Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Árni Sæberg skrifar 26. mars 2025 15:34 Hæstiréttur þyngdi dóm Landsréttar töluvert. Vísir/Vilhelm Hörður Ellert Ólafsson, frumkvöðull og ljósmyndari á fimmtugsaldri, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar í Hæstarétti. Hann hlaut þriggja ára og sex mánaða dóm í Landsrétti en áfrýjaði til Hæstaréttar. Þegar stúlkan var níu til tólf ára braut Hörður Ellert margítrekað gegn henni, meðal annars með því að láta hana veita honum munnmök. Hann fékk síma stúlkunnar afhentan hjá lögreglu á meðan málið var til rannsóknar og fékk nálgunarbann á föður hennar um tíma. Þetta sagði í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp í júní í fyrra og hefur nú verið staðfestur af Hæstarétti, með vísan til forsendna hans. Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Í dóminum segir að Hörður Ellert, sem hefur í gegnum tíðina komið að stofnun og rekstri þónokkurra fyrirtækja, þar á meðal Inhouse, Nostra veitingahúss, Mótherja og Syndis, verið ákærður fyrir að hafa á árunum 2016 til 2019 í ótilgreindan fjölda skipta með ólögmætri nauðung haft við stúlkuna önnur kynferðismök en samræði með því að setja fingur inn í leggöng hennar, getnaðarlim sinn á milli læra hennar og viðhafa samfarahreyfingar, sleikja kynfæri hennar, nudda kynfæri hennar og fróa sér á meðan og í eitt skipti látið hana veita sér munnmök. Þá hafi hann sýnt stúlkunni klámmyndir og tekið myndir af kynfærum hennar í eitt skipti. Sýknaður í héraði og mátti því áfrýja Hörður Ellert var sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins og einkaréttarkröfu stúlkunnar var vísað frá með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í júní árið 2023. Þá taldi héraðsdómur að framburður stúlkunnar, sem þó hefði verið trúverðugur, hefði ekki þá stoð að nægði til að sakfella Hörð Ellert gegn eindreginni neitun hans. Í dómi Landsréttar kom fram að framburður stúlkunnar hefði frá upphafi verið skýr, stöðugur og án mótsagna. Frásögn hennar hefði verið einlæg, ýkjulaus og sannfærandi og yrði ekki séð að framburður hennar væri í ósamræmi við framburð annarra vitna eða gögn málsins. Framburður Harðar Ellerts fengi hins vegar takmarkaða stoð í framburðum vitna og gögnum málsins sem rýrði trúverðugleika hans og sönnunargildi. Trúverðugur framburður stúlkunnar hafi verið lagður til grundvallar við úrlausn málsins þrátt fyrir eindregna neitun Harðar Ellerts. Hann hefði því verið sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru. Ákvæði laga um meðferð sakamála mælir fyrir um að hafi ákærður maður verið sýknaður af ákæruefni í héraðsdómi en sakfelldur fyrir Landsrétti skuli verða við ósk ákærða, eða ákæruvaldsins honum til hagsbóta, um leyfi til áfrýjunar nema Hæstiréttur telji ljóst að áfrýjun muni ekki verða til þess að breyta dómi Landsréttar. Því féllst Hæstiréttur á áfrýjunarbeiðni Harðar Ellerts í nóvember í fyrra. Sáu engan galla á málsmeðferðinni Í áfrýunarbeiðni sinni og fyrir Hæstarétt bar Hörður Ellert fyrir sig að í hinum áfrýjaða dómi hefði verið gengið mjög langt í að byggja undir vægi framburðar brotaþola og að sama skapi draga úr gildi framburðar hans, auk þess sem ónákvæmni gætti í rökstuðningi. Hann hafi talið mat Landsréttar á sönnun um sekt hans hafa farið gegn grundvallarreglu stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu um sönnunarbyrði ákæruvalds. Trúverðugur framburður hans gæti aldrei talist hafa minna vægi vegna þess að hann fengi ekki stoð í framburði vitna eða gögnum máls. Í raun væri mati á sönnun með þessu snúið á hvolf enda væri það ákæruvaldsins að sanna sekt en ekki sakbornings að sanna sakleysi sitt. Í dómi Hæstaréttar segir að rétturinn telji niðurstöðu hins áfrýjaða dóms hafa byggt á heildstæðu mati á sönnunargögnum málsins, þar á meðal rökstuddu mati á trúverðugleika Harðar Ellerts og brotaþola. Ekkert hefði komið fram um ágalla á þeirri aðferð sem beitt hefði verið við mat á sönnun á háttsemi hans sem hann var sakfelldur fyrir með hinum áfrýjaða dómi. Þá væri ekki fallist á röksemdir Harðar Ellerts um að sönnunarbyrði um sekt hans hefði verið aflétt af ákæruvaldinu í andstöðu við stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Hæstiréttur hafi því staðfest niðurstöðu dóms Landsréttar með vísan til forsendna hans. Styrkur og einbeittur brotavilji Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar segir að talsverður dráttur hafi orðið á rannsókn málsins hjá lögreglu og Herði Ellerti yrði ekki kennt um þann drátt. Þá hefði hann ekki áður hlotið refsidóm. Til þessa hafi verið litið við ákvörðun refsingar. Á hinn bóginn bæri einnig til þess að líta að Hörður Ellert hafi brotið alvarlega gegn stjúpdóttur sinni á barnsaldri og beitt hana ítrekað grófu kynferðislegu ofbeldi inni á heimili þeirra. Þannig hafi hann misnotað freklega yfirburðastöðu sína gagnvart brotaþola og ógnað velferð hennar á alvarlegan hátt. Auk þess hafi brotin staðið yfir í langan tíma eða um þriggja ára skeið. Af því verði ráðið að vilji Harðar Ellerts til að fremja brotin hafi verið styrkur og einbeittur. Hann ætti sér engar málsbætur. Þá bæru gögn málsins með sér að brot hans hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir sálræna heilsu brotaþola. Refsing hans væri því hæfilega ákveðin fimm ára fangelsi, óskilorðsbundið. Hvað varðar kröfu stúlkunnar um miskabætur segir að henni hafi í Landsrétti verið vísað heim í hérað til efnismeðferðar. Því gæti kröfur þar um ekki komið til úrlausnar fyrir Hæstarétti. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
Þegar stúlkan var níu til tólf ára braut Hörður Ellert margítrekað gegn henni, meðal annars með því að láta hana veita honum munnmök. Hann fékk síma stúlkunnar afhentan hjá lögreglu á meðan málið var til rannsóknar og fékk nálgunarbann á föður hennar um tíma. Þetta sagði í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp í júní í fyrra og hefur nú verið staðfestur af Hæstarétti, með vísan til forsendna hans. Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Í dóminum segir að Hörður Ellert, sem hefur í gegnum tíðina komið að stofnun og rekstri þónokkurra fyrirtækja, þar á meðal Inhouse, Nostra veitingahúss, Mótherja og Syndis, verið ákærður fyrir að hafa á árunum 2016 til 2019 í ótilgreindan fjölda skipta með ólögmætri nauðung haft við stúlkuna önnur kynferðismök en samræði með því að setja fingur inn í leggöng hennar, getnaðarlim sinn á milli læra hennar og viðhafa samfarahreyfingar, sleikja kynfæri hennar, nudda kynfæri hennar og fróa sér á meðan og í eitt skipti látið hana veita sér munnmök. Þá hafi hann sýnt stúlkunni klámmyndir og tekið myndir af kynfærum hennar í eitt skipti. Sýknaður í héraði og mátti því áfrýja Hörður Ellert var sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins og einkaréttarkröfu stúlkunnar var vísað frá með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í júní árið 2023. Þá taldi héraðsdómur að framburður stúlkunnar, sem þó hefði verið trúverðugur, hefði ekki þá stoð að nægði til að sakfella Hörð Ellert gegn eindreginni neitun hans. Í dómi Landsréttar kom fram að framburður stúlkunnar hefði frá upphafi verið skýr, stöðugur og án mótsagna. Frásögn hennar hefði verið einlæg, ýkjulaus og sannfærandi og yrði ekki séð að framburður hennar væri í ósamræmi við framburð annarra vitna eða gögn málsins. Framburður Harðar Ellerts fengi hins vegar takmarkaða stoð í framburðum vitna og gögnum málsins sem rýrði trúverðugleika hans og sönnunargildi. Trúverðugur framburður stúlkunnar hafi verið lagður til grundvallar við úrlausn málsins þrátt fyrir eindregna neitun Harðar Ellerts. Hann hefði því verið sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru. Ákvæði laga um meðferð sakamála mælir fyrir um að hafi ákærður maður verið sýknaður af ákæruefni í héraðsdómi en sakfelldur fyrir Landsrétti skuli verða við ósk ákærða, eða ákæruvaldsins honum til hagsbóta, um leyfi til áfrýjunar nema Hæstiréttur telji ljóst að áfrýjun muni ekki verða til þess að breyta dómi Landsréttar. Því féllst Hæstiréttur á áfrýjunarbeiðni Harðar Ellerts í nóvember í fyrra. Sáu engan galla á málsmeðferðinni Í áfrýunarbeiðni sinni og fyrir Hæstarétt bar Hörður Ellert fyrir sig að í hinum áfrýjaða dómi hefði verið gengið mjög langt í að byggja undir vægi framburðar brotaþola og að sama skapi draga úr gildi framburðar hans, auk þess sem ónákvæmni gætti í rökstuðningi. Hann hafi talið mat Landsréttar á sönnun um sekt hans hafa farið gegn grundvallarreglu stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu um sönnunarbyrði ákæruvalds. Trúverðugur framburður hans gæti aldrei talist hafa minna vægi vegna þess að hann fengi ekki stoð í framburði vitna eða gögnum máls. Í raun væri mati á sönnun með þessu snúið á hvolf enda væri það ákæruvaldsins að sanna sekt en ekki sakbornings að sanna sakleysi sitt. Í dómi Hæstaréttar segir að rétturinn telji niðurstöðu hins áfrýjaða dóms hafa byggt á heildstæðu mati á sönnunargögnum málsins, þar á meðal rökstuddu mati á trúverðugleika Harðar Ellerts og brotaþola. Ekkert hefði komið fram um ágalla á þeirri aðferð sem beitt hefði verið við mat á sönnun á háttsemi hans sem hann var sakfelldur fyrir með hinum áfrýjaða dómi. Þá væri ekki fallist á röksemdir Harðar Ellerts um að sönnunarbyrði um sekt hans hefði verið aflétt af ákæruvaldinu í andstöðu við stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Hæstiréttur hafi því staðfest niðurstöðu dóms Landsréttar með vísan til forsendna hans. Styrkur og einbeittur brotavilji Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar segir að talsverður dráttur hafi orðið á rannsókn málsins hjá lögreglu og Herði Ellerti yrði ekki kennt um þann drátt. Þá hefði hann ekki áður hlotið refsidóm. Til þessa hafi verið litið við ákvörðun refsingar. Á hinn bóginn bæri einnig til þess að líta að Hörður Ellert hafi brotið alvarlega gegn stjúpdóttur sinni á barnsaldri og beitt hana ítrekað grófu kynferðislegu ofbeldi inni á heimili þeirra. Þannig hafi hann misnotað freklega yfirburðastöðu sína gagnvart brotaþola og ógnað velferð hennar á alvarlegan hátt. Auk þess hafi brotin staðið yfir í langan tíma eða um þriggja ára skeið. Af því verði ráðið að vilji Harðar Ellerts til að fremja brotin hafi verið styrkur og einbeittur. Hann ætti sér engar málsbætur. Þá bæru gögn málsins með sér að brot hans hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir sálræna heilsu brotaþola. Refsing hans væri því hæfilega ákveðin fimm ára fangelsi, óskilorðsbundið. Hvað varðar kröfu stúlkunnar um miskabætur segir að henni hafi í Landsrétti verið vísað heim í hérað til efnismeðferðar. Því gæti kröfur þar um ekki komið til úrlausnar fyrir Hæstarétti.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira