Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2025 10:49 Þeir Sepp Blatter (t.v.) og Michel Platini (t.h.) fyrir utan dómshúsið í Sviss í gær. Á vakt þeirra var alþjóðaknattspyrnuhreyfingin gegnsýrð af spillingu. Lítið hefur breyst síðan. Vísir/EPA Svissneskur áfrýjunardómstóll staðfesti sýknu í spillingarmáli Sepps Blatter, fyrrverandi forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, og Michels Platini, fyrrverandi forseta Knattspyrnusambands Evrópu, í gær. Málinu gæti enn verið áfrýjað til æðri dómstóls. Blatter og Platini voru ákærðir fyrir fjársvik sem tengdust milljóna greiðslum Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) til þess síðarnefnda fyrir ráðgjafarstörf. Upp komst um greiðslurnar árið 2015 þegar meiriháttar spillingarmál og rannsókn skók FIFA. Saksóknarar héldu því fram að Platini hefði ekki átt rétt á tveimur milljónum svissneskra franka sem FIFA greiddi honum að undirlagi Blatter árið 2011. Greiðslurnar áttu að vera fyrir ráðgjafarstörf sem Platini átti að hafa innt af hendi fyrir Blatter á árunum 1998 til 2002. Í ákæru voru þeir báðir sakaðir um að hafa blekkt starfsmenn FIFA til þess að greiða Platini féð á árunum 2010 til 2011. Tvímenningarnir voru sýknaðir árið 2022 þar sem dómari taldi ekki hægt að afsanna fullyrðingar þeirra um að munnlegt samkomulag hefði legið fyrir um greiðslurnar. Framburður þeirra beggja um þær hefði verið stöðugur. „Ekki er hægt að álykta að fyrir sakborningunum hafi vakað að auðga sjálfa sig í skilningi þeirra brota sem þeir eru ákærðir fyrir,“ sagði í dómsorðinu. „Ofsóknum“ lokið Áfrýjunardómstóllinn staðfesti sýknuna í gær. Svissneski ríkissaksóknarinn sagðist ætla að fara yfir dóminn áður en ákvörðun væri tekin um að áfrýja til æðsta dómstóls landsins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ákæruvaldið fór fram á tuttugu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir knattspyrnuforkólfunum fyrrverandi. Þegar spillingarmálið varð opinbert var Platini forseti Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) og talinn líklegur til þess að leysa Blatter af hólmi sem forseti FIFA. Báðir mennirnir voru hins vegar útilokaðir frá stjórn knattspyrnumála vegna siðabrota. Platini fagnaði niðurstöðunni í gær og sagði tíu ára „ofsóknum“ FIFA og ákveðinna svissneskra saksóknara væri nú lokið. Málið hefði komið í veg fyrir að hann yrði forseti FIFA en nú væri hann orðinn of gamall til þess að snúa aftur í knattspyrnuheiminn. Frakkinn er 69 ára gamall. Blatter er 89 ára gamall. Hann sagði málið hafa hangið yfir honum eins og sverð Damoklesar. Nú gæti hann loks andað léttar. Rannsókn og saksókn gegn stjórnendum FIFA vegna spillingar árið 2015 virðist ekki hafa breytt sambandinu til betri vegar. Sambandið hefur þegar undið ofan að ýmsum ráðstöfunum og umbótum sem voru gerðar til þess að fyrirbyggja frekari spillingu. Þá hefur forseti sambandsins, Svisslendingurinn Gianni Infantino, sankað að sér völdum á undanförnum árum og nýtt sér gjafmildi olíuríkja eins og Katar og Sádi-Arabíu sem vilja nota knattspyrnuna til þess að fegra ímynd sína. FIFA Efnahagsbrot Fótbolti Sviss Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Blatter og Platini voru ákærðir fyrir fjársvik sem tengdust milljóna greiðslum Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) til þess síðarnefnda fyrir ráðgjafarstörf. Upp komst um greiðslurnar árið 2015 þegar meiriháttar spillingarmál og rannsókn skók FIFA. Saksóknarar héldu því fram að Platini hefði ekki átt rétt á tveimur milljónum svissneskra franka sem FIFA greiddi honum að undirlagi Blatter árið 2011. Greiðslurnar áttu að vera fyrir ráðgjafarstörf sem Platini átti að hafa innt af hendi fyrir Blatter á árunum 1998 til 2002. Í ákæru voru þeir báðir sakaðir um að hafa blekkt starfsmenn FIFA til þess að greiða Platini féð á árunum 2010 til 2011. Tvímenningarnir voru sýknaðir árið 2022 þar sem dómari taldi ekki hægt að afsanna fullyrðingar þeirra um að munnlegt samkomulag hefði legið fyrir um greiðslurnar. Framburður þeirra beggja um þær hefði verið stöðugur. „Ekki er hægt að álykta að fyrir sakborningunum hafi vakað að auðga sjálfa sig í skilningi þeirra brota sem þeir eru ákærðir fyrir,“ sagði í dómsorðinu. „Ofsóknum“ lokið Áfrýjunardómstóllinn staðfesti sýknuna í gær. Svissneski ríkissaksóknarinn sagðist ætla að fara yfir dóminn áður en ákvörðun væri tekin um að áfrýja til æðsta dómstóls landsins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ákæruvaldið fór fram á tuttugu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir knattspyrnuforkólfunum fyrrverandi. Þegar spillingarmálið varð opinbert var Platini forseti Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) og talinn líklegur til þess að leysa Blatter af hólmi sem forseti FIFA. Báðir mennirnir voru hins vegar útilokaðir frá stjórn knattspyrnumála vegna siðabrota. Platini fagnaði niðurstöðunni í gær og sagði tíu ára „ofsóknum“ FIFA og ákveðinna svissneskra saksóknara væri nú lokið. Málið hefði komið í veg fyrir að hann yrði forseti FIFA en nú væri hann orðinn of gamall til þess að snúa aftur í knattspyrnuheiminn. Frakkinn er 69 ára gamall. Blatter er 89 ára gamall. Hann sagði málið hafa hangið yfir honum eins og sverð Damoklesar. Nú gæti hann loks andað léttar. Rannsókn og saksókn gegn stjórnendum FIFA vegna spillingar árið 2015 virðist ekki hafa breytt sambandinu til betri vegar. Sambandið hefur þegar undið ofan að ýmsum ráðstöfunum og umbótum sem voru gerðar til þess að fyrirbyggja frekari spillingu. Þá hefur forseti sambandsins, Svisslendingurinn Gianni Infantino, sankað að sér völdum á undanförnum árum og nýtt sér gjafmildi olíuríkja eins og Katar og Sádi-Arabíu sem vilja nota knattspyrnuna til þess að fegra ímynd sína.
FIFA Efnahagsbrot Fótbolti Sviss Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent