Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2025 10:49 Þeir Sepp Blatter (t.v.) og Michel Platini (t.h.) fyrir utan dómshúsið í Sviss í gær. Á vakt þeirra var alþjóðaknattspyrnuhreyfingin gegnsýrð af spillingu. Lítið hefur breyst síðan. Vísir/EPA Svissneskur áfrýjunardómstóll staðfesti sýknu í spillingarmáli Sepps Blatter, fyrrverandi forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, og Michels Platini, fyrrverandi forseta Knattspyrnusambands Evrópu, í gær. Málinu gæti enn verið áfrýjað til æðri dómstóls. Blatter og Platini voru ákærðir fyrir fjársvik sem tengdust milljóna greiðslum Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) til þess síðarnefnda fyrir ráðgjafarstörf. Upp komst um greiðslurnar árið 2015 þegar meiriháttar spillingarmál og rannsókn skók FIFA. Saksóknarar héldu því fram að Platini hefði ekki átt rétt á tveimur milljónum svissneskra franka sem FIFA greiddi honum að undirlagi Blatter árið 2011. Greiðslurnar áttu að vera fyrir ráðgjafarstörf sem Platini átti að hafa innt af hendi fyrir Blatter á árunum 1998 til 2002. Í ákæru voru þeir báðir sakaðir um að hafa blekkt starfsmenn FIFA til þess að greiða Platini féð á árunum 2010 til 2011. Tvímenningarnir voru sýknaðir árið 2022 þar sem dómari taldi ekki hægt að afsanna fullyrðingar þeirra um að munnlegt samkomulag hefði legið fyrir um greiðslurnar. Framburður þeirra beggja um þær hefði verið stöðugur. „Ekki er hægt að álykta að fyrir sakborningunum hafi vakað að auðga sjálfa sig í skilningi þeirra brota sem þeir eru ákærðir fyrir,“ sagði í dómsorðinu. „Ofsóknum“ lokið Áfrýjunardómstóllinn staðfesti sýknuna í gær. Svissneski ríkissaksóknarinn sagðist ætla að fara yfir dóminn áður en ákvörðun væri tekin um að áfrýja til æðsta dómstóls landsins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ákæruvaldið fór fram á tuttugu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir knattspyrnuforkólfunum fyrrverandi. Þegar spillingarmálið varð opinbert var Platini forseti Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) og talinn líklegur til þess að leysa Blatter af hólmi sem forseti FIFA. Báðir mennirnir voru hins vegar útilokaðir frá stjórn knattspyrnumála vegna siðabrota. Platini fagnaði niðurstöðunni í gær og sagði tíu ára „ofsóknum“ FIFA og ákveðinna svissneskra saksóknara væri nú lokið. Málið hefði komið í veg fyrir að hann yrði forseti FIFA en nú væri hann orðinn of gamall til þess að snúa aftur í knattspyrnuheiminn. Frakkinn er 69 ára gamall. Blatter er 89 ára gamall. Hann sagði málið hafa hangið yfir honum eins og sverð Damoklesar. Nú gæti hann loks andað léttar. Rannsókn og saksókn gegn stjórnendum FIFA vegna spillingar árið 2015 virðist ekki hafa breytt sambandinu til betri vegar. Sambandið hefur þegar undið ofan að ýmsum ráðstöfunum og umbótum sem voru gerðar til þess að fyrirbyggja frekari spillingu. Þá hefur forseti sambandsins, Svisslendingurinn Gianni Infantino, sankað að sér völdum á undanförnum árum og nýtt sér gjafmildi olíuríkja eins og Katar og Sádi-Arabíu sem vilja nota knattspyrnuna til þess að fegra ímynd sína. FIFA Efnahagsbrot Fótbolti Sviss Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Blatter og Platini voru ákærðir fyrir fjársvik sem tengdust milljóna greiðslum Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) til þess síðarnefnda fyrir ráðgjafarstörf. Upp komst um greiðslurnar árið 2015 þegar meiriháttar spillingarmál og rannsókn skók FIFA. Saksóknarar héldu því fram að Platini hefði ekki átt rétt á tveimur milljónum svissneskra franka sem FIFA greiddi honum að undirlagi Blatter árið 2011. Greiðslurnar áttu að vera fyrir ráðgjafarstörf sem Platini átti að hafa innt af hendi fyrir Blatter á árunum 1998 til 2002. Í ákæru voru þeir báðir sakaðir um að hafa blekkt starfsmenn FIFA til þess að greiða Platini féð á árunum 2010 til 2011. Tvímenningarnir voru sýknaðir árið 2022 þar sem dómari taldi ekki hægt að afsanna fullyrðingar þeirra um að munnlegt samkomulag hefði legið fyrir um greiðslurnar. Framburður þeirra beggja um þær hefði verið stöðugur. „Ekki er hægt að álykta að fyrir sakborningunum hafi vakað að auðga sjálfa sig í skilningi þeirra brota sem þeir eru ákærðir fyrir,“ sagði í dómsorðinu. „Ofsóknum“ lokið Áfrýjunardómstóllinn staðfesti sýknuna í gær. Svissneski ríkissaksóknarinn sagðist ætla að fara yfir dóminn áður en ákvörðun væri tekin um að áfrýja til æðsta dómstóls landsins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ákæruvaldið fór fram á tuttugu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir knattspyrnuforkólfunum fyrrverandi. Þegar spillingarmálið varð opinbert var Platini forseti Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) og talinn líklegur til þess að leysa Blatter af hólmi sem forseti FIFA. Báðir mennirnir voru hins vegar útilokaðir frá stjórn knattspyrnumála vegna siðabrota. Platini fagnaði niðurstöðunni í gær og sagði tíu ára „ofsóknum“ FIFA og ákveðinna svissneskra saksóknara væri nú lokið. Málið hefði komið í veg fyrir að hann yrði forseti FIFA en nú væri hann orðinn of gamall til þess að snúa aftur í knattspyrnuheiminn. Frakkinn er 69 ára gamall. Blatter er 89 ára gamall. Hann sagði málið hafa hangið yfir honum eins og sverð Damoklesar. Nú gæti hann loks andað léttar. Rannsókn og saksókn gegn stjórnendum FIFA vegna spillingar árið 2015 virðist ekki hafa breytt sambandinu til betri vegar. Sambandið hefur þegar undið ofan að ýmsum ráðstöfunum og umbótum sem voru gerðar til þess að fyrirbyggja frekari spillingu. Þá hefur forseti sambandsins, Svisslendingurinn Gianni Infantino, sankað að sér völdum á undanförnum árum og nýtt sér gjafmildi olíuríkja eins og Katar og Sádi-Arabíu sem vilja nota knattspyrnuna til þess að fegra ímynd sína.
FIFA Efnahagsbrot Fótbolti Sviss Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira