerfin þurfa að tappa snögglega af,“ segir Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna. Betra en að fá skólpið upp niðurfallið Skólp og regnvatn fari þá um yfirfallsrör og út í sjó, sem nýtist aðeins þegar kerfin eru yfirfull. „Í stað þess að þetta komi upp um niðurföllin hjá fólki. Þetta gerist ekki oft, en jú, einstaka sinnum. Þetta er í raun bara þannig að kerfið virkar eins og það á að virka. Það var bara mikil úrkoma í dag,“ segir Silja. Allur gangur sé á því hvort fólk taki eftir blettunum úti af ströndum þegar svona gerist. Það fari meðal annars eftir öldugangi í sjó. Einhverjir forvitnir vegfarendur hafi spurst fyrir um blettina hjá Veitum, en þeir voru ekki margir að sögn Silju. Fylgjast vel með og hreinsa strax Silja segir Veitur alltaf fylgjast vel með því hvort einhverju skoli upp á strendur í kjölfarið, og ráðist á í hreinsunaraðgerðir. „Það er ekkert komið upp á ströndina núna en við byrjum strax að fylgjast með og hreinsa það sem er hægt að hreinsa.“ Silja segir tilvalið að nýta tækifærið og minna fólk á hvað megi fara í klósettið og hvað ekki. Listinn yfir það sem má fara í klósettið, er ívið styttri en bannlistinn: „Kúkur, piss og klósettpappír,“ segir Silja. Þar með er það upp talið. Reykjavík Skólp Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
„Það var svo mikil úrkoma í dag, sem kom bara snögglega. Hún var það mikil á stuttum tíma að kerfin þurfa að nýta yfirfall. Það gerist sjálfkrafa þegar álagið er svo mikið að kerfin þurfa að tappa snögglega af,“ segir Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna. Betra en að fá skólpið upp niðurfallið Skólp og regnvatn fari þá um yfirfallsrör og út í sjó, sem nýtist aðeins þegar kerfin eru yfirfull. „Í stað þess að þetta komi upp um niðurföllin hjá fólki. Þetta gerist ekki oft, en jú, einstaka sinnum. Þetta er í raun bara þannig að kerfið virkar eins og það á að virka. Það var bara mikil úrkoma í dag,“ segir Silja. Allur gangur sé á því hvort fólk taki eftir blettunum úti af ströndum þegar svona gerist. Það fari meðal annars eftir öldugangi í sjó. Einhverjir forvitnir vegfarendur hafi spurst fyrir um blettina hjá Veitum, en þeir voru ekki margir að sögn Silju. Fylgjast vel með og hreinsa strax Silja segir Veitur alltaf fylgjast vel með því hvort einhverju skoli upp á strendur í kjölfarið, og ráðist á í hreinsunaraðgerðir. „Það er ekkert komið upp á ströndina núna en við byrjum strax að fylgjast með og hreinsa það sem er hægt að hreinsa.“ Silja segir tilvalið að nýta tækifærið og minna fólk á hvað megi fara í klósettið og hvað ekki. Listinn yfir það sem má fara í klósettið, er ívið styttri en bannlistinn: „Kúkur, piss og klósettpappír,“ segir Silja. Þar með er það upp talið.
Reykjavík Skólp Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira